Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 FRÉTTIR VEIÐISVÆÐI ÓSKAST Vegna mikilla eftirspurna þá köllum við eftir nýjum veiðisvæðum í flóru félagsins. Bæði stöðuvötn og rennandi vatn. Skoðum einnig veiðisvæði á afskektum stöðum. Veiðifélagið Fish Partner er í stöðugum vexti og leitast eftir fleiri samstarfsaðilum um land allt óháð fisktegund og tegund vatnasvæðis. Vinsamlegast hafið samband við Kristján í síma 898 3946 eða á netfangið kristjan@fishpartner.com. Nokkrar umsagnir hafa borist velferðarnefnd Alþingis um þings- ályktunartillögu um ræktun lyfja- hamps og notkun kannabisefna í lækningaskyni sem lögð var fram á vorþingi. Í umsögn Bændasamtaka Íslands kemur fram að samtökin „styðja það meginefni þingsályktunartillögunnar að setja á laggirnar starfshóp til að kanna breytingar á regluverki, sem gera eigi það kleift að hefja rannsóknir á möguleikum til notkunar og hagkvæmni ræktunar slíkra plantna á Íslandi í lækningaskyni“. Í tillögunni fólst að settur yrði á fót starfshópur sem hefði „það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimili fyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfja- hamps til kannabisræktunar og fyrir framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Um verði að ræða fjögurra ára tilraunaverkefni sem hefjist 1. janúar 2024. Heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp þessa efnis fyrir 31. desember 2023.“ Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga mælir ekki með stofnun slíks starfshóps og vísar m.a. til rannsókna, þróunar og íslenskra lyfjalaga og -reglugerða um framleiðslu lyfja. Þá sé vísindalega sannaður ávinningur af notkun kannabis í læknisfræðilegum tilgangi veikur. Hampfélagið fagnar hins vegar þingsályktunartillögunni en gerir þær breytingatillögur að vinnsla lyfjahamps sé ekki einskorðuð við Cannabis Sativa, sem hafi lágt THC-gildi, því þar með takmarkist þau yrki sem hægt sé að nota í framleiðsluna. Jafnframt segir að áríðandi sé að leyfi til að nota lyfjahamp sé ekki takmarkað við ákveðna sjúkdóma. Í greinargerð með tillögunni er vísað til fyrirkomulags hjá Dönum en ræktun lyfjahamps þar er háð leyfi dönsku lyfjastofnunarinnar og landbúnaðarstofnunin umsagnaraðili varðandi landbúnaðarhliðina. Ríkis- lögreglan leggi mat á umsækjendur vegna ræktunarleyfa. Á fimmta tug landa hafa lögleitt kannabis til lækninga að hluta eða fullu. Frestur til að skila umsögnum rann út í maílok en málinu var vísað til velferðarnefndar hálfum mánuði áður. Um er að ræða endurtekna þingsályktunartillögu frá 2022 en svipuð tillaga kom fyrst fyrir þingið 2017. /sá Bændasamtökin styðja frekari athugun Ýmsir vilja að skoðaðir verði möguleikar á Íslandi til notkunar lyfjahamps í lækningaskyni. Mynd / Hayley Zacha Ýruskjótt folald með einkennilega blesu Ýruskjóttur blesóttur kallast litasamsetning þessa fallega folalds. „Hann er eini hesturinn með þessa samsetningu á Íslandi eða brún ýruskjóttur og varblesóttur,“ segir Bríet Auður Baldursdóttir á Akurey 2 í Rangárþingi eystra, einn eigenda folaldsins Prins, sem er með þessa einstöku litasamsetningu. Prins fæddist þann 18. júní síðastliðinn. Litaafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellert ifrá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. Auk Bríetar eru María Brá og Ronja Bella Baldursdætur eigendur Prins. Blesa Prins þykir sérstaklega athyglisverð en þekkist í erlendum hestakynjum og nefnist þar „Badger face“ en hefur ekki sést áður á Íslandi. /mhh Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu. Mynd / Aðsend Hænur í fangelsi Í fangelsinu á Sogni í Ölfusi eru nokkrar hænur, sem fangar og fangaverðir sjá um. Nýlega auglýsti fangelsið eftir nokkrum hænum til viðbótar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir buðu hænur og fór svo að fimm hænur bættust við. „Við heitum nýju hænunum góðum félagsskap og góðu atlæti frá þessum tíu eldri hænum sem við erum með,” segir Baldur Gauti Tryggvason, varðstjóri á Sogni. /mhh Það gefur föngunum á Sogni mikið að fá að sjá um hænurnar og fá góðan félagsskap frá þeim. Hrunamannahreppur: Burt með allan njóla og kerfil Njóli og kerfill voru til umræðu í umhverfisnefnd Hrunamannahrepps á dögunum. Nefndin hefur með sérstakri bókun hvatt íbúa sveitarfélagsins, lóða- og landeigendur til að hreinsa dauðan og illa farinn gróður af lóðum og fjarlægja ágengar gróðurtegundir eins og kerfil og njóla, til að sporna við útbreiðslu. „Fólk er því miður frekar rólegt í að ráðast í þá vinnu að eyða þessum tegundum. Auðvitað eru nokkrir sem eru mjög duglegir og við mættum öll taka þau okkur til fyrirmyndar, t.d. hafa bræðurnir Guðmundur og Sigurður Magnússynir verið ansi duglegir að vinna að því að reyna að uppræta þessar tegundir og þá sérstaklega kerfilinn. Þeir hafa gefið sér tíma til að stoppa hvar sem þeir eru á ferðinni og moka upp brúska með vegum. Það hafa því fleiri en við Hrunamenn fengið að njóta þeirra verka. Nauðsynlegt er að fara í sameiginlegt átak í eyðingu og svo að vinna jafnt og þétt að því að halda þessum tegundum niðri. Við verðum að gera þetta saman, annars tekst þetta ekki,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, formaður nefndarinnar. Halldóru þykir slæmt þegar njóli nær að dreifa sér eins mikið og hann er að gera í Hrunamannahreppi, það sé ekki til mikillar prýði fyrir samfélagið. „Kerfillinn er ansi skæður þar sem hann dreifir sér hratt og yfirtekur jarðveginn og skemmir fyrir öðrum gróðri í kringum sig. Njólinn er ekki eins slæmur með það, en það er með hann eins og kerfilinn að hann er fljótur að dreifa sér og það er mjög slæmt að fá hann í tún og grænmetisgarða því hvorki menn né skepnur vilja éta hann. Best væri auðvitað að finna eitthvert gagn af þessum tegundum og nýta þær. Slæmt er að þurfa að eyða tíma í að útrýma þessum gróðri sem virðist dafna sama hversu leiðinlegt veðurfarið er hjá okkur.“ /MHH Halldóra Hjörleifsdóttir. Landsvirkjun leitar nú að nýjum höfuðstöðvum eftir að mygla greindist í skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) vill að höfuðstöðvarnar verði fluttar á Suðurland. „Stór hluti raforkuframleiðslu landsins fer fram á Suðurlandi og er það ein af niðurstöðum orkunýtingarstefnu sveitarfélaga á starfssvæði SASS 2017-2030 að eðlilegt sé að höfuðstöðvar Landsvirkjunar séu staðsettar þar sem orkuframleiðslan fer fram. Í ljósi þeirrar aðstöðu sem Landsvirkjun er í vegna myglu í höfuðstöðvunum þykir stjórninni ástæða til að vekja athygli fyrirtækisins á þeim augljósa kosti að nýta tækifærið og byggja upp nýjar höfuðstöðvar á Suðurlandi,“ segir Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður stjórnar SASS. Flutningur Landsvirkjunar myndi efla atvinnulíf á Suðurlandi og skapa tekjur fyrir sveitarfélagið þar sem uppbyggingin ætti sér stað. Eftirsóknarverð störf myndu flytjast inn á svæðið, auk þess sem starfsemin yrði meira í tengslum við uppsprettu orkunnar. „Ég er bjartsýn á að stjórn og forsvarsmenn Landsvirkjunar sjái þá möguleika sem felast í frekari uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á Suðurlandi. Mikil gróska og uppbygging hefur átt sér stað í landshlutanum á síðustu árum sem gerir það að enn betri kosti bæði til reksturs og búsetu. Þetta yrðu um 180 störf ef öll starfsemin flytti en samkvæmt auglýsingu Landsvirkjunar þurfa nýjar höfuðstöðvar að vera um 5–6 þúsund fermetrar á 2–4 hæðum og þær þurfa að geta mætt breytilegum þörfum fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma,“ segir Ásgerður. Bjóða Hellu fram Byggðaráð Rangárþings ytra hefur samþykkt að beina því til stjórnar Landsvirkjunar að skoðað verði að höfuðstöðvar fyrirtækisins verði fluttar á Hellu að hluta eða öllu leyti. Fyrirtækið sé í eigu þjóðarinnar allrar og það eigi ekki að vera náttúrulögmál að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu í Reykjavík. /mhh Innviðir: Sunnlendingar vilja höfuðstöðvar Landsvirkjunar til sín Ásgerður K. Gylfadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.