Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 65
SAMBAND UNDIRFLOKKA IgG OG OPSONERINGAR PNEUMOKOKKA FYRIR OGEFTIR BóLUSETNINGU HEILBRIGÐRA Utdráttur úr BS fyrirlestri Elínborgar Bárðardóttur INNGANGUR Streptococcus Pneumoniae er algeng orsök bakterial lungnabólgu. Talað er um að árlega greinist u.þ.b. 150-550 þúsund tilfella pneumokokka lungnabólgu í N-Ameríku. Samkvæmt nýlegri rannsókn á Lsp greindust á einu ári 91 tilfelli lungnabólgu og þar af voru 36% af völdum pneumokokka. Dánartíðni í hópi þeirra sem hafa pneumokokka lungnabólgu og blóðsýkingu er há eða allt að 30-40% þrátt fyrir nútíma lyfja- og gjörgæslumeðferð. Gamalt fólk og lasburða og sjúklingar með ýmsa langvinna sjúkdóma eru líklegri til að sýkjast af völdum pneumokokka og farnast venjulega verr en heilbrigðum. Áhugi manna hefur því beinst að varnarkerfi líkamans og þeim möguleika að bólusetja fólk gegn pneumokokkum. Varnir gegn pneumokokkum byggjast m.a. á öndunarþekjunni sem er hindrun sem bakteríur verða fyrir í efri loftvegum. I lungum koma einnig til sérstakar átfrumur þ.e. alveolar machrophagar og fleygkjama átfrumur sem og staðbundin mótefni sem hvetja til bakteríudráps. Mikilvægasta vörn líkamans gegn pneumokokkum fyrir utan staðbundnar varnir efri loftvega og lungna er þó fyrst og fremst sértæk IgG mótefni í sermi. Bóluefni gegn pneumokokkum kom á markað á áttunda áratugnum. Bóluefnið sem mest er notað í dag inniheldur fjölsykrungra 23 gerða pneumokokka en að minnsta kosti 83 gerðir eru þekktar. Mismunur þeirra byggir á mismunandi fjölsykrungum í úthýði bakteríunnar en þessir fjölsykrungar bakteríunnar eru helstu mótefnavakar hennar. Menn eru ekki á eitt sáttir um notkun og gagnsemi bóluefnisins þó ráðlagt hafi verið að bólusetja þá sem eru í mestri hættu á að sýkjast, þ.e. fólk með ýmsa langvinna sjúkdóma. Bóluefnið hefur verið talið gagnlegt meðal vissra afmarkaðra hópa og rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi meðal heilbrigðra. Virkni bóluefnisins í áhættuhópum virðist þó vera minni og fersaman við minni mótefnasvörun. Ljóst að þörf er á virkara bóluefni og rannsóknir með bóluefni gegn H. influenzae gefa tilefni til bjartsýni en með því að tengja prótein við fjölsykrunga hefur tekist að gera bóluefnið að betri mótefnavaka og um leið virkara og árangursríkara. Vonir standa til að próteintengd pneumokokkabóluefni verði einnig framleidd og þannig náist meiri árangur en með núverandi bóluefni. Mótefnasvörun gegn pneumokokkum er að miklu leyti IgG svörun. Undirflokkar IgG eru fjórir og mismunandi að ýmsu leyti. IgGl er í mestu magni eða u.þ.b. 60-70% af heildar IgG í sermi. IgG2 er 15- 20% og IgG3 og IgG4 einungis örfá prósent af heildar IgG. Bygging undirflokkanna er einnig mismunandi sem og binding þeirra við hvít blóðkorn. Þar.nig hafa IgGl og IgG3 mesta sækni í allar gerðir viðtaka á hvítum blóðkornum auk þess sem þeir ræsa kompliment best sem þýðir að þessir tveir undirflokkar ættu fræðilega að hafa meiri þýðingu í frumuáti LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.