Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 73

Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 73
A andlegum eintrjáningi um holdlegar freðmýrar ✓ - af spjöldum séra Ismars_ Á því herrans ári 1872 tek ég mér penna í hönd þar sem mér er ekki lengur bærilegt að búa einn með hinni þrúgandi vitneskju. Haustið 1846 var rigningasamt með afbrigðum og fyllt grámóskulegu þunglyndi hins andlausa veraldarvafsturs. Ég var ráðinn fyrirlesari við guðfræðideildina og fræddi verðandi guðsmenn um innviði hinnar hebresku tungu (jafnframt því að kenna eftirlegukindum grísku uppá krít). Ég leigði kompu undir súð hjá frú Marteinssen (stakri þrifnaðarmanneskju) í hliðargötu rétt hjá Rauðu myllunni í Pigalle-hverfinu. Á bjöllunni stóð G. Stein, en fyrri leigjandi hafði orðið illa úti í ástum. Á hinum einmanalegum eftirmiðdögum, þegar ég dvaldi meðal tærandi hugsana minna um endimörk vaxtarins á Café Gunther, rakst ég oft og iðulega á stúdenta úr Læknaskóla heilagrar Hólmfríðar frá Bern. Þetta voru óásjálegir og kynlegir slánar, flestir hverjir drykkjusvolar og skapmenn, enda sló oft í brýnu milli þeirra og Jean Gunthers yfirverts. Ég tók þá stundum tali og við ræddum meðal annars skoðanir okkar um sálgreiningu. Er ég kynntist þeim betur öðlaðist ég vitneskju um hið skelfilega lífshlaup þessara drykkjufélaga minna. Á þessum tíma fékk ég dýpri og annan skilning á mannlegu eðli. Hér á eftir fer myrk frásögn mín af lífsferli og maurétnum innviðum þessara glötuðu sálna, sem ég kynntist á Café Gúnther þessa drungalegu haustdaga. Ég kýs að lýsa nánar lífshlaupi fjögurra úr hópnum svo það megi gefa lesandanum nokkra innsýn í þann raunamædda hugarheim, sem leynist að baki hinu hugljúfa brosi læknastúdentsins. Megi frásögnin verða saklausum varnaðarorð. Það er algengur kvilli meðal borgarhúa að rœkta ekki garðinn sinn sem skyldi. Slíkt atferli ber dauðann í brjósti sér og er líklegt til að méla menn útí hyldjúpt myrkrið. Sumir telja ástina jafn sjálfgefna og tilveraalmenningsvagnaeðaskyndibitastaða. Þvíumlík hugsun kallar yfir sig ill örlög. Astin líður ekki afskiptaleysið, hún þolir ekkifjarlœgðina, ládeyðuna, lognið, sléttuna, andleysislega þögnina - hún nœrist á lífi, kraumandi augntotum í hálfrökkri, iðunni í kviku sálarinnar, rafstreymi snertingarinnar, hita andardráttarins, flœði vöh’ans. Dauði ella. Bírópennamorðinginn Melena hin rússneska renndi ekki í grun að hún myndi myrða nokkum mann köldu blóði með Ballograf- bírópenna. Hún komst til vits og ára í litlu steinhúsi við Leniskij Prospektsem liggur viðGorkij Park. Meðvituð um banvæna fegurð sína ólst hún upp fyrir framan spegil sinn, sem ættaður var úr búslóð Romanov- fjölskyldunnar. I þessum spegli hafði m.a. Raspútín horfst í augu við örlög sín. S vo kom að því að faðir hennar, digurbarkalegur Zíl-bflstjóri hjákommúnistaflokknum, hleypti öllu upp á aðalfundi miðstjómar með því að hlaupa nakinn um ráðstefnusalinn í mótmælaskyni vegna hækkunar á spíritus. Var hann því skipaður stöðvarstjóri Aeroflot á flugvellinum á Rifi og tók að sér kennslu í rússnesku í gagnfræðaskólanum. Einhverju sinni þegar tungl var fullt og síldin safnaðist í netin, þá hitti Melena sveitapiltinn Glómund í fyrsta sinn. Og það varð brennheit ást. Þegar rýnt er í samtíma kirkjubækur kemur í ljós, að snjóflóð féllu víðsvegar um norðanvert landið þegar varir þeirra mættust, fjórar nýjar sólir kviknuðu uppi á himninum og sendu til jarðar hina heitustu geisla er þíddu skafla og bræddu klakaþil. Hún var í grænum hekluðum ullarsokkabuxum og gúmmívöðlum frá Marx-Engels verslunarsamstæðunni sem staðsett er á Kalinina LÆKNANEMINN l—2/í989-42. árg. 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.