Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 48
B.S. nám veturinn "89 - "90 Magnús Karl Magnússon tók saman Árið 1984 voru samþykktar á deildarfundi læknadeildar reglur um B.S. nám í læknadeild. Með þessari samþykkt opnaðist ný og spennandi leið fyrir læknanema. Það má segja að þetta hafi verið tímamót í kennslumálum læknadeildar og þeir sem að baki þessu stóðu eiga mikið hrós skilið. I fyrsta skipti áttu stúdentar þess kost að stunda rannsóknir og sjálfstæð vinnubrögð, það er að segja að fáakademíska menntun. Með þeirri byltingu sem átt hefur sér stað í lífvísindum á síðustu árum og ekki sér fyrir endann á er krafan um þjálfur í vísindalegum vinnubrögðum, bæði vísindalegum þankagangi og einnig í öflun upplýsinga orðin æ mikilvægari. Samkvæmt reglum B.S. nám í læknadeild skal læknanemi eyða einu ári í rannsóknarvinnu sem líkur með samningu ritgerðar eða greinar í alþjóðlegt vísindatímarit. Til aðhljótaB.S. gráðugengst stúdentinn síðan undir próf sem felst í opinberum fyrirlestri um rannsóknir sínar sem líkur með munnlegu prófi hjá prófdómara. Einnig er hægt að sækja um að stunda fræðilegt B.S. nám þar sem stúdent sækir fyrirfram ákveðin námskeið og aflar sér þekkingar með því móti. Til þess að hljóta B.S. gráðu þarf stúdentinn síðan eins og aðrir B.S. nemar að skila inn ritgerð og gangast síðan undirpróf. Allir læknanemar sem hingað til hafa skráð sig í B.S. nám hafa valið þá leið að stunda rannsóknarvinnu. Til þessa hafa 5 læknanemar lokið prófi tilB.S. gráðu ílæknisfræði og hafaþeirallir verið höfundar að greinum í alþjóðlegum vísindatímaritum. Birting slíkra greina eru 1 íklegar til að vera hlutaðeigandi drjúgt veganesti í framtíðinni. B.S. nefnd læknadeildar hefur safnað saman lýsingum á mögulegum rannsóknarverkefnum fyrir námsárið 1989-'90. Þýðing anti-cardiolípín mótefna í meingerð kransæðasjúkdóma og fylgikvilla þeirra Umsjónarkennari: Ásbjörn Sigfússon Tengiliður: Þórður Harðarson Rannsóknarstofa Háskólans í ónæmisfræði og lyflækningadeild Landspítalans. Mótefni gegn cardiolípíni (ACA) hafa verið í brennidepli seinasta áratuginn þótt uppgötvun þeirra sé hart nær 100 ára gömul( 1). í fyrstu var talið að þessi mótefni fyndust aðeins í sjúklingum með syphilis en síðar hefur komið í ljós að um er að ræða sjálfsofnæmismóteni sem finnast í ýmsum sjúkdómum. Þannig hafa þessi mótefni fundist hjá ákveðnum hópi sjúklinga með lupus og verið tengd blóðflögufækkun, æðastíflum og miðtaugakerfiseinkennum hjá lupussjúklingum. Síðar kom í ljós að ACA finnast hjá hópi ungra “heilbrigðra” kvenna sem hafa endurtekið misst fóstur, og uppi eru tilgátur um að þessi mótefni eigi þátt í ýmsum öðrum áðuróskýrðum einkennum og sjúkdómum(2). Tvær greinar hafa birtst um þýðingu ACA, í meingerð fylgikvilla kransæðasjúkdóma og kransæðaskurðlækninga (3,4). Hins vegar er þýðing ACA í meingerð kransæðastíflu ekki þekkt þótt ein heimild gefi vísbendingu í þá átt(3). Verkefni þetta er þríþætt: I. Frekari þróun og stöðlun áELISA mæliaðferð til að finna ACA í sermi. II. Að safna blóðsýnum frá hópi sjúklinga sem leggjast inn á hjartasjúkdómadeild Landspítalans og mæla ACA í þessum sýnum. Hugmyndin er að safna sýnum fra öllum sjúklingum á 3-4 mánaða tímabili, bæði við innlögn og 4-8 vikum síðar. III. Skoða sjúkragögn sjuklinganna og fylgjast með afdrifum þeirra m.t.t. sjúkdómsgreiningar og fylgikvilla og kanna hvort einhver tengsl séu á milli ACA og sjúkdómsgreiningar eða afdrifa. Skrá yfir rit er geyma nánari upplýsingar er varða verkefnið: 1. Mouritsen S & Nielsen H. Anti-cardiolipin antistoffer. Ugeskrift for læger 1988, 150 (21), 1259-1328. 2. Hughes GRV. The anticardiolipin syndrome. Clinical an Experimental Rheumatology 3: 285-286. 3. Hamsten Aetal. Antibodiestocardiolipininyoung 46 LÆKNANEMINN W/mi-Al. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.