Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Pseudotsuga er lítil ættkvísl a.m.k. sex tegunda sígrænna barrtrjáa af þallarætt (Pinaceae). Fjórar tegundir eru í Austur- Asíu, allar sjaldgæfar, og tvær í vestanverðri Norður-Ameríku. Önnur þeirra síðarnefndu hefur nokkuð verið reynd hérlendis og gæti verið framtíðartré í skógrækt á Íslandi með hlýnandi loftslagi. Nafnaóreiða Nokkuð hefur verið á reiki hvað kalla skuli þessa tegund á íslensku, degli, döglingsvið eða douglas- greni. Því síðasttalda er auðvelt að hafna því grenitegund er þetta ekki. Vísun í konungsheitið döglingur úr fornkvæðunum væri aftur á móti til sóma þvílíkri eðaltrjátegund. Þó virðist sem tillaga Axels Kristinssonar, degli, sé helst að festast í málinu. Það er þjált, stutt og laggott heiti. En víðar er nafnaóreiða á degli en hérlendis. Í fyrsta lagi kemur ættkvíslarheitið Pseudotsuga spánskt fyrir sjónir því það þýðir eiginlega „gerviþöll“. Við sjáum líka erlend heiti á degli sem vísa ýmist til grenis, þallar, furu eða þins – en þó ekki til lerkis, einhverra hluta vegna. Það er nokkuð kostulegt því þróunarfræðilega er það lerkiættkvíslin sem er skyldust degliættkvíslinni af öllum ættkvíslum þallarættarinnar. Margt er skrýtið í kýrhausnum. Heitið degli vísar beint og óbeint til grasafræðingsins skoska, Davids Douglas, sem fæddur var 1799. Douglas er sagður hafa komið fyrstur með deglifræ til Evrópu og vakið á tegundinni athygli. Uppruna latneska tegundarheitisins menziesii má hins vegar rekja til annars skosks grasafræðings sem hét Archibald Menzies og var fæddur hálfri öld fyrr, 1754. Hann lýsti tegundinni fyrstur og kom með sýni af henni vestan um haf. Af þeim sýnum var tegundin ranglega greind sem fura. Og þótt degli minni lítt á furu lifir furutengingin góðu lífi því timbrið úr degli er kallað Oregon pine sem þýðir „fura frá Oregon“. En svo við drögum þetta saman er degli sérstök ættkvísl innan þallarættar. Þar með er það skylt furu , greni , þallar , þin- og lerkitegundum, þróunarfræðilega skyldast lerkinu sem fyrr segir. Með hæstu trjám Degli er einstofna tré með keilulaga krónu og getur vaxið hratt við góðar aðstæður. Þetta er mjög stórvaxin trjátegund sem mun örugglega ná 30 metra hæð hérlendis og vafalaust miklu meira en það. Degli hefur nú þegar náð yfir 20 m hæð í Hallormsstaðaskógi og tegundina má finna í skógum víða um land þótt hvergi myndi hún skóg. Í upprunalegum heimkynnum sínum í miðhluta vesturstrandar Norður-Ameríku er talið að fyrrum hafi staðið deglitré sem náð höfðu yfir 120 metra hæð. Mögulega voru það hæstu tré í heiminum þá. Hæsta deglitréð sem nú er þekkt er um eitt hundrað metra hátt. Í nokkrum Evrópulöndum standa deglitré sem gróðursett voru á nítjándu öld og nálgast nú 70 metra. Hérlendis hefur degli þroskað fræ og hraustar sjálfsánar degliplöntur má finna í Stálpastaðaskógi í Skorradal – alíslenskt degli. Framtíðartré Degliviður er mjög eftirsóttur þegar krafist er stöðugs efniviðar sem haggast lítið við hita- og rakabreytingar, svo sem í gluggasmíði. Stór deglitré gefa mikinn kvistalausan við sem er mjög verðmætur. Á meginlandi Evrópu er litið til deglis sem framtíðartegundar í skógrækt, ekki síst eftir því sem loftslagsröskun sverfur að. Tegundin er hins vegar viðkvæm í æsku, bæði fyrir næðingi og haustfrostum. Hana verður því að rækta upp í skjóli eldri trjáa. Af því að degli getur nýtt sér samlífi við sömu svepprótartegundir og lerki getur verið mjög álitlegur kostur fyrir okkur að rækta það undir eldri lerkitrjám þar sem það getur notið bæði skjóls og frjósemi. Vel má sjá fyrir sér að á komandi árum verði degli víða látið taka við af lerki í íslenskum skógum, sérstaklega í innsveitum. Lerkireitir með illa aðlöguðum lerkikvæmum verða e.t.v. best nýttir með því að láta þá fóstra deglitré í uppvexti. Lerkitrén víkja þá í fyllingu tímans þegar deglið hefur harðnað og getur bjargað sér á eigin spýtur. Degli gæti þannig komið að góðu gagni á Íslandi við auka fjölbreytni og þar með mótstöðuafl skóganna, ekki síður en á meginlandi Evrópu. Degli er falleg trjátegund og gefur mjög verðmætt timbur en hentar líka mjög vel sem jólatré. Pétur Halldórsson Degli (Pseudotsuga menziesii) Barr á degli er fremur mjúkt. Hér sést grein með nývexti í júní. Myndir / Pétur Halldórsson. RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Jarðvegsefnagreiningar gefa upplýsingar um sýrustig (pH) jarðvegs og magn auðleystra plöntunæringarefna sem svo eru nýttar til að áætla áburðarþarfir ræktunarspildna og til að meta þörf á kölkun. Plöntunæringarefnin sem mæld eru í jarðvegsefnagreiningum hér á landi eru aðalnæringarefnin fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca) og magnesíum (Mg) og á síðustu árum var snefilefnunum mangan (Mn), sink (Zn) og kopar (Cu) bætt við. Einnig er rúmþyngd jarðvegsins mæld. Köfnunarefni (N) hefur aldrei verið hluti af stöðluðum jarðvegsefnagreiningum hér á landi þar sem nokkuð dýra tækni þarf til þess að mæla N í jarðvegi og því um nokkuð dýra greiningu að ræða. Á tímum þar sem kolefni (C) í lofti og láði er allsráðandi í umræðunni um hlýnun jarðar er ljóst að mikill kostur væri að hafa einhverskonar mælingar á C í ræktarlandi. Nokkuð hefur því verið rætt hvort ekki væri mikilvægt að bæta við aðferð, í staðlaðar jarðvegsefnagreiningar á jarðvegssýnum bænda, sem mælir hlutfall lífræns efnis í jarðvegi. Til er aðferð sem nefnist glæðitap (e. Loss- on-ignition) sem er einföld mæling, auðveld í framkvæmd og þarfnast mjög einfalds tækjabúnaðar. Í öllum lífrænum efnasamböndum er kolefni og getur glæðitap því nýst sem óbein mæling á kolefni (C) í jarðvegi. Auk þess er mjög náið samband á milli C og N í jarðvegi og því getur mæling á lífrænu efni líka nýst til þess að meta köfnunarefni í jarðvegi (sjá mynd 1). Lífrænt efni í jarðvegi – mikilvægur þáttur En hvað er lífrænt efni eiginlega? Jú það er, ásamt steinefnum, það efni sem myndar hinn fasta hluta jarðvegs. Lífrænt efni í jarðvegi samanstendur af ummynduðum leyfum plantna og dýra og getur verið mjög breytilegt að gerð og samsetningu. Lífræni hluti jarðvegs gegnir ýmsum mikilvægum hlutverkum í jarðvegi og tengist í stórum dráttum hringrás næringarefna, frjósemi jarðvegs og heilbrigði jarðvegs auk kolefnisbindingar. Hringrás næringarefna: Lífrænt efni gegnir því mikilvæga hlutverki að miðla næringarefnum sem berast með því í jarðveginn. Þau efni sem helst berast í jarðveginn með niðurbroti lífrænna efna er köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S), ásamt fleiri efnum sem eru þó í miklu minni mæli. Með niðurbroti lífrænna efna í jarðvegi verða þessi næringarefni aðgengileg plönturótum í gegnum hringrásir sérhvers efnis. Frjósemi og heilbrigði jarðvegs: Lífrænt efni í jarðvegi er nátengt frjósemi jarðvegs. Jarðvegur með hátt lífrænt innihald er að öllu jöfnu frjósamari en steinefnaríkur jarðvegur en það er vegna þess að lífræni hlutinn hefur jákvæð áhrif á ýmsa eiginleika jarðvegs eins og byggingu hans, vatnsheldni og katjónarýmd. Greining á lífrænu efni getur því gefið innsýn í frjósemisstöðu jarðvegs og hjálpað til við túlkun á áburðarþörfum hans. Lífrænt innihald jarðvegs er grundvallarþáttur í heilbrigði jarðvegs þar sem það styður fjölbreytt örverulíf eins og t.d. bakteríur, sveppi og frumdýr. Jarðvegslífverur stuðla að heilbrigðri næringarefnahringrása, stuðlar að minni sjúkdómsálagi og halda uppi þeirri heildarvirkni sem fer fram í vistkerfi jarðvegsins. Kolefnisbinding: Verulegur hluti af lífrænu efni er kolefni sem spilar meginhlutverk í kolefnishringrásinni enda er jarðvegur þriðja stærsta kolefnisgeymsla heims á eftir bergi og höfum. Greining á lífrænum hluta jarðvegs er nálgun á kolefnishlutfalli í jarðveginum og getur nýst sem tól til að meta hæfileika jarðvegs til að binda meira kolefni, sem er mikilvæg loftslagsaðgerð. Hvernig getur mæling á glæðitapi hjálpað bændum í jarðrækt? Kornrækt Í núverandi áburðarleiðbein- ingum hjá RML fyrir korn er gerður greinarmunur á köfnunar- efnisskömmtum eftir jarðvegsgerð. Það er vegna þess að rotnun lífræns efnis og losun köfnunarefnis og annarra næringarefna, er t.d. töluverð í mýrarjarðvegi en mjög lítil í rýru landi. Mýrartún, eða frjósamasta landið, ætti því að fá minnsta köfnunarefnisskammtinn en rýrt land ætti að fá stærsta. Magn lífræns efnis er mjög mismunandi í þessum tveimur jarðvegstegundum og jafnvel innan þessara jarðvegsgerða og þá einkum ef um framræst land er að ræða og ekki endilega hægt að setja framræst land allt undir sama hattinn þegar kemur að áburðarleiðbeiningum á korn. Sumt framræst land telst ekki endilega til mýrlendis, það hefur ekki nægilega hátt hlutfall kolefnis í jarðvegi til að flokkast sem slíkt. Hingað til hefur því verið reynt að nálgast heppilegasta áburðarskammtinn miðað við Sigurður Max Jónsson. Þórey Gylfadóttir. Mæling á glæðitapi – Viðbót við jarðvegsefnagreiningar SKÓGRÆKT Ekki eru til margar tilraunir sem skoða samband áburðarsvörunar við mismunandi skammta köfnunarefnis á mismunandi jarðvegsgerðum en árið 2009 var þetta samband skoðað út frá gögnum sem fengust úr áburðarsvörunartilraunum sem voru gerðar í Hörgárdal. Þær sýndu að frjósamasti jarðvegurinn, mýrartún, gáfu mestu heildar uppskeruna en hlutfallslega minnstu áburðarsvörunina en áburðarsvörun jókst með minnkandi magni köfnunarefnis í jarðvegi. Deglitré á Mógilsá, gróðursett 1994, í góðum vexti. Mynd 1. Sterkt samband er á milli hlutfalls lífræns efnis í jarðvegi og annars vegar hlutfalli kolefnis í jarðvegi og hins vegar köfnunarefnis (Sigurður Max Jónsson, 2022). Jarðvegsflokkunin í myndum byggist á flokkun sem birtist t.d. í grein Ólafs Arnalds og Hlyns Óskarssonar (2009).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.