Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 89
vera dæmi um umbreytingu þar sem fruman annað
hvort örvar vöxt sjálfrar sín (autocrine), og/eða hlið-
lægra fruma (paracrine).
Sum oncogen skrá fyrir viðtökum ýmissa
vaxtarþátta.
Hægt er að fá fram svipuð áhrif og rætt er um
hér að ofan með því að valda stökkbreytingu í við-
taka fyrir vaxtarþátt þannig að hann sé stöðugt í
virkjuðu ástandi án þess að nokkur ligand komi
nærri.
Viðtakinn fyrir “epidermal growth factor” er
glycoprótein með kínasa virkni. Þegar EGF sest á
hann virkjasl kínasinn og phósphórýlerar viðtakann
og önnur frumuprótein hratt.
ErbB oncogenið sem fannst fyrst í Avian
erythroblastosis veiru (AEV), er líklega það sem gerir
AEV kleift að innleiða erytroleukemiu í hænsnum
og að umbreyta bæði erythroblöstum og fibro-
blöstum in vitro.
Þegar genið sem skráir fyrir EGF viðtakanum
var borið saman við erbB oncogenið, koin í ljós að
þau voru analogar. EGF viðtakinn hefur a.m.k. 3 virk
domain. Eitt utanfruma sem bindur EGF, annað í
cytoplasma sem hefur bæði kínasa virkni og tyrosine
sem það phosphórýlerar sjálft, auk transmembrane
domains sem tengir þessi tvö saman.Hinn stökk-
breytti EGF viðtaki sem erbB í AEV myndar hefur
misst utanfrumu domainið og einnig ákveðna
hömlun þannig að það örvar frumuna til skiptingar í
fjarveru EGF.
Ras genin skrá fyrir guanine
bindipróteinum.
Prótein sem ras skrá fyrir, bæði frá veiru og
frumu, binda GTP sértækt sterkum tengjum svo og
önnur guanosine nukleótíð. Einnig hefur verið sýnt
fram á það að c-ras kóduð prótein hafi GTPasa. Þessi
GTPasa virkni er aftur á móti mikið minnkuð í pró-
teinum mynduðum frá v-ras.
Þegar proto-oncogenið í eðlilegum frumum er
borið saman við v-ras kemur í Ijós að eini munurinn á
þeim er einn breyttur basi sem leiðir til þess að á
einum stað í próteinunum sem genin mynda eru
mismunandi amínósýrur. Þessi ákveðna point
mutation virðist breyta virkni próteinsins þannig að
það hefur minnkaða GTPasa virkni.
Önnur frumuprótein sem bindast guanine
nukleótíðum og eru GTPasar eru t.d. G prótein sem
stjórna virkni adenýl cyclasa. Prótein þessi eru virk
þegar þau eru bundin GTP en óvirk ef GTPasinn hefur
klofið GTP í GDP. Minnkuð virkni GTPasans myndi
þá leiða til þess að adenýl cyclasinn væri stöðugt
örvaður. Það má því hugsa sér að þessi guanine
bindiprótein sem ras skráir fyrir hafi ákveðna virkni
eins og G próteinin og að þau séu stöðugt í örvuðu
ástandi þar sem GTPasa virknin er minnkuð. Mætti
þá hugsa sér að þessi ofvirkni gæti, beint eða óbeint
leitttil umbreytingar á frumum í krabbameinsfrumur.
Afurð myc oncogensin er kjarnaprótein.
Myc oncogenið er oncogen ýmissa gallaðara
avian retroveira. Það er talið innleiða myelocytoma,
sarcoma og carcinoma auk þess sem það getur um-
breytt hænsna fibroblöstum, myeloidfrumum og
þekjufrumum in vitro.
Prótein það er myc skráir fyrir finnst í kjarna
fruma en ekki er vitað hvað það gerir þar. Hugsanlegt
er að þetta sé eins konar bindiprótein sem hafi áhrif
á stjórn mítósu.
Frumu myc oncogenið hefur áreiðanlega
mikilvægu hlutverki að gegna í skiptingu fruma og
er tjáð þegar eðlilegar frumur skipta sér og einnig í
æxlisfrumum. I frumum sem skipta sér ekki er myc
mRNA greinilega lækkað. Ef þær eru örvaðar með
mítógenum (s.s. PDGF ef um l'ibroblasta er að ræða),
kemur myc mRNA fram innan tveggja stunda.
Frumu myc er samsett úr 3 exonum. Fyrsta
exonið er ekki þýtt í próteinum. Sú hugmynd hefur
komið fram að þetta exon hafi stjórnunarhlutverki að
gegna í sambandi við tjáningu á c-myc. v-myc hefur
tapað þessu fyrsta exoni og einnig lent undir stjórn
LTR. Ekki er ólíklegt að þessar tvær breytingar í
stjórnun á tjáningu gensins gætu breytt c-myc í virkt
oncogen.
Hingað til hafa ekki fundist önnur gen eins og
myc í retroveiru en önnur svipuð gen s.s. L-myc og N-
myc eru mikið tjáð í sumum æxlum. T.d. er N-myc
LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
87