Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 86

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 86
valdar. Annað afbrigði þeirra hefur erfðaefni sem er samskonar og hinna skaðlausu endogen veira. Kallast þessar veirur “non-defective” veirur og eru flestar exogen veiranna í þeim hópi. Þær bera yfirleitt ekki oncogen, en valdi þær krabbameini er það venjulega í mjúkvefjum ( leukemia). Krabbameinsmyndunin tekur þá langan tíma og er veiran latent á meðan. Hitt afbrigði exogen veiranna sker sig úr að því leyti að veirurnar bera oncogen sem hvergi koma við sögu í margföldun veiranna. Þessi oncogen gera veirunni kleift að korna af stað æxlisvexti í frumum dýra á stuttum tíma eftir sýkingu. Þetta eru hinar svokölluðu “acut transforming” veirur (mynd 2). Nokkrir þættir í “lífsferli” retroveira koma mikið við sögu við umbreytingu l'ruma í æxlisfrumu. Stuttu eftir sýkingu er einstranda RNA umritað í tvístranda DNA. DNA þetta er mun lengra en upphatlegt RNA veirunnar vegna sérstakra basaraða á hvorum enda erfðaefnisins sem nefnast “long terminal repeat” (LTR). DNA veirunnar er síðan skrifað inn í erfðaefni frumunnar þannig að LTR raðirnar tengja á milli á báðum endum og myndast þá “proveira” sem situr í erfðaefni frumunnar (mynd 3). Það sem á eftir kemur í margföldun veirunnar er rniðlað af frumunni sjálfri og af hvötum hennar. Veiru RNA er myndað með hjálp RNA polymerasa II sem er ensím sem venjulega hvatar myndun á frumu mRNA. Veiru mRNA getur þá annað hvort verið forskrift fyrir ný veiruprótein eða erfðaefni nýrrar veiru. Einnig skipta ýmis atriði í margföldunarferli retroveira máli fyrir hæfni þeirra til umbreytingar fruma. I fyrsta lagi skrifar veiran sig alltaf inn í erfðaefni frumunnar og er .eftir það föst þar. í öðru Iagi drepur sýkingin ekki frumuna eða hefur áhrif á hæfni hennar til að skipta sér. Þannig getur sýkt fruma haldið áfram að margfalda veiruna en drepst ekki. í þriðja og síðasta lagi vantar sumar veirur hluta af erfðaefni sínu og geta því ekki margfaldast. Hafi slík veira sýkt frumu þarf önnur veira að koma til með þær fyrirskipanir sem vantar til að hægt sé að mynda nýjar veirur. Einnig þarf gallaða veiran að fá lánuð ýrnis prótein svo hún geti skrifað sig inn í erfðaefni næstu frumu og tjáð gen sín þar (sjá síðar). Rous sarcoma veiran er undantekning. Fyrir utan Rous sarcoma veiruna (RSV) eru retroveirur sem geta umbreytt frumu með onco- genum, allar með “gallað” erfðaefni og þurfa hjálp annarrar veiru til margföldunar. RSV hefuröll sín gen til taks auk oncogens (v-src) (mynd 4). Þetta þýðir að fruma sem sýkt er af RSV er umbreytt en RSV RNA R U, U3 R I / \ I III i g°g | pol 1 «" II I I II I lUwi* tromcription J, ond intwgration int»grat*d RSV provtan Cdl DNA R U4 \ !/i ------ pol •m C>« DNA U R U3 \ I / cm- Mynd 4. Erfðaefni Rous sarcoma veirunnar. 84 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.