Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Traust og gott samband barns og hests. Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi leggur áherslu á að bæta jafnvægi knapa og hests sem má gera á margan hátt. Á myndinni má sjá Kötlu og Stjörnu stökkva yfir hindrun í ístaðslausri dýnu. LÍF&STARF Í síðasta vísnaþætti birti ég stöku eina eftir ónefndan höfund sem jafnan orti undir skáldanafninu „Sláni“. Engan grun hafði ég um eiginlegt heiti þessa höfundar. Svo berast mér þau gleðilegu tíðindi í bréfstúfi frá Hallgrími Gíslasyni að hið rétta nafn höfundar sé Sigurgeir Þorvaldsson, sem starfað hafi um langt árabil sem lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Hirði hann Hallgrímur ærið þakklæti fyrir upplýsingarnar og ekki síður hitt, hve prúðmannlega hann fletti ofan af fávísi minni. Það hefur mér nefnilega vitnast að Sigurgeir Þorvaldsson var ágætlega þekktur fyrir lipran kveðskap og birst talsvert af kveðskap hans bæði í bókum og blöðum. Til frekari staðfestu á kveðskap Slána birtast hér þrjár liprar vísur meðsendar úr bréfi Hallgríms Gíslasonar: Alltaf líkist e og é, einnig c-ið g-i. Pínulítið p og b par ei d-ið t-i. H-in máttu telja tvö. T-in reynast níu. N-in gera samtals sjö. S-in hálft í tíu. Vísur þessar vinur kær vitið forðum leyndust. Fjórar línur fylltu þær, fjórtán orðin reyndust. Fyrir skömmu setti ég inn á samfélagsmiðil mynd af glænýju strauborði og nýjum straubolta og lét drýgindalega yfir þeim tímamótum í gistiþjónustu okkar hjóna. Björn Ingólfsson, hagyrðingur á Grenivík, var einn þeirra fjölmörgu sem samglöddust mér við þessi tímamót: Nú er Geirhjörtur glaður hinn gestrisni eðalmaður. Með straujárni fín- u strýkur sitt lín „alsæll og uppveðraður“. Mikið gladdist ég við þessa hlýlegu athugasemd Björns, og falaði samstundis þessa listilega gerðu limru til birtingar í Bændablaðsþáttinn. Björn fagnaði hugmyndinni heilshugar: Það er endalaust undir mig hlaðið að því er vandlega staðið. Lífið er dans, það er draumur hvers manns að komast í Bændablaðið. Til ungs manns kvað Jón Bjarnason í Garðsvík: Vaknar fjör í ungum æðum, inn um gluggann sveinninn gáir: Yngismær á Evuklæðum alla sína fegurð tjáir. Dýrleg eins og heiðið háa, himnesk eins og stjörnuglitið, jarðnesk eins og blómið bláa, sem bíður þess að verða slitið. Kunn er mörgum þessi myndræna vísa Jóns frá Garðsvík: Alltaf hef ég ístru þráð, er hún loksins fengin. Lausnarans fyrir læt ég náð lykkju á buxnastrenginn. Nú er nepjukuldi um Norðurland eftir fádæma sumarblíðu. Því fer vel á vísu Valborgar Guðmundsdóttur frá Tungufelli í Breiðdal: Kveða á skjáinn kuldi og regn, kveina strá og runnar. Nepja lífsins næðir gegn um nylon tilverunnar. Og Valborg á einnig þessa tvíræðu vísu: Úti um dimma ágústnótt ýmsar vættir sveima. Börnin sofa blítt og rótt -bóndinn ekki heima. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Reiðskólinn Hestasnilld er í Mosfellsbæ og býður m.a. upp á stutt námskeið þar sem foreldrar og börn eiga gæðastundir með hestinum. Krakkar fara á bak og foreldri teymir, ásamt því að hestarnir eru kembdir og knúsaðir. Oft og tíðum myndast dýrmætt og einstakt samband milli knapa og hests. Hér er hnáta úr reiðskólanum Hestalíf sem er á félagssvæði hestamannafélagsins Spretts. Á Ölvaldsstöðum í Borgarfirði rekur Guðrún Fjeldsted reiðskóla og hestaleigu. Aðal- áherslan eru útreiðar og að hafa gaman í náttúrunni með hestinum þar sem riðið er um í mismunandi landslagi til að auka enn meira jafnvægi knapanna. Myndir / Aðsendar Reiðskólinn í Ysta-Gerði, Eyjafirði, gefur æskunni tækifæri til þess að stunda hestamennsku á ársgrundvelli. Að skjóta með boga er alltaf vinsælt. Hér má sjá Sif Sævarsdóttur skjóta úr kyrrstæðu standandi á hestbaki en einnig er skotið með boganum á ferð. Reiðskóli Reykjavíkur býður upp á skemmtileg reiðnámskeið á sumrin fyrir börn á aldrinum 6–15 ára. Markmiðið er að börnin skemmti sér vel og hafi ánægju af því að kynnast hestamennskunni. Reiðskólar um land allt Á sumrin kviknar líf í reiðskólum víðs vegar um landið þar sem börnum og unglingum gefst tækifæri á að kynnast hestinum og hestamennskunni. Það færist þó í aukana að reiðskólar séu starfandi allan ársins hring en mestur fjöldi barna sækir þó reiðskólana yfir sumartímann. Sumir þátttakendurnir hafa aldrei áður komist í snertingu við hestinn á meðan aðrir eru þaulvanir. Fyrir marga eru reiðskólarnir þeirra fyrstu kynni við hestinn og sinna þeir því mikilvægu hlutverki í nýliðun innan hestamennskunnar. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr starfi reiðskólanna víðs vegar um landið. /þag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.