Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 36
Tognanir í PlP-lið eru algengar og erfitt að meta þær í byrjun, þar eð talsverðir áverkar og fasaslit í liðpoka geta komið fyrir án þess að um instabilitet í liðnum sé að ræða. Þessar fingurtognanir er rétt að immobilizera í 15-20 gráðu tlexion í 10-14 daga en byrja þá með æfingar. Örmyndun og þykknun í liðpokanum getur staðið í marga mánuði og stirðleiki og verkir geta varað lengi. Liðhlaup í PlP-liðum eru algeng, og verða með þrennu móti m.t.t. miðkjúku, þ.e. baklæg, hliðlæg og lófalæg. Við baklæg liðhlaup rifnar volarplatan frá basalliðbrún miðkjúku. Collat. ligament rifna líka en rifan verður samhliða fösunum en ekki þvert á þá. Verður því liðurinn stöðugur eftir lagfæringu. Þessi liðhlaup eru stundum nefnd Byonette liðhlaup eftir útlitinu. Volarplatan skaddast ekki a.ö.l. og situr óbreytt neðan við condylana á nærkjúku með óskert- an stuðning af accesorliðböndum og fyrir bragðið sleppur flexorsinaslíðrið líka við áverka. Þessum meiðslum er venjulega auðvelt að re- ponera og verður fingurliðurinn stabill eftir aðgerð og ekki hætta á redislocatio. Setja þarf gipsspelku eða annan stuðning á fingurinn í 25-30 gráðu volarbeygingu í ca. 3 vikur. Fyrir kemur að volarplatan rífur með sér smábita af liðbrún miðkjúku, og þarf að fara gætilega af stað með finguræfingar í þeim tilvikum. Brotni stór hluti liðflatarins af, 50% eða þ.u.b. þarf venjulega að fríleggja brotið og festa með innri festingu. Langan tíma tekur að ná eðlilegum hreyfiferli en ekki er hætta á instabiliteti þar eð hliðarböndin slitna ekki þvert á fasana heldur klofna í stefnu þeirra. Lateral liðhlaup. Við áverka í frontalplani (hliðarstefnu) getur collat. ligamentið slitnað og meiri hluti volarplötunnar rifnað frá. Fylgir þá hliðlæg hornskekkja. Yfirleitt slitnar aðeins annað liðbandið. Þetta meiðsli er lagfært með að toga í fingurinn og þegar liðhlaupið er Iag- fært stabilizerar tog frá flexor- og extensorsinum lið- inn svo ekki er hætta á nýju liðhlaupi. Oft er látið nægja að spelka fingurinn í 30 gráðu flexion í 3 vikur, margir álíta þó að betra sé að opna inn á collat. lið- band og sauma saman. Volar tilfærsla. Þetta er sjaldgæfur áverki og stafar af hliðarátaki eða snúningi sem þvingar miðkjúku í iófalæga stefnu miðað við nærkjúku. Condylarhluti nærkjúku smeyg- ist þá oft gegnum extensorhettuna, milli extensorsinar og hliðarbands og getur því orðið erfitt að leiðrétta þetta meiðsli án skurðaðgerðar. Reynt er að lagfæra liðhlaupið með því að beygja í MCP-lið en þá slakar á hliðarbandi og síðan að toga í fingurinn. Við þetta slys slitnar oft extensorsinin um PlP-liðinn og rífur með sér festuna frá dorsalbrún miðkjúku. I þeini tilvikum er óhjákvæmilegt að lagfæra meiðslið með skurðaðgerð og festa extensorsinina, hvort sem um slys eða brot er að ræða. Mjög er bagalegt ef nærkjúkuliður verður stífur, þar eð hinir fingurliðirnir tveir geta ekki bætt skerta hreyfingu þar. Heilbrigður PlP-liður nær aftur á móti að bjarga við og bæta upp hreyfingarhindranir í MCP-lið og DlP-lið. Liðhlaup í DlP-lið. Liðhlaup í DlP-lið verður með tvennu móti, annað hvort dorsalt eða lateralt. Vegna þess hve húð er nátengd fasciunni og liðpokanum á DlP-lið koma opin liðhlaup alloft fyrir á þessum stað. Oftast er auðvelt að leiðrétta þetta meiðsli með því að toga í fjærkjúku og verður liðurinn þá stabill á eftir. Þegar um mjósleginn gómhluta er að ræða, getur verð erfitt að ná nægilega miklu togi á fremstu kjúku til að reponera, einkum ef dregist hefur að lagfæra meiðslið. Þá er hægt að nota “lús” til að festa í fremstu kjúku í góðri deyfingu og lagfæra meiðsli á þann hátt. Rétt er að spelka fingurinn í 10-15 gráðu flexion í DlP-lið í 10-14 daga. Arangurinn er góður af aðgerð. Viðopið liðhlaup þarf að hreinsa vel sárið og gefa sýklalyf. 34 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.