Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 101
Lagabreytingartillögur til stuðnigs slíkri nefnd verða
lagðar fyrir á aðalfundi nú í okt. Þá er jafnframt
ætlunin að bæta enn um betur og bjóða tveimur 1. árs
nemum til liðs við nefndina.
Sem sagt, væntanlega verður stúdentaskiptanefndin
skipuð átta fulltrúum í vetur. Ætlar þetta fólk síðan
að snúast um sjálft sig? Ég er nú hrædd um ekki.
Ásókn erlendra læknanema hingað er með ólíkindum
og fyrir s.l. sumar telst mér til að alls hafi um 50
umsóknir borist. Höfðu 28 af þeim erindi sem erfiði
og sáum við framan í 25 þeirra nú í sumar. Með
slíkan fjölda urðu töluverð vandkvæði með
húsnæðismál en allt bjargaðist að lokum. Frá ísl.
læknanemum bárust alls 25 umsóknir en 10 þeirra
sýndu viljannn í verki, sóttu helst í sól, sumar og
fjarlæga menningu, til Spánar, Grikklands, Tyrklands
og Egyptalands.
Stúdentaskiptastjórar leituðu líka út fyrir landsteinana
og fóru á tvær ráðstefnur. I mars var ráðstefna í
Tyrklandi þar sem fram fóru skipti á umsóknum. í
ágúst í sumar var svo farið á “allsherjarþing” IFMSA
sem fram fór í Tékkó, voru þeirri ráðstefnu gerð góð
skil í Meinvörpum. Margt gott var þar á ferð og þess
virði að fylgjast vel með.
Hvað varðar fjármögnun stúdentaskiptanna ber fyrst
að nefna styrk frá Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu og kunnum við þeim kærar
þakkir fyrir. Sömuleiðis erum við styrkt af
Stúdentaskiptasjóði Stúdenta í H.I. Ráðargerðir eru
uppi urn að fara að rukka hærra gjald fyrir
umsóknareyðublöðin en dæmi eru fyrir og veitir víst
ekki af fjármagninu, meiri fréttir um það seinna.
Ymsar breytingar eru viðbúnar á nýju starfsári og
ættu að stefna okkur fram um mörg skref. Um leið og
ég kveð stúdentaskiptin óska ég væntanlegri
stúdentaskiptanefnd góðs gengis og minni ykkur á að
starfsemin er ykkur öllum opin.
Nanna S. Kristinsdóttir
SKÝRSLA HÓPSLYSANEFNDAR
Hópslysanefnd stóð fyrir árlegu námskeiði í
skyndihjálp síðastliðið vor. Að þessu sinni var
námskeiðið með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár
og fyrst og fremst ætlað 4. og 5. árs nemum. í stað
hefðbundins námskeiðs í grundvallaratriðum
skyndihjálpar voru fengnir tveir fyrirlesarar. Annars
vegar fjallaði Bjami Hannesson, heila- og tauga-
skurðlæknir, um höfuð- og mænuáverka og hvemig
standa á að fyrstu meðferð og flutningi sjúklinga með
slíka áverka. Hins vegar ræddi Guðmundur Þor-
geirsson hjartalæknir um endurlífgun og lagði sérstaka
áherslu á lyfja- og rafstuðsmeðferð í hjartastoppi.
Báðum fyrirlesurum var vel tekið en u.þ.b. sextíu
nemendur mættu á fundinn. Óhætt er að fullyrða að
slíkir fundir fyrir eldri nemendur eiga fullan rétt á sér,
ekki síst þar sem skipulögð kennsla í endurlífgun
hefur verið í ólestri innan deildarinnar. Er það miður
en stendur vonandi til bóta í nýju kennslufyrirkomulagi
Læknadeildar. I haust stóð til að halda námskeið
ætlað 1. og 2. árs nemum í grundvallaratriðum
skyndihjálpar en því miður gat það ekki orðið og
bíður það verkefni næstu hópslysanefndar.
Tómas Guðbjartsson
SKÝRSLA LÆKNANEMANS
Starf ritnefndar Læknanemans hefur verið hvort
tveggja, skemmtilegt og notalegt það sem af er. Útgáfa
næsta tölublaðs er í deiglunni og mun það líta dagsins
ljós í jólamánuðinum. Er það von okkar að menn
finni þar bæði fróðlegt og forvitnilegt efni.
Sigurður Böðvarsson
SKÝRSLA FULLTRÚARÁÐS
VISINDAFERÐ var farin til Vestmannaeyja helgina
28.-29.okt.’89. 52 læknanemar fylktu liði í
eftirminnilega ferð.
JÓLABALL var haldið í Norðurljósum, Þórscafé.
Mæting mjög góð.
ÁRSHÁTÍÐ var haldin hinn 8. febrúar 1990 í Súlna-
sal Hótel Sögu. Matargestir voru 212. Heiðursgestir
voru Próf. Snorri Páll Snorrason og frú.
KYNNINGARBALL hinn 21. október 1989 í
Vetrarbrautinni, Þórscafé. Til leiks mættu 169 manns
-sannkölluð metaðsókn.
Auður Smith
LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
99