Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Á þessum tíma árs eru bændur um land allt að uppskera eftir annir vorverkanna. Misjafnt tíðarfar á landinu hefur sett svip sinn á uppskeru í magni og gæðum. Á austan- og norðanverðu landinu hafa bændur verið heldur fyrr að uppskera af túnum sínum og ökrum en sunnan heiða eftir ansi blautt og kalt vor og eru því heldur seinni með sína uppskeru en undanfarnar tvær vikur hafa gert heilmikið og þeir bændur eru því komnir fulla ferð áfram í sínum verkum. Ég vona að bændur verði sæmilega settir með afurðir til vetrarins en það verður fróðlegt að fylgjast með kornvexti þegar kemur að uppskerutíma á þeim afurðum, þar sem margir hafa stokkið á „kornvagninn“ og nýtt sér fyrirframgreiðslu sem matvælaráðherra lagði til á vordögum. Samtals fá 48 bú fyrirframgreiðslu sem samanlagt eru með 1.048 hektara lands í kornrækt. Afurðaverð Mikið hefur verið rætt um afurðaverð til bænda undanfarin misseri. Þar hafa Bændasamtökin mestar áhyggjur af framleiðslu á nautakjöti þar sem þróun verðlags á afurðum til bænda hafa ekki staðið undir þróun á framleiðslukostnaði, en einnig hefur magn innflutts nautakjöts aukist verulega. Það sem af er ári er vöxturinn á heildarmarkaðinum rúmlega 4% ef innflutningur er leiðréttur fyrir beini. Þegar hlutföllin eru skoðuð nánar sést að innlend sala hefur dregist saman um tæp 9,5% á meðan innflutningur nautakjöts hefur aukist um rúmlega 60% þessa fyrstu 5 mánuði ársins borið saman við fyrstu 5 mánuði ársins 2022. Þessi staða er verulegt áhyggjuefni, sérstaklega þar sem mikið hefur verið rætt um fæðuöryggi og nauðsyn þess að vera sjálfbær í framleiðslu landbúnaðarafurða. En hvað er til ráða? Ráðherra hefur gefið skýr skilaboð um að ekki verði um frekari stuðning við framleiðslu við endurskoðun búvörusamninga. Þá er einnig beðið eftir upplýsingum frá ráðherra utanríkismála hver staða endurskoðunar á samningi við Evrópusambandið sé um innflutningskvóta eftir útgöngu Breta úr sambandinu, þar er ekki mikið að frétta. Ef til vill er best að bíða eftir loforðaflaumnum þegar kemur að næstu kosningabaráttu. Bændafundir Við hlökkum til að taka samtalið um okkar helstu áherslu mál nú seinni partinn í sumar en þá er á dagskrá fundaröð stjórnar og starfsfólks Bændasamtakanna með bændum en fyrsti fundur verður þann 21. ágúst næstkomandi. Hvet ég alla bændur til að kynna sér fundarstaði og tíma og vona ég að við sjáum sem flesta dagana 21. ágúst til 25. ágúst. Njótið sumarsins! LEIÐARI Slump Á dögunum sá ég mynd frá garðyrkjubónda sem sinnti kúrbítsplöntum í gróðurhúsi. Finna má þennan íslenska kúrbít í matvöruverslunum einstaka sinnum á ári. Slíkar vörur heyra hins vegar til undantekninga. Það er vegna þess að það borgar sig ekkert sérstaklega fyrir garðyrkjuframleiðanda að rækta kúrbít hér á landi. Sem er í raun skrítið, því kúrbítur er tiltölulega auðveldur í ræktun. Þrátt fyrir að vera harðgerð og gefandi planta krefst ræktun kúrbíts talsverðrar orku og vinnu. Hún er ekki hagstæð vara til massaframleiðslu. Að minnsta kosti er enginn hér sem skilgreinir sig sem kúrbítsbónda. Hins vegar eru til tómatabændur og gúrkubændur. Þeir njóta svokallaðra A styrkja í búvörusamningum sem þýðir að þeir fá nokkuð hærra verð fyrir hvert kíló en bóndinn sem framleiðir kíló af kúrbít. Kúrbítur, ásamt reyndar öllu öðru en tómat, gúrku og papriku, nýtur svokallaðra B styrkja. A styrkjapotturinn er 290 milljónir króna í ár og B styrkir eru samtals 37 milljónir króna. Þessu er svo skipt hlutfallslega milli framleiðenda, eftir magni. Eftir því sem meira er framleitt, því lægri krónutala dreifist út á hvert framleitt kíló. Þar sem framleiðslukostnaður og uppskerumagn getur verið misjafnt er enginn fyrirsjáanleiki til staðar. Garðyrkjuframleiðendur þurfa því að slumpa á launin sín. Í fyrra voru flutt hingað inn 247 tonn af ferskum kúrbít. Langstærsti hluti magnsins kom frá Spáni og Hollandi. Meðalkílóverð innflutningsvörunnar var um 250 kr. Evrópuríki styrkja öll grænmetisræktun á sínum heimaslóðum. Almennt er talið mikilvægt út frá fæðuöryggi þjóðar og heilsuvernd íbúa að til staðar sé aðgengilegur og hollur matur fyrir samfélagið. Endurspeglast það helst í því að minna en 10% af þeim matvælum sem framleidd eru í heiminum rata á heimsmarkað. Stuðlað er að innanlandsframleiðslu í formi stuðnings sem getur svo verið eins misjafn og löndin eru mörg. Samkvæmt kerfinu hér er hvetjandi að færri framleiði minna magn af takmörkuðu vöruframboði. Þessu vilja garðyrkjubændur breyta. Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda, segir að fallega sé talað um garðyrkjuna hjá stjórnvöldum hér á landi en orðunum fylgir enginn raunverulegur áhugi eða tillögur að beinhörðum aðgerðum garðyrkjuframleiðslunni til vaxtar. „Þegar núverandi ríkisstjórn tók við var hluti af samstarfssáttmála stjórnarflokkanna að stórauka framleiðslu á innlendu grænmeti með föstu „niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga“. Þessi yfirlýsing ásamt auknum stuðningi við garðyrkjuna sem heitið var í endurskoðun árið 2020 gáfu bændum tilefni til bjartsýni, en núna, þegar kjörtímabilið er tæplega hálfnað, virðist ljóst að aukinn stuðningur ríkisstjórnarinnar við garðyrkju eru bara orðin tóm. Stjórnarsáttmálinn og fjárhagsáætlun næstu ára segi annað. Verðbólga, gríðarlegar kostnaðaraukningar og hverfandi tollvernd hafa étið upp alla aukningu í stuðningi og það rúmlega. Endurskoðun á búvörusamningi garðyrkjunnar er því í raun engin þar sem lítið er að ræða, þar sem ekki stendur til að fara í neinar stórar breytingar á samningnum né að bæta fjármagni í hann.“ Axel undirstrikar að ef raunverulegur vilji stjórnvalda standi til þess að auka innlenda grænmetisframleiðslu þurfi að gera betur, enda sé ekki endalaust hægt að velta auknum kostnaði yfir á neytendur. „Grænmeti má ekki verða að slíkri lúxusvöru að neyslan dragist saman, svo ekki sé minnst á aukna sjálfbærni, bætta lýðheilsu og minni kolefnislosun sem allt fellur vel að aukinni grænmetisframleiðslu.“ Axel hvetur bændur til þess að mæta og láta í sér heyra á bændafundum sem fara fram víða um land í ágúst. Hvernig getum við ræktað sem mest af fersku fjölbreyttu grænmeti hér á landi, þannig að framleiðendur fái mannsæmandi tekjur og neytendur fái sanngjarnt verð? Þurfum við virkilega að slumpa á styrkveitingu miðað við framleiðslukostnað eða getum við komið okkur niður á lausn, heilsu okkar og umhverfi til bóta? Hvernig getur ungi kúrbítsræktandinn gert það að atvinnu sinni að útvega matvöruverslunum íslenskan kúrbít allan ársins hring? /ghp Léttleikandi sumarstemning Mynd úr safni Bændasamtakanna sem sýnir heykögglaverksmiðju. Á bakhliðinni stendur: „Mýrdalsfóður 1987. Færiband flytur heybagga inn í færanlega fóðuriðjuna.“ Rekstur Mýrdalsfóðurs hf. hófst um áramótin 1984-85 undir stjórn Jóhannesar Kristjánssonar. Vegna riðuvarna voru miklar hindranir á flutningi verksmiðjunnar milli landshluta. Ekki fengust nægjanleg verkefni á því afmarkaða landsvæði sem hún fékk að starfa á og varð Mýrdalsfóður gjaldþrota árið 1990. Mynd / Úr safni Bændasamtakanna. GAMLA MYNDIN Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.