Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 96

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 96
Afdrif breytingartillögunnar við 38. gr. laga nr. 77/1979, um Háskóla Islands. Umræður um breytingartillögunna hafa verið eins og rauður þráður í gegnum stjórnarstarfið í vetur og þetta er mál sem snertir læknanema verulega. Því mun ég gera málinu ítarleg skil hér á eftir. í núgildandi 38. gr. eru sex stöður prófessora í læknadeild tengdar forstöðu- eða yfirlæknisembættum við Landspítalann. í breytingartillögunni við 38. gr. er gert ráð fyrir bindingu á stöðum sex prófessora til viðbótar við sömu stofnun. Ennfremur eru prófessorsembætti tveggja greina bundin við stöður yfirlækna á hinum sjúkrahúsunum, en í þeim greinum er ekki að finna sérstakar deildir við Landspítalann. Á félagsfundi FL 26. janúar sl. voru 38. gr. og breytingartillaga við hana ítarlega ræddar. Ljóst var að almenn andstaða var gegn breytingartillögunni meðal læknanema og þeim mun meiri því lengra sem menn voru kontnir í námi. Afstaða fundarmanna til breytinga á 38. greininni birtist í eftirfarandi ályktun: “Félag Læknanema telur nauðsynlegt að kennurum við Læknadeild Háskóla Islands sé tryggð starfsaðstaða. Jafnframt teljum við eðlilegt að þeir kennarar sem starfa við kennslusjúkrahús hafi sína starfsaðstöðu þar. Við skiljum nauðsyn þess að treysta á einhvern hátt tengsl Háskóla Islands við kennslu-sjúkrahúsin þannig að áhrif læknadeildar innan þeirra séu tryggð og stuðla þannig að sem bestri kennslu fyrir læknanema. Við sjáum þó ekki að slík áhrif verði best tryggð með því að breytingatillagan sem lögð var fram fyrir deildarfund þann 20. desember sfðastliðinn verði að lögunt. Teljum við eðlilegt að aðstaða læknadeildar innan spítalanna verði könnuð og gerðir víðtækir samningar við stjórnir spítalanna að minnsta kosti þar sem slíkir samningar eru ekki fyrir hendi nú þegar. Þannig gæfist tækifæri á að skilgreina stöðu og áhrif Læknadeildar innan þessara stofnana umfram það sem 38. gr. gerir ráð fyrir. Jafnframt teljum við nauðsynlegt að framgangskerfi kennara við Læknadeild verði tryggt þannig að möguleiki á prófessorstöðum skapist. Félagi læknanema finnst einnig óeðlilegt að verið sé að fjalla um prófessorembætti án þess að þau séu jafnframt tekin til skoðunar í víðara samhengi og þá helst í tengslum við æviráðningar og samband stjórnunar og kennslustarfa.” Við skiljum nauðsyn þess að treysta sem best tengsl Háskólans við kennslusjúkrahúsin og erum því sammála 1. málsgr. núgildandi 38. gr. Hins vegar teljum við ekki að hag læknisfræðinnar og kennslu stúdenta sé best borgið með því að stöður prófessora séu bundnar einungis einu af kennslusjúkrahúsunum þremur, í þeim tilvikum þar sent eru sambærilegar deildir á hinum sjúkrahúsunum. Nauðsynlegt er að nýta allan þann sjúklingahóp og þá kennslukrafta, sem sjúkrahúsin hafa upp á að bjóða. Benda má á mörg dæmi erlendis þar sem læknadeildir háskóla eru í tengslum við nokkur sjúkrahús og þykir slíkt fyrirkomulag eðlilegt og henta vel. Miðað við aðstæður á Islandi, þar sem íbúar eru um 250.000, er það augljóslega skynsamlegt að Háskólinn sé í nánum tengslum við sem flest sjúkrahús. Breytingartillagan var hins vegar samþykkt á deildarfundi 31. janúar með 29 atkvæðum gegn 23. Stjórn FL sendi greinargerð og ýmis fylgiskjöl til Háskólaráðs og menntamálaráðuneytisins, til að skýra afstöðu sína. Einnig ræddurn við við háskólarektor og fulltrúa í Háskóladeild menntamálaráðuneytisins. Breytingartillagan var rædd á Háskólaráðsfundi 8. febrúar og samþykkt 22. febrúar með 9 atkvæðum gegn 5, þrátt fyrir mótmælabréf frá FL, læknaráðum og stjórnum Landakots og Borgarspítalans. Bætt var við tilteknum skilyrðum: 1. Að Læknadeild beiti sér fyrir að endurskoðað verði á tveggja ára fresti hvar æskilegast sé að ætla prófessorum deildarinnar starfsaðstöðu. Verði aukið málsgrein þess efnis við 38.gr. 2. Að Læknadeild taki upp viðræður við stjórnir sjúkrahúsanna um starfsaðstöðu kennara deildarinnar í slíkum stofnunum. 3. Að Læknadeild verði falið að gera tillögur um breytingar að framgangskerfi sem geri hlutadósentum kleift að hljóta framgang til jafns við aðra dósenta. En: í Iið 1, hefði okkur þótt eðlilegra og mun beinskeyttara að hafa (eins og kom fram í upphaflegri tillögu Sigurðar Guðmundssonar) að endurskoða ætti 94 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.