Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 51

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 51
TCR með sömu amínósýruröðum) og bæla þær um leið (mynd 4). Tæknilega er þessi Ieið afar flókin þar sem greina þarf nákvæmlega samsetningu TCR meinvaldra T-frumna og srníða mikið magn peptíða með sömu amínósýruröð og idíotýpu-ákvarðandi hluti TCR. Hún er því vart framkvæmanleg nema einn eða örfáir T-frumustofnar ráði mestu um mein- gerð í tilteknum sjúkdómi. Allar þær aðferðir sem lýst er hér að ofan eru tiltölu- lega nýjar af nálinni. Hinar ósértækari hafa verið þekktar í tæpan áratug og verið reyndar í ýmsum dýramódelum (Wraith et al. 1989y.) og sumar í mönn- um í völdum tilfellum (Herzog et al. 1987, Mathieson etal. 1990). Hinarsértækari hafaaðeins verið notaðar í völdum módelum þar sem grundvallaratriði meingerðar eru þekkt til hiítar (EAE er þar besta dæmið), enda verða ákveðnar lágmarksforsendur að vera til staðar til að hægt sé að beita þeim. Forsendur vækissértækrar T-frumubælingar Fyrir það fyrsta verður sjálfsvækið að vera þekkt. Ella er ekki hægt að greina með vissu class II notkun meinvaldra sjálfsvækja (þótt skerðibútafjölbreytni (“restriction fragment length polymorphism”, RFLP) geti'þar gefið nokkra vísbendingu). Einnig er mikill kostur við einangrun meinvaldra T-frumustofna að hafa einangrað sjálfsvækið. Vissulega er hægt að útsetja T-frumur (ásamt sýndarfrumum) fyrir vel hreinsuðum sýnum sem talin eru innihalda óþekkt sjálfsvæki, einangra þá T-frumustofna sem örvast mest og sprauta þeim í MHC-samræmanleg dýr til að kanna hvort hægt sé að framkalla sjúkdóminn með því móti. Æskilegra er þó að vita frá upphafi hvaða væki hinar meinvöldu T-frumur greina. Eigi að beita sérhæfðum class II mótefnum til forvarna er nauðsynlegt að þekkja þær class II sameindir sem binda agretóp meinvaldra epitópa. Eins og getið var að ofan er þekking á gerð sjálfsvækis grundvöllur þeirrar vitneskju. Til að geta beitt sérhæfðum TCR-mótefnum (gegn V svæðum TCR) eða T-frumubólusetningu er nauðsynlegt að hafa einangrað meinvalda T- frumustofna. Forsenda bólusetningar með TCR- peptíðum er hins vegar vitneskja um samsetningu idíotýpu-ákvarðandi svæða TCR. Brýnt er að menn geri skýran greinarmun á ofangreindum leiðum til ónæmisbælingar og ónæmisbælingu í formi ónæmisbælandi lyfja. I fyrra tilfellinu er aðeins beitt efnum sem líkaminn þekkir og framleiðir (mótefnum og peptíðbútum). Mun minni líkur eru á að slík efni valdi hættulegum síðkomnum hjáverkunum, sé þeim beitt af þekkingu á sértækan hátt. Hættan af ofnæmisviðbrögðum er þó vitaskuld til staðar. Notkun mótefna í þessum tilgangi er raunar þegar hafin í mönnum í völdum tilfellum (Herzog et al. 1987, Mathieson et al. 1990). Öll þekkt ónæmisbælandi lyf bjóða á hinn bóginn heim hættu á hjáverkunum, sumum hverjum lífshættulegum. Að auki er enn langt í land með að lyfjameðferð nái sömu sértækni. í insúlínháðri sykursýki er enn ekki hægt að segja með vissu að class II notkun epitópa sé þekkt, né held- ur að ljóst sé hvaða T-frumuvæki gegni þar lykilhlutverki. Þau markmið kunna þó að nást innan skamms þar sem nýverið hefur verið lýst gerð vækis sem uppfyllir helslu kröfur sem gerðar eru til slíkra vækja (64k = glutamic acid decarboxylase = GAD) (Bækkeskov et al. 1990, Solimena et al. 1990, Sigurdsson og Bækkeskov 1990y.). Sú uppgötvun kann að marka tímamót þar eð hún gæti reynst lykill- inn að forvörnum í formi sértækrar T-frumubælingar áður en einkenni sjúkdómsins koma fram. Hún er þó ekki síður mikilvæg fyrir þær sakir að nú verður í fyrsta sinn hægt að mæla mótefni gegn þessu sjálfs- væki á hraðvirkan og einfaldan hátt. Umrædd mót- efni hafa til þessa verið kennd við stærð próteinsins samkvæmd rafdrætti (“64k autoantibodies”) og virð- ast hafa ótvírætt forspárgildi um þróun sjúkdómsins (Sigurdsson og Bækkeskov 1990y., Atkinsson et al. 1990, MacLaren 1988y.). Notagildi forvarna Ef unnt reynist að þróa Ieið til sértækrar T- frumubælingar í insúlínháðri sykursýki (IDDM), er nauðsynlegt að geta greint í tíma og á sértækan hátt (“higli specificity”) einstaklinga með byrjandi meingerð. IDDM er einn þeirra sjúkdóma sem hafa langan hulinstíma (3-6 ár er algengt) (Eisenbarth 1986y.). A hulinstímanum er ónæmiskerfið smám saman að eyða B-frumum Langerhanseyja þótt LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.