Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 STEINHELLA 4, HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 837 7750 INFO@BILXTRA.IS kr425,000 KERRUR Á HAGSTÆÐUM VERÐUM! BILXTRA.IS kr950,000 kr,000 kr1,450,000 jafngildir um 27 milljarða íslenskra króna. Í dómskjölum kemur fram að Cody sé haldinn alvarlegri spilafíkn. Hann fann sig elta uppi tapið sitt í markaðsbraskinu þar sem hann sannfærði sjálfan sig um að það væri í lagi að „taka lán“ hjá Tyson. Hann hefði kannski getað komist upp með þetta lengur ef ákveðinn heimsfaraldur hefði ekki skorist í leikinn. Covid felldi svikamyllu Codys Heimsfaraldur Covid kom hörmu- lega niður á íbúum Bandaríkjanna en tala látinna þar er komin yfir milljón manns. Eitt af fyrstu stóru hópsmitum landsins var rakið til kjötpökkunar- stöðvar Tyson. Hafði það veruleg áhrif á framleiðslukeðjuna alveg niður til frumframleiðenda. Því þegar kálfur fæðist er þegar ákveðið hvaða dag honum verður slátrað. Ferlið er líkt og færiband sem gengur eins og klukka, sem er hönnuð svo kjötvinnslan geti unnið stöðug allt árið við fulla framleiðslugetu. Tyson fékk undanþágur til að halda áfram framleiðslu sinni þegar flest önnur fyrirtæki þurftu að hægja á í heimsfaraldri. En uppi varð fótur og fit vegna hópsmits og þá þurftu stjórnendur að skoða birgðahaldið sitt í aðfangakeðjunni. Haustið 2020 skoðuðu þeir hversu margir nautgripir væru í bókunum á búgarði Cody Easterday. Verðmætin voru skráð um 300 milljón dollara af nautgripum. Það var mun stærri hjörð en þeir bjuggust við. Því var maður sendur á vettvang til að athuga með gripina en sá greip í tómt. Miðað við fjölda rétta sem hjarðir voru geymdar í var engin leið til að stemma fjöldann af. Að kvöldi mánudagsins 30. nóvember 2020 hringdi útsendarinn í framkvæmdastjóra Tyson. Hvernig getur svo stór aðili, sem framleiðir 2% af kjöti fyrir Tyson, einnig verið að svindla stórfellt á viðskiptavini sínum? Tyson og Easterday voru bundnir viðskiptaböndum. Tyson vildi stöðugt framboð af nautakjöti og Easterday útvegaði það. En nú var viðskiptasambandið í uppnámi. Tyson-menn flugu drónum yfir landareign Codys og töldu nautgripi í þeirra uppeldi. Reyndin var að 265.000 skepnur sem þeir voru að greiða Easterday fyrir voru ekki sjáanlegar. Cody játaði um leið og upp komst um svikin. Stuldurinn nam 244.031.132 dollurum og ljóst að fjölskylduveldið færi í gjaldþrot. Cody Easterday var dæmdur í ellefu ára fangelsi í október síðastliðnum og situr nú bak við lás og slá. Frjór jarðvegur í heilagar hendur Þessi merkilega frásögn Anne King um draugahjörð Easterday dregur einnig fram afar athyglisverða vinkla er varðar jarðnæði. Með falli fjölskylduveldisins misstu þau einnig tangarhaldið af verðmætu ræktunarlandi. Í Ghost Herd er fjallað um eignarhald á landbúnaðarsvæðum Bandaríkjanna. Kemur þar m.a. fram að 40% landbúnaðarlands sé í eigu fólks sem er yfir 65 ára að aldri og talið er að um þriðjungur ræktarlands Bandaríkjanna muni skipta um eigendur á næstu 15 árum. Easterday var skipað að selja 9.000 hektara land á hinu gjöfula svæði Columbia basin. Svæðið var ekki eingöngu verðmæt eign vegna jarðgæða, heldur einnig vegna vatns. Jörðinni fylgdu nefnilega forgangsvatnshlunnindi. „Vatnsréttindi stjórna vestrænum heimi. Ef þú átt þau, þá græðir þú,“ segir Anne m.a. í þáttunum. Verðmæti landbúnaðarlands mun eingöngu aukast næstu árin, sér í lagi land með aðgangi að vatni, og þetta hafa eignamiklir aðilar skilning á. Þannig er Bill Gates, einn af ríkustu mönnum jarðar, stærsti einstaki eigandi landbúnaðarlands í Bandaríkjunum, en hann á um 100.000 hektara um víða veröld. En milljarðamæringar á borð við Bill eru ekki einir um hituna. Kynnt er til sögunnar Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Trúarstofnunin reynist vera ein af fimm stærstu einstöku eigendum landbúnaðarlands í Bandaríkjunum. Staðhæft er að kirkjan eigi 2% af Flórídaríki. Og viti menn, kirkja bauð hæst í uppboði á landi Easterdays og er nú eigandi þess verðmæta lands á svæði sem kallað hefur verið eitt af matarkistum heimsins. /ghp Bændablaðið kemur næst út 24. ágúst „Vinkona mín hafði kynnst SMOOTHER SKIN & HAIR frá Eylíf og var ég spennt að prófa vöruna. Eftir að hafa tekið inn ráðlagðan dagskammt í nokkrar vikur fór ég að sjá og finna verulegan mun á hárinu mínu. Hárið er orðið mjúkt og meðfærilegt og ný hár að stinga upp kollinum hér og þar um kollinn minn. Ég get því sannarlega mælt með vörunni, SMOOTHER SKIN & HAIR frá Eylíf.“ Ragnhildur Sigurðardóttir PGA golfkennari Hrein íslensk hráefni Framleitt á Grenivík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.