Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 95

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 95
formaður félagsins fór á stúfana var honum sagt að nú væri um sparnaðarráðstöfun að ræða. Það er í hæsta máti óeðlilegt að kennslusjúkrahús útiloki hluta af þeim nemum, sem stundar þar nám, úr matsal. Má í því tilviki benda á 9. lið 7. greinar samnings Háskólans við Borgarspítalann annars vegar og Landakot hinsvegar, en þar stendur: Læknanemar sem sækja kennslustundir á sjúkrahúsinu eða stofnun í tengslum við það skulu hafa rétt til að kaupa mat í matsal sjúkrahúsins á sama verði og starfsfólk. Formaður hefur rætt við forstjóra og framkvæmdastjóra tæknisviðs Ríkisspítalanna og hafa nú Ríkispítalar loks samþykkt að læknanemar sem komnir eru a.m.k. á þriðja ár fái að kaupa fæði í matsal Landspítala á sama verði og starfsfólk. Þurfa þó þeir 3. og 4. árs nemar sem eru í bóklegu námi á Landspítalanum og ekki eiga einkenniskort að sýna félagskort FL þar til ákveðið verður nánar hvernig framkvæmdin verður. Kcnnslukannanir. Formaður kennslumálanefndar greinir frá þessum málum í sinni skýrslu, en mikil vinna er framundan hjá kennslumálanefnd við að ákveða hvernig kennslukönnun hæfi best fyrir Læknadeild. Sjálfsagt er að læknanemar fari fram á að hafa allar niðurstöður aðgengilegar og standi fast á sínu ! Erfitt er að skilja af hverju niðurstöðurnar ættu að vera leyndarmál. Hepatitis B. Nokkur tími er nú liðinn síðan farið var að bólusetja valda hópa starfsfólks á spítölum gegn lifrarbólguveiai B. Almennt hefur læknanemum ekki staðið til boða slík bólusetning. Einstaka læknanemar hafa hins vegar óskað eftir slíkri bólusetningu og jafnan verið vel tekið. Félag læknanema taldi það tímabært í vetur að allir læknanemar ættu þess kost að vera bólusettir, enda hljóta þeir að teljast útsettir fyrir smiti í námi sínu. Væri þessi bólusetning um Ieið kjörið tækifæri til að kanna bólusetningastatus sérhvers læknanema og bæta úr þar sem á skortir. Ritari FL sendi deildarforseta bréf þar sem farið var fram á bólusetningu læknanema áður en þeir fara út í klíníska vinnu. Nú liggur bréfið hjá Sigurði B. Þorsteinssyni dósent og sérfræðingi í smitsjúkdómalækningum, en hann er formaður Sýkingavarnanefndar Ríkisspítala. Það sem stendur í vegi fyrir þessari framkvæmd er spurningin um hver bera skuli kostnað af slíkum bólusetningum. í því sambandi beinast spjótin þó helst að Ríkisspítölunum. Hagsmunanefnd. Ýmsar hræringar eru nú í málum aðstoðarlækna. Færri kandidatar útskrifast en áður og þar af leiðandi fækkar aðstoðarlæknum. Uppi eru hugmyndir um breytingar á aðstöðu og aðbúnaði aðstoðarlækna og almennt er talin nauðsyn á því að skilgreina starf þeirra betur. Tillögur eru um framhaldsmenntun og heyrst hafa raddir um héraðsskyldu ! Nauðsynlegt er fyrir læknanema að fylgjast grannt með þróun þessara mála. I þessu sambandi er það tillaga stjómar að stofnuð verði hagsmunanefnd sem hefur það hlutverk að annast tengsl við FÚL (Félag ungra lækna) og miðla upplýsingum til læknanema af þeim vettvangi. Kynningarmynd læknadeildar. Fyrir tveimur árum var Háskólinn að vinna að gerð heimildarmyndar um allar deildir skólans. Var þá hafist handa við gerð kynningarmyndar um Læknadeildina og unnu fjórir læknanemar ásamt Sigurði Sigurjónssyni að handriti um sumarið 1988. Síðan gerðist ekkert meir. í vor hafði síðan Stöð 2 samband við Iæknanema og tilkynnti að myndin yrði á dagskrá 24. maí og því best að drífa í þessu. Framleiðendur og Ieikarar myndarinnar voru þá í prófum og má vera að hún beri vissan keim af því. Myndin mun vera í léttara lagi en okkur var sagt að kynna deildina frá okkar sjónarhorni. Þess ber að geta að myndin var ekki unnin í samráði við Læknadeild og ber hún því enga ábyrgð á gerð hennar. Hægt er að fá lánuð eintök til skemmtunar eða fróðleiks hjá stjómarmönnum. Opiðhús. I mars 1990 var haldin í Þjóðarbókhlöðunni kynning á ýmsum deildum Háskólans og öðrum sérskólum. Páll Matthíasson tók sér það fórnfúsa starf fyrir hendur að vera fulltrúi okkar læknanema í undirbúningnum. Síðan skiptust hann og Ágúst Sverrisson, ritari Félags læknanema, á að sitja í bás og lokka að fríðar stúlkur og jafnframt kynna Læknadeild. LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.