Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 30
borizt með blóðleiðinni eins og t.d. við beinbólgu hjá
bömum (haematogen osteomyelitis). Þá geta sýkingar
líka borizt frá yfirborðsopum líkamans, frá þvagfærum,
kynfærum, öndunarfærum og meltingarfærum.
ígerð
Igerð (abscess) er staðbundin graftaríferð, sem
verður til, þar sem bakteríur ná að festa rótum. ígerðin
er jafnframt vottur þess, að líkaminn hefur stöðvað
úrbreiðslu sýkingarinnar, a.m.k. í bili. Sýklatoxin
valda vefjadrepi á staðnum, og proteolytiskir
efnakljúfar, sem m. .a. verða til við niðurbrot á
hvítfrumum, leysa upp dauðan og deyjandi vef.
Holrúmið, sem myndast á staðnum, stafar að nokkru
leyti af niðurbroti á dauðum vef, en ekki síður af því, að
vefsvökvi dregst inn í holrúmið og þenur það út vegna
osmosu. Þrýstingur getur orðið mikill í ígerðarholinu
og veldurhann oftslæmum verkjum. Kringum ígerðina
myndast svonefnd ígerðarskil (abscess membrané),
sem á sinn þátt í því að hindra frekari útbreiðslu.
Igerðarskilin eru mynduð af æðaríkum granulationsvef,
fibrinútfellingum og hvítum blóðkornum.
Algengast er að ígerðir myndist við íferð
sóttkveikja frá sári á yfirborðsþekju. ígerðir geta líka
orðið til án sýnilegs áverka, eins og t.d. við folliculitis,
sem eru grunn graftarkýli í húð og algengar sýkingar.
Igerðir geta lfka myndast eftir sogæðaleiðum,
eins og t.d. í eitlum utan á hálsi við bráða hálsbólgu.
Igerðir geta einnig orðið til við bakteríurek með
blóðrásinni, eins og t.d. við blóðborna beinbólgu
{haematogen osteomyelitis).
Gröftur samanstendur af lifandi og dauðum
hvítfrumum bakteríum og dauðum vef, sem að mestu
leyti er í fljótandi formi vegna vefjaniðurbrots. Auk
þess er í greftri mikið af desoxiribonucleoprotein, sem
kemur frá kjömum dauðra hvítfruma og á sinn þátt í
því, að gröfturinn verður seigfljótandi.
Einkenni ígerðar eru afmörkuð bólga, hiti, roði
og vökvasláttur (fluctuation). Þegar um stærri ígerðir
er að ræða, fylgja auk þess almenn lasleikaeinkenni,
hitahækkun og blóðbreytingar.
“Ubi pus, ibi evacuera”. Hvar sem gröftur finnst
verður að tæma hann út Sé kominn vökvasláttur í bólgu
og önnur einkenni um staðbundna ígerð, er
óhjákvæmilegt að skera í bólguna og hleypa greftrinum
út og halda ígerðarsárinu opnu með kera. Til þess þarf
góða deyfingu eða svæfingu. Hið sama gildir um sár,
sem sýking hefur komizt í eftir að það hefur verið
saumað og gengið frá því. Sýklalyfjameðferð nægir
ekki ein sér ef sýking kemst í sár.
Empyema er það kallað, er ígerðir myndast í
holrúmum líkamans. Dæmi: Graftraríferð í fleiðru
(empyemapleura).Graftraríferðígallblöðru (empyema
vesicae fellae).
Netjubólga
Með netjubólgu (cellulitis) er átt við sýklabólgu
í föstum vef, sem líkaminn hefur ekki getað stöðvað
útbreiðslu á. Venjulega myndast graftrar- vilsa, sem
ekki er heldur staðbundin, eins og þegar um ígerðir er
aðræða,heldurliggurdreifðumbólguna. Yfirbólgunni
er húðin heit, spennt, aum við- komu, ljósrauð að lit og
oft glansandi. Olíkt því, sem sést við ígerðir, er
netjubólgan illa afmörkuð, en dreifist áfram í lausum
bandvef með æða- og taugastrengjum, með fascium og
þar sem bil verða á milli vöðvalaga.
Netjubólga kemur helzt fyrir þegar um sýkingu
af mikið invasiv bakteríum er að ræða. Oftast eru þá á
ferðinni sóttkveikjur, sem framleiða hyaluronidase,
fibrinolysin, lecitinase eða aðra efnakljúfa, sem geta
brotið niðurmillifrumutengsl og leyst uppfrumuhimnur.
Fólk, sem er veiklað fyrir, t.d. sjúkl. með sykursýki, er
hættara við að fá þessa gerð sýkinga. Algengust er
netjubólgan í sambandi við sýkingar af völdum beta-
haemolytiskra streptococca. Frá bólgunni getur
sýkingin borizt í sogæðakerfið eða líka beinlínis í
blóðrásina, þar eð oft myndast sýktir blóðsegar í
venulum og venum við þetta ástand. Djúp netjubólga
kemur fyrir í retroperitoneal vef í sambandi við
bamsfararsótt og sýkt fósturlát. I nýrnafitunni (perirenal
vef) kemur hún fyrir í sambandi við skurðsárasýkingar
og graftramýra (pyonephrosis). I sambandi við
streptococcahálsbólgu er um netjubólga að ræða, þótt
ástandið verði sjaldnast hættulegt. Ludwigs angina er
djúp netjubólga í munnbotni, kvilli, sem sést tæpast nú
ádögum. Ikviðveggsjástþessarsýkingareftiróhreinar
kviðarholsaðgerðir eins og t.d. við sprunginn botnlanga
eða eftir ristilaðgerðir.
Þegar talað er um grunna netjubólgu, er átt við
bólgu, sem fyrst og fremst er bundin við húð. Þessi
bólga er hættuminni og auðveldari viðgangs en djúpur
cellulitis. Dæmi um það er þroti í húð kringum
graftrarkýli eða sýkt sár, bólgubreytingar á stærra
28
LÆKNANEMINN 1-VÍ989-42. árg.