Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 51
áreiðanlegur mælikvarði á selenbúskap, en hefur verið
mæld í ýmsum sjúkdómum. Hemóglóbín hefur
talsverða ósérhæfða peroxídasavirkni
(pseudoperoxidase) sem er t.d. notuð sem grundvöllur
aðferðar sem mælir blóð í saur (occult blood). Þegar
glútaþíón peroxídasavirkni í blóði er mæld, er verið að
mæla summu tveggja þátta, þ.e. virkni GSH-Px og
ósérhæfða peroxídasavirkni hemóglóbíns. Við
mælingar á virkni GSH-Px í blóði hefur verið reynt að
hindra peroxídasavirkni hemóglóbíns með því að láta
það hvarfast í sýanmethemóglóbín. Sýaníð hindrar
hins vegar virkni GSH-Px, og því er æskilegt að komaast
hjá notkun þess. A Lífefnafræðistofu eru í gangi
rannsóknir á notkun sérhæfðra hindra GSH-Px
(merkaptósúksínat, aurothioglúkósi) í því skyni að
endurbæta ensímmælingaraðferðina. Niðurstöður
þeirrahafa verið kynntar 1988 á veggspjaldakynningum
á ráðstefnum í Tubingen, Þýskalandi og London,
Englandi auk ráðstefnu læknadeildar.
Ætlunin er að BS-neminn kanni einkum
osérhæfða peroxídasavirkni hemóglóbíns og afleiða
þess úrmönnum og algengum búfjártegundum. Einnig
er ætlunin að kanna hvort unnt sé að hindra
peroxídasavirkni hemóglóbíns með einföldum afoxandi
efnum t.d. askorbínsýru, án þess að verkni glútaþíón
peroxídasaséhindruð um leið. Vitaðerað askorbínsýra
hindrar peroxídasavirkni hemóglóbíns þegar mælt er
fyrir blóði í þvagi.
Einnig er BS-nemanum ætlað að kanna ýmsar
eldri heimildir um peroxídasavirkni hemóglóbíns, bæði
þær sem tengjast notkun hennar í meinefnafræði svo og
þær sem fjalla um samanburð við ensím með
peroxídasavirkni (t.d. peroxídasa úr piparrót).
Skrá yfir rit er geyma nánari upplýsingar er varða
verkefnið:
1. Guðný Eirfksdóttir & Baldur Símonarson, Biochem.
Soc. Trans. 17 (1989) 702-703 (íprentun).
2. W.A. Gunzler, H. Kremers & L.Flohé: Z. Klin.
Chem. Klin. Biochem. 12 (1974) 444-448.
3. Baldur Símonarson: Glutathione Peroxidase,
Selenium and Vitamin E in Defense Against Reactive Oxygen
Species (kafli í bók).
4. A.Wendel: MethodsEnzymol. 77 (1981)325-333.
Pharmacokinetisk rannsókn á Lovastatin
(Mevocor), nýju kólesteróllækkandi lyfi:
Samanburður á lyfjaþéttni í bláæðablóði og virkni
lyfsins og tíðni fylgikvilla.
Hmsjónarkennarar: Jakob Kristinsson(R.L),
GuðmundurOddson(Bsp)ogGunnarSigurðsson(Bsp).
Rannsóknarstofa Háskólans í lyfjafræði og
Göngudeild háþrýstings á Landspítala.
Lovastatin (áður kallað mevinolin) er nýlegt lyf
sem lækkarkólesterólgildi verulega í blóði með því að
minnka kólesterólframleiðslu lifrarinnar. Þetta gerir
lyfið með því að bindast HMG-CoA reductasa sem er
hraðaákvarðandi ensím ímyndun kólesteróls. Ensímið
hefur miklu meira næmi fyrir þessu lyfi sem
byggingarfræðilega er skylt HMG-CoA. Þetta lyf
hefur nú verið skráð í Bandaríkjunum síðan haustið
1987 og gefist mjög vel og var skráð á Islandi í október
1988. Lyfið verkar vel og þolist vel og þvíer líklegt að
þetta lyf og skyld lyf verði notuð í ríkum mæli á
næstunni til lækkunar kólesteróls í einstaklingum sem
ekki svara mataræði og hafa því væntanlega erfðaþátt
sem spilar inn í þeirra kólesterólgildi. Þar sem lyfið
hefur þegar verið skráð og mun væntanlega sem áður
segir verða notað í ríkum mæli er full ástæða til að
þekkja verkun þess og hugsanlega fylgikvilla til hins
ítrasta.
Flestar þær rannsóknir sem birtar hafa verið um
pharmacokinetic þessa lyfs hafa birst á vegum
framleiðanda lyfsins. Samkvæmt þeim upplýsingum
virðist unt 30% frásogast frágörnum, meiri hluti lyfsins
vera tekinn upp beint í lifur og aðeins um 5% er sagt
berast til annarra vefja. Aðalverkun lyfsins er
væntanlega á lifrarfrumur en hins vegar hefur það
einnig áhrif á aðrar frumur líkamans og því er hugsanlegt
að fylgikvillar lyfsins kæmu einkanlega frá verkun
lyfsins á aðra vefi, svo sem vöðva o.fl. Um þetta atriði
vantar alveg gögn og því teljum við mikilvægt að mæla
þéttni lyfsins í venublóði og bera það saman við; 1)
kólesteróllækkun þess í einstaklingum, 2) hugsanlega
fylgikvilla, svo sem hækkun á CPK sem lýst hefur
verið.
Rannsóknir frá framleiðanda benda til þess að
lyfið sé skilið út um saur (83%) og þvag (10%). Lítið
er þó vitað um pharmacokinetic lyfsins í einstaklingum
með skerta nýmastarfsemi. Við teljum því mikilvægt
að slfkt sé kannað og höfum fullan hug á að gera svo.
Rannsóknaráætlun: Aðferð til mælingar á
Lovastatin í plasma var lýst af Stubbs o.fl. 1986 (sjá
heimildaskrá) þar sem notað var HPLC (high-
performance liquid chromatography). Þessa aðferð
hyggjumst við nota til mælingar á þéttni lyfsins í
plasma á ákveðnum tíma eftir töku lyfsins per os.
Mælingar verða gerðar á allt að 100 einstaklingum sem
LÆKNANEMINN 1—989-42. árg.
49