Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023
voru síðar endurskoðuð og eru nú
lög 6/1986 um afréttarmál, fjallskil
o.fl. sem eru enn í gildi.
Árið 2002 voru samþykkt lög um
búfjárhald sem voru byggð á eldri
lögum. Kristín segir að þar hafi verið
bætt inn 8. og 9. greininni sem segi
að landeigandi hafi heimild til að
friða land sitt fyrir beit. Með þessu
segir Kristín að allt land á Íslandi
hafi orðið að beitilandi fyrir kindur,
vegna þess að hægt var að beita
gagnályktun á lagagreinarnar.
Þessar greinar fluttust yfir í
núgildandi lög um búfjárhald frá
2013 og eru áfram númer 8 og 9.
Fyrrnefnda lagagreinin segir að til
þess að friða land þurfi að girða
það, fá girðinguna vottaða árlega,
fá samþykki sveitarstjórnar sem
þarf svo að auglýsa friðunina í
Stjórnartíðindum. Þessar kvaðir
segir Kristín vera svo íþyngjandi
að enginn landeigandi hafi friðað
jörð sína með þessum hætti.
Kristín segir að við vinnslu
frumvarpsins á Alþingi hafi
ekkert verið rætt um áðurnefndar
lagagreinar. Þær voru hvorki teknar
fyrir í nefndum eða í ræðusal, þrátt
fyrir að fjölmargir hafi sent inn
athugasemdir sem gagnrýndu þær.
Lausaganga nýlegt hugtak
Kristín segir að orðið „lausaganga“
hafi fyrst komið fyrir í orðskýringum
með breytingum á lögum um
búfjárhald árið 1991, þó orðið komi
hvergi annars staðar fyrir í þeirri
útgáfu laganna. Fyrir þann tíma
hafi orðið ekki fundist í neinum
lögum. „Lausaganga er þegar búfé
getur gengið í annars manns land í
óleyfi,“ segir orðrétt í áðurnefndum
orðskýringum.
Þau rök að lausaganga sauðfjár
hafi alltaf verið heimil segir
Kristín að standist ekki. Hér á
öldum áður hafi smaladrengir og
-stúlkur gætt þess að fé héldi sér
á réttu beitilandi, á meðan geldfé
var rekið á afrétt. Kristín tekur
fram að samkvæmt lögunum sé
beit á afrétt ekki lausaganga, enda
sé sauðféð þar í fullu leyfi. „Þegar
talsmenn sauðfjárbænda, og nú
Bændasamtökin, segja að kindur
hafi gengið frjálsar um landið frá
aldaöðli er það ansi ónákvæmt.
Þær voru í vörslu í heimasveitum
en gengu frjálsar á afréttum sem eiga
það sammerkt að vera utan byggða,“
segir Kristín.
Einfaldast að girða beitilandið af
„Ef allir girða kindurnar úti, hvar
enda kindurnar? Á eignarlandi
bóndans. Er þá ekki réttast að
bóndinn girði kindurnar sínar
inni?“ segir Kristín. Hún segir að
búfjáreigendur og landeigendur
þurfi að gera samkomulag sín á
milli um beit. „Það er til eitthvað
sem heitir frjálsir samningar,“ segir
Kristín.
Varðandi þau rök sem hafa oft
heyrst að sauðfjárræktin muni hrynja
ef bændur missa heimild til að beita
öll lönd, segir Kristín: „Semjið við
nágrannann. Ef þú átt ekki land eða
beitarrétt á afrétti, vertu ekki með
kindur.“
Kristín segir að það séu þrjár
ástæður fyrir því að flest lönd í
heiminum, nema Ísland, girða
sitt búfé inni. Í fyrsta lagi er það
eignarréttur hinna landeigendanna.
Í öðru lagi velferð dýranna. Í þriðja
lagi er það öryggi vegfarenda.
BÍ gruggi vatnið
„Það sem Bændasamtökin eru að
gera núna er að grugga vatnið. Þau
voru að skrifa álit og senda á Samtök
sveitarfélaga. Þau fara rosalega
fjallabaksleið að því að finna út að
heimaland þýði ekki heimaland. Það
sé bara stéttin í kringum húsið hjá
þér. Þar með eigi bara að smala ef
það eru kindur á stéttinni hjá þér.
Þegar umboðsmaður segir að
þessar lagagreinar geti ekki gilt,
þá gera Bændasamtökin eins lítið
og þau geta úr þeim úrskurði,
sem gerbreytti lagalegri stöðu
landeiganda. Einhver gæti haldið
að hagsmunasamtök allra bænda
legði upp úr því að verja og vernda
eignar- og nýtingarrétt allra bænda,
en horfði ekki á málið í gegnum
skráargat þeirra kindaeigenda sem
heimta að fá að beita annarra manna
lönd í óleyfi,“ segir Kristín.
Kristín segir að álit umboðsmanns
hafi tekið eitt og hálft ár í vinnslu,
og hjá þeim starfi fjöldi lögfræðinga.
Enn fremur hafi dómsmálaráðuneytið
og innviðaráðuneytið fellt fyrri
leiðbeiningar í samræmi við álit
umboðsmanns. Matvælaráðuneytið
hafi jafnframt gefið það álit að það
væri sammála túlkun umboðsmanns.
„Þetta er hersing lögfræðinga og
þeir taka allir undir álit umboðsmanns.
Hvað gera Bændasamtökin? Leita að
einhverjum lögfræðingi og borga
honum væntanlega gott kaup til
að komast að einhverri annarri
niðurstöðu. Að þeir skuli nota
félagsgjöld allra annarra til þess
að kaupa lögfræðiálit til að grugga
vatnið og komast að því að kindur
megi vera alls staðar í leyfisleysi er
sorglegt,“ segir Kristín.
Álitið segir lítið um túlkun
Flosi Hrafn Sigurðsson, lögfræðingur
hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
segir álit umboðsmanns í grunninn
segja að lög um búfjárhald frá 2013,
þar sem kveðið er á um heimildir
til að friða landsvæði fyrir ágangi
búfjár, gangi ekki framar ákvæðum
laga um afréttarmál, fjallskil o.fl.
frá 1986. Álit umboðsmanns segir
þó ekki hvernig eigi að túlka
síðarnefndu lögin.
Flosi Hrafn segir að næsta
verkefni sé að finna út hvernig
skuli túlka þau lög, sem sé hægara
sagt en gert. „Þau uppfylla lítið af
þeim skilyrðum sem við erum vön í
annarri stjórnsýslulegri framkvæmd
– að það séu nákvæm skilyrði fyrir
því hvenær stjórnvöld eigi að taka til
aðgerða. Bæði við hvaða aðstæður
stjórnvöld eigi að grípa inn í, og
hvernig framkvæmdin eigi að vera.
Þessi lög eru mjög stuttorð og opin
til túlkunar,“ segir Flosi Hrafn.
Vegna þessa sé skiljanlegt að aðilar
séu ósammála um túlkunina.
Vísað fram og til baka
Nýlega komu leiðbeiningareglur frá
innviðaráðuneytinu, sem Flosi Hrafn
segir að vísi málinu að einhverju
leyti til matvælaráðuneytisins. Flosi
Hrafn segir Sambandið vonast annars
vegar eftir að matvælaráðuneytið
gefi út leiðbeiningarreglur, sem séu
unnar í samvinnu við Sambandið
og fleiri hagsmunaaðila. Hins
vegar vonist aðilar hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga að þetta leiði
til heildarendurskoðunar á löggjöf
um afréttarmál, fjallskil o.fl., sem
Flosi segir að sé mjög þörf.
Margar beiðnir um smölun
„Þetta er í grunninn erfið staða fyrir
sveitarfélögin, því þau vilja auðvitað
fara eftir þeim lögum sem til staðar
eru. Þau fá þetta verkefni hratt upp í
hendurnar – það eru margir sem eru
að biðja um smölun núna.
Svo hefur verið löng bið
eftir leiðbeiningarreglum frá
innviðaráðuneytinu, sem var
vonast til að myndu varpa ljósi á
það hvernig sveitarfélögin ættu að
haga sér. Svo er niðurstaðan sú að
þær leiðbeiningareglur gagnast mjög
lítið.
Auðvitað er þetta erfitt fyrir
sveitarfélögin, því ef þau ákveða að
smala, þá þurfa þau líka að ákveða á
hvern kostnaðurinn er settur,“ segir
Flosi Hrafn. Hann segir að það séu
tveir möguleikar, í fyrsta lagi að
leggja þann kostnað á alla íbúa með
því að sveitarsjóður greiði. Í öðru
lagi væri hægt að leggja kostnaðinn
á viðkomandi sauðfjárbónda.
„Kostnaður við smölun getur
hlaupið á hundruðum þúsunda,
sérstaklega ef um stórt svæði er að
ræða, og að taka slíka ákvörðun gegn
stökum sauðfjárbónda getur verið
þungbær,“ segir Flosi Hrafn.
Fjölmargar túlkanir
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, segir að í kjölfar
álits umboðsmanns síðastliðið
haust, hafi óvissa sveitarfélaganna
aukist.
„Við sem stýrum sveitar-
félögunum vitum ekki hvernig
við eigum að haga okkur í þessum
málum. Það sem flækir þetta allt
saman eru misvísandi skilaboð sem
við erum að fá. Við fáum skilaboð
frá innviðaráðuneytinu að Samband
sveitarfélaga og matvælaráðuneytið
eigi að hlutast til um að það verði
settar skýrar reglur um þetta.
Svo fáum við skilaboð frá
Bændasamtökunum um að reglurnar
séu mjög skýrar og það þurfi ekki
og megi ekki smala. Á meðan fáum
við skilaboð frá landeigendum um
að okkur beri að smala og það sé
alveg skýrt í áliti umboðsmanns
Alþingis.
– Framhald á næstu síðu.
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
Hjarta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum
2000 — 2022
Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að lög um búfjárhald frá 1986 séu í
samræmi við „þá aldagömlu grunnreglu að búfjáreigendum sé óheimilt að
beita fé sínu leyfislaust á annars manns land“. Sauðfé á beit í Brynjudal.
Mynd / Áskell Þórisson
Flosi Hrafn Sigurðsson. Mynd / Aðsend
Kristinn Jónasson. Mynd /Alfons Finnsson
Það eru
margir sem eru að
biðja um smölun
núna.“
Við erum
í stökustu vand-
ræðum, af því að
menn eru að túlka
þetta eins og þeim
hentar.“