Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 28
Brot á handarbeinum og liðáverkar á höndum Tryggvi Þorsteinsson læknir Brot á handarbeinum (fingurkjúkum og miðhandarbeinum) eru meðal algengustu beinbrota og nema um 25% af heildarfjölda allra brota hjá börnum, og um 21% allra brota hjá fullorðnum. Hjá börnum er epiphysubrot á nærkjúku fingranna algengasta gerð brota og koma helst fyrir í sambandi við íþróttaiðkanir og boltaleiki. Hjá fullorðnum eru fingurbrot algeng af völdum véla og verkfæra. Brot á handarbeinum er oft hægt að rétta og festa án skurðaðgerðar og innri festingar en þegar um brot í liðfleti og óstabil brot er að ræða, þarf venjulega að lagfæra það og festa því síðan með innri festingu. Skurðaðgerðir á fingrum eru vandasamar og alltaf er hætta á örmyndun og samvöxtum í aðliggjandi vefjum, sem trufiað getur hið ná- kvæma samspil beygi- og réttisina fingranna og þannig leitt til hreyfiskerðingar. Aðgerðir á handarbeinsbrotum má yfirleitt framkvæma í góðri deyfingu eins og t.d. axillar deyfingu. Við deyfingar á fingrum er heppilegast að deyfa taugastofninn í fingurfitinni. Aldrei skal nota Adrenalin við fingurdeyfingu. Arang- ur af fingurbrotaaðgerðum er bestur sem fvrst eftir slysið. Þegar taka þarf ákvörðun um hvort fara eigi út í vandasamar skurðaðgerðir, þarf að taka tillit til aldurs, starfs og rétthendis. Meta þarf ástand mjúkparta, blóðflæði og lífvænleika umliggjandi vetja og gera þarf neurologiska rannsókn. Rtg.rannsóknir eru mikils virði við öll handarslys, en auk mynda í frontalplani og hliðarplani er oft nauðsynlegt að fá skámyndir. Gæta þarf sérstaklea að Grænviðarteinungs- brotum, epiphysubrotum, liðskekkjum (subluxation) og brotum í liðfleti. Hjá börnum er til mikilla þæginda að fá samanburðarmyndir af heilbrigðu höndinni. Brot á metacarpalbeinum II-V. Þessi brot eru algeng hjá fullorðnum, einkum körl- un en sjaldgæf hjá börnum. Brot um basalhluta eru yfirleitt stabil, nema á I. og V. miðhandarbeini. Brot á basalhluta II - IV miðhandarbeins má því venjulega gipsa inn án aðgerðar. Brot í gegnum basal-liðflöt á V. miðhandarbeini eru oft óstöðug og valda þá stallmyndun á liðleti líkt og við Bennetsbrot. Ef ekki er aðgert leiðir þetta til slitbreytingar og veldur óhjákvæmilega verkjum. Þessi brot þarf því að leiðrétta, og með hjálp skyggnimagnara má yfirleitt fá góða brotstöðu og festa brotinu með K-vír án þess að skera inn á brotið. Skaftbrot á miðhandarbeinum geta verið skábrot, spírallaga brot eða þverbrot. Þverbrot skekkjast venjulega með hornskekkju sem opin er lófalægt, sem stafar af togi frá interosseal-vöðvum. Skábrot og spiralbrot geta valdið styttingu og snúningsskekkju. Lítils háttar stytting þarf ekki að koma að sök en grói miðhandarbein með snúningsskekkju, kemur sama skekkja fram á fingrunum og er til mikilla óþæginda við beygingu á þeim. Þverbrot er oft hægt að rétta og veita nægilegan stöðugleika í gipsumbúðum án innri festingar. Sum skábrot er líka hægt að gipsa beint inn en ef um snúningsskekkju er að ræða þarf oft að fríleggja brotin og festa þeim með cerclage vír, skrúfum eða K-vírum sem ýmist má setja inn í axial stefnu en líka má setja í, í þverstefnu í aðliggjandi miðhandarbein. 26 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.