Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 23
(b) Flögnun á húð á tám og fingrum (yfirleitt 10-20 dögum eftir upphaf hit- ans og er mikilvægt við greiningu). (c) Bjúgur (og herslismyndun (induratio)). C, Aðrar orsakir veikinda útilokaðar (sbr. mismunagreiningar. siá síðar). Margir fá ennfremur einkenni frá hjarta (allt að helmingur skv. sumum rannóknum (6)), og eru þau langalvarlegasti fylgikvilli sjúkdómsins. Helstu einkennin eru hjartavöðvabólga (myocarditis), gollurshússbólga (pericarditis) og kransæðabólga (coronary arteritis) með víkkun og oft myndun æðagúla (aneurysma) á kransæðunum. Talið er að u.þ.b. 20% sjúklinga fái slíka æðagúla og þá yfir- leitt á fyrstu 3-4 vikunum (mjög sjaldgæft eftir 6.-8. viku frá upphafi sjúkdómsins) (2). Ef segastífla (thrombosis) verður í æðunum eða æðagúllinn rifnar, getur sjúklingurinn farið í hjartabilun eða fengið hjartadrep og deyja 1-2% sjúklinga af þeim sökum (7). Margir halda því hins vegar fram að dánartíðni sé mun lægri í dag og fari lækkandi (sjá síðar). í helm- ingi tilfella hverfa æðagúlarnir af sjálfu sér en hinum er hætt við einkennum kransæðaþrengsla (hjartaöng, hjartsláttartruflanir, hjartadrep o.fl.) síðar á ævinni (7). Helstu áhættuþættir fyrir myndun kransæðagúla í Kawasaki sjúkdómi eru karlkyn og börn yngri en eins árs með mjög háan og langvarandi hita (8,17). Gollurshússbólga sést hjá fjórðungi sjúklinga snemma í sjúkdómnum og er yfirleitt horfin innan 2ja vikna. Svipað er að segja um bólgu í hjartavöðvanum en hún er langoftast væg og veldur sjaldnast miklum einkennum. Auk þessa getur hluti sjúklinga með Kawasaki sjúkdóm fengið skemmdir á hjartalokur og geta þær ásamt gollurhúss- og hjartavöðvabólgu leitt til hjartabilunar og dauða. Einnig geta fylgt Kawasaki sjúkdómi: Liðbólgur (allt að 30%), liðverkir, æðahjúpsbólga (uveitis, sést oft snemma), fyrtni og óróleiki, mengisbólga (aseptískur meningitis), heila- taugalamanir, heilakvilli (encephalopathia), ósamræmi í vöðvahreyfingum (ataxia), hækkaður blóðþrýstingur, lungnabólga, gallblöðruhydrops, niðurgangur, þarmalömun (ileus), lifrar- og miltisstækkun. Einnig má geta þess að slagæðabólgur og æðagúlar geta myndast víðar en í kransæðum, s.s. upphandleggs- og nýrnaslagæðum. Ferill: Hægt er að skipta ferli sjúkdómsins í þrjú stig (16). Fyrst kemur bráða (akút) stigið en það varir u.þ.b. 10 daga, og þá koma flest aðaleinkenni sjúkdómsins í ljós (sbr. að ofan). Barnið er oftast með háan hita, augnslímubólgu, roða í munni og húðútbrot. Oróleiki og einkenni um mengisertingu (meningismus) eru oft fyrir hendi en eitlastækkanir á hálsi eru minna áberandi. Gollurhúss- og hjartavöðvabólga getur verið til staðar. Næst tekur við hægbráða (subakút) stigið sem nær frá 11. til 21. dags. Hitinn lækkar og liðeinkenni koma fram. Aberandi flögnun á húð hefst í kringum 14. dag og er hún langoftast á mótum góms og naglar en getur verið víðar, s.s. á perineal svæði. Batastigið kemur siðast og hefst það frá og með 21. degi. Æðagúlar á kransæðum verða greinanlegir við ómun og önnur einkenni frá hjarta, s.s. hjartadrep, geta gert vart við sig. Liðbólgur og fjölgun blóðflagna haldast oft lengi en önnur einkenni sjúkdómsins hverfa smám saman. Niðurstöður rannsókna: Eru ósértækar. Oftast sést blóðleysi, fjölgun blóðflagna (yfirleitt seint) og hvítra blóðkorna með vinstri hneigð. S-amylasi, sökk og CRP getur hækkað. Oft sjást hvít blóðkorn (hjá 75% á I. viku) og prótein í þvagi, fjölgun frumna í mænuvökva og vægar hækkanir á lifrarprófum (S-GOT, S-GPT). Orsakir: Enn er ekki vitað hver orsök Kawasaki sjúkdóms er en margt þykir benda til þess að um smitsjúkdóm sé að ræða. Sjúkdómurinn sést t.d. nær aldrei hjá nýburum, tíðnin vex síðan með aldri, nær hámarki um 2ja ára aldur og lækkar síðan smám saman til 5 ára aldurs. Svipaða sögu er að segja um marga smitsjúkdóma barna. Þar að auki benda ýmis einkenni, s.s. hálsbólga, eitlastækkanir á hálsi og bólga í öndunarfæraslímhúð, miðtaugakerfi, æðakerfi, liðum og húð, til þess að um sýkingu sé að ræða. Ekkert bendir hins vegar til að sjúkdómurinn smitist á milli einstaklinga. Þess vegna má telja líklegt að ef bakteríur og veirur eru orsakavaldar sjúkdómsins, sé það vegna toxína sem þær framleiða, en einnig gæti hugsast að ónæmissvar líkamans gegn þeim sé afbrigðilegt.(3). Fjöldi veira og baktería hefur verið LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.