Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 9
MYND 1: Heilasneið mep ferskri blæðingu í hippocampi og menjum gamalla smáblæðinga. MYND 2: a) Mýlildisútfellingar í æðum í rennu í skúmsholi. Thioflavin-S litun í útfjólubláu Ijósi. b) Mýlildisútfellingar í æðum í skúmsholi. Thioflavin- S litun í útfjólubláu Ijósi. c) Eðlilegar viðmiðunaræðar. Thioflavin-S litun í útfjólubláu ljósi. ættingja sem enn eru einkennalausir (11). Meinafræði. Augsæar breytingar á heilum sjúklinga með arfgenga heilablæðingu eru fyrst og fremst menjarfyrri blæðinga og ferskar blæðingar mismunandi stórar og oft fleiri en ein. Algengustu staðsetningar blæðinganna eru í botnhnoðum heilans og víðsvegar á mörkum heilabarkar og hvítu (mynd 1). Smásæu breytingarnar eru skemmdir á miðlungsstórum slagæðum og slagæðlingum í skúmsholi (spatium subarachnoidale) og í taugavefnum sjálfum, bæði í heila og mænu. Skemmdirnar stafa af útfellingu mýlildisefnis í æðaveggina, fyrst og fremst í miðhjúp þeirra (mynd 2). Útfellingamar, sem innihalda afbrigði af cystatin C, valda margvíslegum breytingum á æðunum svo sem hyalinþykknun á æðaveggnum, klofnun æðaveggjarins þannig að æðin fær tvöfalt op (mynd 3), mismikilli þrengingu á æðaopinu, lokun æða og staðbundnu fibríndrepi með útvíkkun æðarinnar (mynd 4). Af völdum fíbríndreps rofna æðar og blæðingar verða út í vefinn (mynd 5) en afleiðingar þrenginga og lokanaeru drepsvæði stórog smá í taugavefnum (mynd 6). Þessum breytingum fylgja svo viðgerðarbreytingar í vefnum svo sem tróðörsmyndun (gliosis) og niðurbrot mergslíðra taugasímanna (demyelinisering). Auk mýlildissöfnunar í slagæðaveggi sjást sums staðar útfellingar efnisins utan æða og inni á milli annarra þátta taugavefjarins. Þetta sést aðallega í botnhnoðum heilans þar sem efnið geislar út í vefinn, frá miðstæðri æð, og í taugavefnum rétt undir heilareifunum. Tíðni sjúkdómsins Arfgengar heilablæðingar vegna mýlildissöfnunar eru sjaldgæfar og hefur þeim aðeins verið lýst hérlendis og í Hollandi. í könnun hérlendis, sem gerð var á tíðni heilablóðfalla hjá fólki 35 ára og yngra, kom í Ijós að um arfgengt heilablófall var að ræða hjá 18% sjúklinganna (13). Klínísk mynd sjúkdómsins Einkenni sjúkdómsins eru eins og við venjulegt heilablóðfall. Þau koma skyndilega með lömunum eða LÆKNANEMINN l-MaiMZ. árg. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.