Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 61

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 61
Björg Þorsteinsdóttir Lausnaleit í læknanámi Problem Based Learning Kennslufræðilegt hugmyndakerfi sem byggir á lausnaleit, svonefnt Problem-based Learning (PBL) hefur rutt sér rúms í læknamenntun síðustu tíu árin en var fyrst kynnt fyrir um þrjátíu árum síðan. Þeim skól- um fjölgar stöðugt sem byggja kennslu sína á þessari aðferðafræði. McMasterkólinn í Kanada er Alma Mat- er í beitingu PBL frá lokum sjöunda áratugarins en í Evrópu er háskólinn í Maastricht, Hollandi talinn sá fremsti í þróun og beitingu þessarar kennsluaðferðar. Greinarhöfundur dvaldist nýverið í þrjá mánuði við nám í Maastricht til að kynnast þessari aðferðafræði. Námskráin í Maastricht verður hér notuð til að kynna meginaðferðir PBL og þá hugmyndafræði sem að baki liggur. HVAÐ ER PBL PBL-kerfið byggir á lausnaleit sem undirstöðu í þekkingaröflunar og þjálfunar læknanema. Raunveru- leg dæmi og verkefni mynda kjarnann í náminu og stýra þekkingarleit nemandans. Ahersla er lögð á: • ábyrgð og áhuga nemandans á eigin námi • lausnaleit þar sem nemendur öðlast færni til að takast á við raunveruleg tilfelli • námsmat sem byggir á heildarframförum í stað prófa í einstökum námsgreinum • þjálfun í verklegri færni Með þessum hætti er tekist á við algeng vandamál í hefðbundinni kennslu sem lúta bæði að kennurum og nemendum. Þátttaka stúdenta í kennslustundum verð- ur virkari og áhuginn meiri. Nálgun í námskrárgerð og Björg Þorsteinsdóttir, Inknanemi við undirbúning kennara verður heildræn og þeir þjálf- ast við að koma efninu til skila á skýran og einfaldan hátt. Námstíminn nýtist betur í virkri þekkingarleit og það dregur úr tímatapi vegna illa undirbúinna fyrir- lestra og vegna óhjákvæmilegra endurtekninga við yfir- ferð í mismunandi fögum sem alltaf getur komið fyrir í hefðbundinni kennslu. Það dregur úr samkeppni sér- hæfðra fagsviða um athygli nemenda þar sem það vandamál sem fengist er við hverju sinni skammtar sér- hæfinguna. Unglæknirinn verður því betur í stakk bú- inn að leita uppi og velja af kostgæfni það efni sem hann þarfnast til að leysa viðfangefni í starfi og við- halda kunnáttu sinni. Með þessum hætti er dregið úr erfiðleikum sem margir lenda í við að nýta sér þekk- ingu sína í starfi þegar skólanum sleppir. KENNSLUFRÆÐIN OG PBL Arangursríkt nám byggir á þremur grundvallarþátt- um. Nýr fróðleikur er tengdur því sem áður hefur ver- ið lært. Þannig ákvarðar þekkingargrunnur og aðgengi að honum í langtímaminninu þann skilning sem lagð- ur er í nýtt námsefni (Rumelhart & Orthony, 1977). I öðru lagi byggir fljótvirk framköllun minnisatriða á því að skrá vísbendingar í langtímaminnið jafnhliða þeim fróðleik sem síðar þarf að kalla fram (Tulving & Thompson, 1973). Vandamálin ogverkefnin í PBLeru þannig vísbendingarnar sem veita aðgang að þeirri þekkingu sem nemandinn viðar að sér í náminu. Þeim mun líkari sem viðfangsefnin eru í námi og starfi þeim mun auðveldara er að framkalla þau minnisatriði úr náminu sem nýtast til að takast á við framtíðarstarfið. I þriðja lagi er mikilvægt að ræða og vinna út frá nýjum upplýsingum til að festa þær betur í minni og dýpka skilning á viðfangsefninu (Anderson & Reder, 1979). LÆKNANEMINN 59 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.