Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 65
Árskýrsla Félags læknanema 1988-1989 ÁRSSKÝRSLA FÉLAGS LÆKNANEMA 88- 89. Inngangur í lok starfsárs fráfarandi stjórnar tilheyrir að greina frá þeim æsilegu viðburðum sem átt sér hafa stað á árinu, gera glögga grein fyrir þeim skarpvitru niðurstöðum sem stjórnarmeðlimir hafa komist að og ekki síst þeim baráttumálum sem þeim hefur tekist að fá framgengt af miklu harðfylgi. Ekkert að ofantöldu verður reynt hér, aðeins drepið á nokkra þætti úr stjómarstarfinu sem virðist rétt að koma á framfæri. Sumt hefur þokast áleiðis, annað staðið í stað en því miður öðru hrakað, sérstaklega lesaðstöðu okkar læknanema. Hefðbundið starf Starfsemi félagsins hefur verið í föstum skorðum allt þetta starfsár. Aðalfundur var haldinn íoktóber "88 og var þeirri skemmtilegu hefð viðhaldið að leita með logandi ljósi að framboðum íembætti fyrir félagið. Sú leit tókst að mörgu leyti vel, þrátt fyrir að suma embættismennina reyndist erfitt að lýsa upp þar sem þeir mættu ekki á aðalfundinn. Að lokum voru þó öll embætti fullskipuð og í stjómarskiptasamkvæminu um kvöldið var fullt út úr dyrum. Stjórnarfundir Voru haldnir vikulega allan veturinn. Þar voru kynnt þau mál sem voru á döfinni hverju sinni í læknadeild og víðar í háskólanum og stjómarmenn komu með ábendingar um vandkvæði á sínum árum. Allt var þetta rætt og afstaða tekin. Óhætt er að segja að þar hafi andinn risið hátt og flogið vítt enda enginn utanaðkomandi truflun til að hefta slíkt ris, síst aðrir Iæknanemar. Verkefnum var deilt niður á hverjum fundi og sýndi formaður félgsins ótrúlega hugkvæmni í því að koma verkum yfir á aðra stjómarmeðlimi, sem reyndist þó auðvelt, því allir vom reiðubúnir til að leggja á sig fórnfúst starf í þágu læknanema. Félagsfundir Voru tveir á árinu. Sá fyrrri var haldinn 19. desember. Voru þar ýmis mál kynnt um þau fjallað og ákveðið hvemig skyldi vinna að framgangi þeirra. Hið eins sem skyggði á fundinn var að einungis einn 1 æknanemi utan s tj ómar mætti. Þótti s tj ómarmeðl imum ljóst að vart væri hægt að kasta tímanum frekar á glæ en með slíkum hætti og því brugðið frá þeirri reglu F.L. að halda félagsfundi mánaðarlega, Þótt þessi eini hafi með því verð sviptur skemmtilegum og uppbyggjandi félagsskap. Síðari fundurinn var haldinn á vorönn, í tengslum við vel heppnaða kennslumálaráðstefnu sem félagið stóð fyrir og reyndist sá fundur ögn fjölmennari. Útgáfustarfsemi Hið sívinsækla og klassíska rit Meinvörp kom út sex sinnu sl. vetur. Flutti það fréttir af “félagslífinu” og fleira umdeilanlegt efni. Símaskrá F.L. var gefin út með sérdeilis glæsilegu sniði og með nýju nafni, Legið á línunni, sem varð hlutskarpast af fjölda tillagna, m.a. Sime ti din, Nokkur læknaböm og vinir þeirra, Climax o.fl. Tengsl við önnur Stúdentafélög og Stúdentaráð Fóru fyrst og fremst fram í gegnum svokallaða formannafundi sem stúdentaráð stóð fyrir u.þ.b. mánaðarlega. Þar eru kallaðir saman formenn allra félaga stúdenta innan háskólans, mál úr stúdentaráði og háskólaráði kynnt og sameiginleg mál stúdenta tekin til umræðu, m.a. kennslumál og virðast læknanemarhafa af einhverju að miðla þar, t.d. varðandi LÆKNANEMINN 1AÍ989-42. árg. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.