Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 57
Garnahengishaull Valur Þór Marteinsson og Shree Datye, læknar ÚTDRÁTTUR Garnastífla (ileus, obstructio intestinalis) er alvar- legur og tiltölulega algengur sjúkdómur, sem krefst nákvæmrar og tímabærrar sjúkdómsgreiningar, ef komast skal hjá fylgikvillum. Algengustu orsakir smáþarmastíflu eru samvextir eftir fyrri skurðaðgerð- ir, ytri haular (hernia externa), æxli og bólgusjúk- dómar í þörmum. Lýst er sjúkratilfelli þar sem garnastífla átti rætur að rekja til ops (gats) í garna- hengi (mesenterium) og því er um að ræða svokall- aðan innhaul (hernia interna). Sjúkdómsgreining, líffærameinafræði, orsök og meðferð er rædd. Hingað til hefur einungis 139 tilfellum verið lýst í erlendum læknisfræðitímaritum (3), en garnahengis- haul hefur ekki áður verið lýst í íslenskum læknisfræðitímaritum. LYKILORÐ Garnahengishaull, smáþarmastífla. INNGANGUR Garnastífla er alvarlegur og tiltölulega algengur sjúkdómur, sent krefst viðeigandi meðferðar á réttum tíma og þá annað hvort biðmeðferðar (conservative treatment) eða skurðaðgerðar. Garnastífla af völdum innhauls er fátíð og vandasöm í sjúkdómsgreiningu og meðferð (1-4). Innhaul má skilgreina sem framskögun líffæris (yfirleitt þarms) inní poka eða op í iðraskinu (peritoneum viscerale) í mótvægi við ytri haul (hernia externa), sem skagar út í gegnum op á ytri kviðvegg og sem dæmi má nefna nára- og lærhaul, punghaul og uppmagaálshaul (hernia inguinalis, femoralis, scrotalis, epigastrica). Innhaular hafa verið flokkaðir annars vegar sem haular aftan lífhimnu eða skinu (retroperitoneal) þar sem haulopið er myndað af lífhimnufellingu og eigin- legur haulpoki (saccus herniae) er til staðar og hins vegar haular þar sem glufa eða gat er innan lífhimnuholsins í netju (omentum) eða hengi (mesenterium) og líffæri geta skotist í gegnum (1). Þá síðarnefndu má nefna falska þar sent enginn eiginlegur haulpoki er til staðar og flokkast garnahengishaular innan þess hóps. Innhaular eru sjaldgæf, en mikilvæg orsök garna- stfflu og greinast nærri undantekningarlaust aðeins við könnunarskurð á kviðarholi (laparotomia explorativa) vegna óútskýrðra kviðverkja eða gruns um garnastíflu (1-3). Auk sjálfheldu (incarceratio) og kreppu (strangulatio) getur garnasnúningur eða garnaflækja (volvulus) orðið á hinum innklemmda þarmi (1,2). Innhaulun gegnum garnahengi hefur verið gerð góð skil af öðrum (2-4), en við viljum bæta við einu tilfelli, sem er hið fyrsta hjá okkar deild. Garnahengishaul hefur ekki áður verið lýst í íslenskum læknisfræðitímaritum, en lýst hefur verið smáþarmsstíflu af völdunt glufu í breiðfellingu legs sem og telst til innhaula (5). Það er von höfunda að greinin gefi nokkra innsýn og hugmynd um innhaula og garnastíflu af þeirra völdum. SJÚKRATILFELLI Um er að ræða 36 ára gamla konu er hafði þjáðst síðustu 3 klst. af nagandi uppmagaálsverk, sem hófst skyndilega og leiddi aftur í bak. Verkurinn, sem var stöðugur og sveiflukenndur, skánaði ef sjúklingurinn lá kyrr. Sjúklingur hafði hvorki ógleði né uppköst og hafði síðast eðlilegar hægðir fyrir einum og hálfum sólarhring og leysti vind rétt fyrir komu á LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.