Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 FRÉTTASKÝRING Deilt um framtíð lausagöngu – Breytir álit umboðsmanns Alþingis stöðu sauðfjárbeitar? Þann 11. október síðastliðinn skilaði umboðsmaður Alþingis af sér áliti, eftir að landeigandi á Snæfellsnesi hafði sent inn kvörtun eftir að ráðuneyti sveitarstjórnarmála hafði stutt ákvörðun Snæfellsbæjar um að neita að smala ágangsfé af jörðinni. Þeir sem vilja lesa álitið í heild sinni geta flett upp máli 11167/2021 á heimasíðu umboðsmanns Alþingis. Það er þó líklegt að hjá flestum vakni fleiri spurningar en svör, enda álitið tyrfið og með vísunum í hin og þessi lög og þróun þeirra. Hér fyrir neðan eru viðtöl við nokkra af þeim aðilum sem þekkja málið best, en túlkun þeirra á mikilvægi og áhrifum álitsins er ekki alltaf sú sama. Talsverður aðdragandi Kristínu Magnúsdóttur er málið kunnugt. Hún var ósátt við mikinn ágang búfjár á jörð hennar á Snæfellsnesi og eru hún og maðurinn hennar landeigendurnir sem sendu umboðsmanni Alþingis kvörtun. Kristín, sem er lögfræðimenntuð og hefur oft skrifað um málið í fjölmiðlum, segir álit umboðsmanns breyta öllu. Hún vonar að þetta sé upphafið að þeim breytingum að ágangsbeit í heimalandi hætti. Jafnframt vonast hún eftir að búfjáreigendur taki ábyrgð á sínum rekstri og dýrum. Kristín tekur sérstaklega fram að nú séu búfjáreigendur og Snæfellsbær með aðgerðir í gangi til að varna ágangi. Ástandið sé orðið miklu betra og vill hún hrósa öllum hlutaðeigandi aðilum. Forsaga málsins er sú að Kristín og eiginmaður hennar sendu Snæfellsbæ beiðni um að smala ágangsfé á jörð þeirra. Þau töldu sveitarfélagið bera skyldu til þess samkvæmt lögum um afréttarmál, fjallskil o.fl. frá 1986. Í 33. grein þeirra laga segir meðal annars: „Stafi ágangur [...] af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda ...“ Yngri lögin framar Sveitarstjórnin taldi hins vegar að henni bæri ekki að smala og báru fyrir sig 8. og 9. grein laga um búfjárhald frá 2013. Þar er sagt að landeigendum sé heimilt að friða land sitt fyrir umgangi og beit búfjár að undangengnum ákveðnum skilyrðum. Lagagreinina er hægt að túlka með svokallaðri gagnályktun, sem segir að allt land sé ófriðað, nema annað sé tekið fram. Þar sem land Kristínar var ekki friðað samkvæmt nauðsynlegum skilyrðum, væri ekkert sem sveitarstjórnin gæti gert. Enn fremur fengu þau þær leiðbeiningar að þau mættu ekki reka féð sjálf, þó það væri komið inn fyrir girðingar. Kristín kvartaði undan þessari ákvörðun til ráðuneytis sveitarstjórnarmála árið 2020. Árið 2021 komu leiðbeiningar frá ráðuneytinu, sem studdu framkvæmd sveitarstjórnarinnar. Ráðuneytið vísaði meðal annars í þá meginreglu lögfræðinnar að þegar tvö lög skarast, eigi yngra ákvæðið að gilda – svokallað „lex posterior“. Lagagreinarnar úr lögunum frá 2013 höfðu sem sagt forgang á lagagreinarnar úr lögunum frá 1986. Þetta töldu hjónin brjóta gegn 72. grein stjórnarskrárinnar sem segir meðal annars: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Umboðsmaður breytir fyrri túlkun Kristín og leitaði því til umboðsmanns Alþingis sumarið 2021, sem skilaði áliti í málinu síðastliðið haust. Í álitinu segir að hefði ætlun löggjafans með lagasetningunni verið að takmarka eignarrétt landeigenda, þannig að hann þyrfti að þola ágang búfjár og gæti ekki leitað til yfirvalda til að láta smala burt ágangsfé, hefði það þurft að koma skýrt fram í lögunum. Einnig með hvaða hætti slíkt samræmdist öðrum lögum og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kristín segir að umboðsmaður sé í raun að segja að landeigendur megi friða land sitt og ganga í gegnum allar þær kvaðir sem eru í lagagreinum 8 og 9 í lögum um búfjárhald frá 2013. „En ef þú gerir það ekki, þá hefur þú samt allan rétt samkvæmt lögum um afréttarmál frá 1986,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að beita gagnályktun og túlka lögin þannig að beit sé heimil á öllu landi sem hefur ekki verið friðað. „Að segja það að álit umboðsmanns sem kollvarpar þessum furðulegu lagaákvæðum, hafi lítil áhrif, er auðvitað galið,“ segir Kristín. Í áliti umboðsmanns Alþingis segir að lagaákvæðin í lögum um afréttarmál, fjallskil o.fl. frá 1986 séu í samræmi við „stjórnarskrárverndaða friðhelgi eignarréttarins“. Jafnframt séu þau í samræmi við „þá aldagömlu grunnreglu að búfjáreigendum sé óheimilt að beita fé sínu leyfislaust á annars manns land“. Saga laganna Kristín telur mikilvægt að skilja forsögu laganna til að hrekja þær fullyrðingar að lausaganga byggi á aldagamalli hefð. Hún nefnir að fram til ársins 1969 var notast við mjög forn lög um afréttarmál, fjallskil og fleira. Þá voru samþykkt lög á Alþingi sem voru mikið til unnin af nefnd sem fór vel í gegnum þann rétt sem hafði verið um aldir. Þessi lög Suzuki á Íslandi Skeifunni 17 Sími 568 5100 www.suzuki.is LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG! Suzuki fjórhjól eru með power stýri og 100% driflæsingu. Þau eru létt, lipur og meðfærilegTraust, ódýr í rekstri og þægileg í notkun. SUZUK I FJÓRHJÓL KINGQUAD 750AXI 4X4 VERÐ KR. 2.590.000 Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit umboðsmanns Alþingis síðasta haust. Túlkun álitsins er allt frá því að það breyti engu, yfir í endalok sauðfjárbeitar utan girtra svæða. Sveitarfélögum hefur borist fjöldi beiðna um smölun á ágangsfé, en þau eru hikandi í viðbrögðum, þar sem vafamálin eru margvísleg. Hvað er það sem breyttist? Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Umboðsmaður Alþingis hefur bent sveitarfélögum landsins á að styðjast við aðrar lagagreinar en áður, til að ákveða hvort hreppnum beri að smala ágangsfé. Þau lög sem umboðsmaður vill að séu notuð eru stuttorð og opin, sem hefur orðið til þess að hagsmunaaðilar hafa túlkað þau á misjafna vísu. Mynd úr Fnjóskadal. Mynd / Áskell Þórisson Kristín Magnúsdóttir. Mynd / ÁL Að segja að álit umboðsmanns sem kollvarpar þessum furðulegu lagaákvæðum, hafi lítil áhrif, er auðvitað galið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.