Læknaneminn - 01.04.1997, Page 61
Björg Þorsteinsdóttir
Lausnaleit í læknanámi
Problem Based Learning
Kennslufræðilegt hugmyndakerfi sem byggir á
lausnaleit, svonefnt Problem-based Learning (PBL)
hefur rutt sér rúms í læknamenntun síðustu tíu árin en
var fyrst kynnt fyrir um þrjátíu árum síðan. Þeim skól-
um fjölgar stöðugt sem byggja kennslu sína á þessari
aðferðafræði. McMasterkólinn í Kanada er Alma Mat-
er í beitingu PBL frá lokum sjöunda áratugarins en í
Evrópu er háskólinn í Maastricht, Hollandi talinn sá
fremsti í þróun og beitingu þessarar kennsluaðferðar.
Greinarhöfundur dvaldist nýverið í þrjá mánuði við
nám í Maastricht til að kynnast þessari aðferðafræði.
Námskráin í Maastricht verður hér notuð til að
kynna meginaðferðir PBL og þá hugmyndafræði sem
að baki liggur.
HVAÐ ER PBL
PBL-kerfið byggir á lausnaleit sem undirstöðu í
þekkingaröflunar og þjálfunar læknanema. Raunveru-
leg dæmi og verkefni mynda kjarnann í náminu og
stýra þekkingarleit nemandans.
Ahersla er lögð á:
• ábyrgð og áhuga nemandans á eigin námi
• lausnaleit þar sem nemendur öðlast færni til að
takast á við raunveruleg tilfelli
• námsmat sem byggir á heildarframförum í stað
prófa í einstökum námsgreinum
• þjálfun í verklegri færni
Með þessum hætti er tekist á við algeng vandamál í
hefðbundinni kennslu sem lúta bæði að kennurum og
nemendum. Þátttaka stúdenta í kennslustundum verð-
ur virkari og áhuginn meiri. Nálgun í námskrárgerð og
Björg Þorsteinsdóttir, Inknanemi
við undirbúning kennara verður heildræn og þeir þjálf-
ast við að koma efninu til skila á skýran og einfaldan
hátt. Námstíminn nýtist betur í virkri þekkingarleit og
það dregur úr tímatapi vegna illa undirbúinna fyrir-
lestra og vegna óhjákvæmilegra endurtekninga við yfir-
ferð í mismunandi fögum sem alltaf getur komið fyrir
í hefðbundinni kennslu. Það dregur úr samkeppni sér-
hæfðra fagsviða um athygli nemenda þar sem það
vandamál sem fengist er við hverju sinni skammtar sér-
hæfinguna. Unglæknirinn verður því betur í stakk bú-
inn að leita uppi og velja af kostgæfni það efni sem
hann þarfnast til að leysa viðfangefni í starfi og við-
halda kunnáttu sinni. Með þessum hætti er dregið úr
erfiðleikum sem margir lenda í við að nýta sér þekk-
ingu sína í starfi þegar skólanum sleppir.
KENNSLUFRÆÐIN OG PBL
Arangursríkt nám byggir á þremur grundvallarþátt-
um. Nýr fróðleikur er tengdur því sem áður hefur ver-
ið lært. Þannig ákvarðar þekkingargrunnur og aðgengi
að honum í langtímaminninu þann skilning sem lagð-
ur er í nýtt námsefni (Rumelhart & Orthony, 1977). I
öðru lagi byggir fljótvirk framköllun minnisatriða á því
að skrá vísbendingar í langtímaminnið jafnhliða þeim
fróðleik sem síðar þarf að kalla fram (Tulving &
Thompson, 1973). Vandamálin ogverkefnin í PBLeru
þannig vísbendingarnar sem veita aðgang að þeirri
þekkingu sem nemandinn viðar að sér í náminu. Þeim
mun líkari sem viðfangsefnin eru í námi og starfi þeim
mun auðveldara er að framkalla þau minnisatriði úr
náminu sem nýtast til að takast á við framtíðarstarfið. I
þriðja lagi er mikilvægt að ræða og vinna út frá nýjum
upplýsingum til að festa þær betur í minni og dýpka
skilning á viðfangsefninu (Anderson & Reder, 1979).
LÆKNANEMINN
59
1. tbl. 1997, 50. árg.