Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 36
(impuls) áverkavaldsins og má þar til nefna sár eftir skotvopn og sprengingar, sem oft eru nefnd háorkuslys. - Lífvænleiki umlykjandi vefja; Rifinn, marinn og deyjandi vefur er gróðrarstía fyrir sóttkveikjur, ekki sízt loftfælnar bacteriur. - Óhreinindi og hvers konar aðskotahlutir, sem í sárið berast. - Staðsetning sárs; Mótstaða hinna ýmsuvefja gegn sýkingum er talsvert mismunandi. Þannig hefur fituvefurfremurlitlamótstöðu. Sáríblóðríkumvefjum, eins og t.d. í andliti eða hárssverði, sleppa oft við sýkingu þótt óhrein séu. Sár á útlimum með lélega blóðrás eins og oft er við æðakölkun hjá eldra fólki, gróa illa og meiri hætta er á sýkingu en annars. Við opin beinbrot er sárasýking sérstaklega hættuleg. - Virulens sóttkveikja og magn þeirra (microbal density) skipta miklu máli. - Almennt ástand sjúkl. eins og t.d. blóðleysi, vessaþurrð, vannæring og offita. Ymsir sjúkdómar eins og t.d. sykursýki og nýmahettubilun. Meðalagjafir eins og cytotoxisk lyf og sterar. - Þá bendir reynslan til þess, að mjög sé einstaklingsbundið hve hætt mönnum sé við að fá sýkingu í sár, enda þótt ekkert af framangreindum atriðum sé fyrir hendi. Er því talað um mismunandi ónæmisþrek sjúklinga. Sýkingavarnir Mjög er þýðingarmikið að hreinsa og skola burtu óhreinindi og aðskotahluti eftirföngum. Til þess þarf að deyfa sárið, en líka er nauðsynlegt að opna það með hökum til að fá gott yfirlit yfir það og síðan flá burtu lífvana vef. Nauðsynlegt er að stöðva blæðingar frá sári áður en því er lokað. Að öðru jöfnu ber að loka sárum sem fyrst, helzt innan 6 klst. Fyrir daga sýklalyfjameðferð var talið að mengað sár yrði sýkt þegar liðnar væru meira en 6 klst. frá meiðslinu og var því ekki lokað eftir þann tíma. Þegar um meiri háttar sár er að ræða eins og áverka á vígvöllum, skotsár eða áverka eftir sprengjubrot, er sárum haldið opnum fleiri daga, oft 6-9 daga, meðan skaddaður og dauðadæmdur vefur er að aðgreinast og bólgan að minnka. Þegar að þessi sáreru orðin hrein og allur lífvana vefur fjarlægður, eru sárin saumuð saman. Spelkun er oft til bóta. Draga má úr bólgu og bjúgmyndun með heppilegum umbúðum (þrýstings- umbúðir) og hálegu, ef hægt er að koma henni við. Til að fyrirbyggja sýkingar er oft hyggilegt að gefa fúkalyf eins og t.d. við eftirfarandi atriði: - Við opin beinbrot. - Við sár, sem opnast inn í lið. - Við stór útbreidd sár, sem erfitt getur verið að hreinsa eða þegarerfitt er að átta sig á lífvænleik vefja. Sömuleiðis ef viðkomandi hefur sykursýki, æðasjúkdóma eða er veiklaður a.ö.l. - Bitsár af völdum manna eru venjulega sérlega erfið viðureignar vegna sýkinga, sem oft eru lítið næmar við venjulegum sýklalyfjum. Rétt er að taka sýni í ræktun og næmispróf úr óhreinum sárum, þótt engin sýnileg sýking sé í þeim. Hyggilegt er að hefja fúkalyfjagjöf áður en aðgerð byrjar, ef annars þykir nauðsynlegt að beita henni. Fúkalyf á að gefa í stórum skömmtum í fáa daga. Athuga þarf hugsanlegt ofnæmi fyrir sýklalyfjum. Sýkingar í höndum og fingrum Vegna líffræðilegrar byggingar handarinnar eru sýkingar í höndum að ýmsu leyti erfiðari viðfangs en annarstaðar í líkamanum, en það stafar fyrst og fremst af því, hve vefirnir eru lítið eftirgefanlegir. Hér eru mörg tiltölu lega vel afmörkuð fasciuhólf, þannig að bólga og þrýstingsaukning, sem óhjákvæmilega fylgir sýkingum,framkallarástand,sem líkjamáviðcompart- ment syndrome, það er vaxandi bjúgmyndun, með minnkuðu blóðflæði og stasa lækkuðum súrefnisþrýstingi, sem beinlínis getur stuðlað að blóðþurrðar- drepi. Sýkingar í höndum og fingrum bjóða því einatt alvarlegum hættum heim, en algengasta orsök handarsýkinga eru hvers konar meiðsli. Averkar á höndum og fingrum eru algengir og flest sár gróa fljótt án sýkinga eða annara eftirkasta. Vilji hins vegar svo illa til, að sýking komist í sár, geta óveruleg meiðsli leitt til samvaxta, kreppu, vefjadreps eða annara breytinga, sem hindrað geta hreyfingar og eigin kraft handar og fingra og þannig valdið óbætanlegu tjóni og örkumlum. I lófanum er fascian annars vegar fastbundin húðinni, en hins vegar er hún tengd undirliggjandi sinaslíðrum og auk þess vaxin við Ill.miðhandarbein. Fremst í lófanum er fascian gróin við intermetacarpal ligamentiðog til hliðannaer hún vaxin við himnufellin 34 LÆKNANEMINN l-M«89-42. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.