Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 8
GERÐ OG EIGINLEIKAR GIGTAR-
ÞÁTTA
RF eru skilgreind sem mótefni er beinast gegn Fc
hluta mótefna af IgG gerð (mynd 2). Mótefni með
slíka sértækni hafa fundist í öllum flokkum, IgM,
IgG, IgA, IgE og jafnvel IgD. Mest er vitað um IgM
RF, enda hefur tilvist þessa RF flokks lengst verið
þekkt.
Bindisértækni (specificity) og bindisækni (affinity)
RFsameindaerbreytileg. SumarRFsameindirbindast
eingöngu við manna IgG en aðrar bæði á manna og
dýra IgG, svo sem kanínu IgG. Einnig er misjafnt
hvort RF hafa sértækni til bindingar við einn eða fleiri
IgG undirflokka. Þetta ræðst af því hvort þau set
(epitope) sem sértæknin beinist að eru á einum eða
fleiri IgG undirflokkum og hvort þau eru á bæði
manna og dýra IgG.
Fundist hafa RF, sem bindast ekki einungis IgG
heldur líka ákveðnum kjarnaþáttum (4-8), líkt og
kjarnamótefni (ANA) gera. Þessir RF hafa verið
nefndir RF/ANA. Sumir kjarnaþættir sem RF/ANA
geta bundist eru þekktir, svo sem histónaprótein, non-
histónaprótein, nucleosome og einþátta DNA
(ssDNA). Þýðingþessaravíxlvirku mótefnaer óþekkt
og ekki er vitað hvað stuðlar að myndun þeirra.
Annað RF fyrirbæri er “huldir RF” (hidden RF’s)
(mynd3). Þetta eru RF sem hafa mikla sækni í manna
IgG og geta myndað lokaðar fléttur með IgG, sem
erfitt er að greina.
“Huldir RF" hafa fundist bæði í RF neikvæðri liða-
gigt (seronegative RA) (9) og barnaliðagigt (juvenile
RA) (10), en sá sjúkdómur hefur lengstum verið tal-
inn RF neikvæður.
Með bættri mælitækni má finna RF í mörgum,
kannski öllum RF neikvæðum gigtarsjúklingum, þótt
Mynd 2. Grunnbygging IgG mótefna og RF. Halahlutinn er nefndur Fc en armarnir Fab, en þar eru bindiset
sameindarinnar (Ag binding site). A halahlutanum eru ýmis set (epitope) sem RF beinast gegn. Einnig er sýnt
að RF af IgG, IgA og IgE flokki eru einliða (monomer) en IgM RF eru fimmliða (pentamer). IgA RF getur auk
þess verið tví-eða þríliða (dimer, trimer).
6
LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.