Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 UTAN ÚR HEIMI Nýsjálendingar hafa áhyggjur af útbreiðslu barrtrjáategunda í landinu. Sérfræðingar og áhugamenn hafa efnt til vitundarvakningar heima fyrir um hættu af villibarri (e. wilding conifers) eða villifurum (e. wilding pines) sem vaxa utan skilgreindra ræktunarsvæða á Nýja- Sjálandi og þau áhrif sem trén hafi á líffræðilegan fjölbreytileika, jarðveg og landnytjar. Trén ná fótfestu í villtri náttúru landsins með sjálfsáningu út frá ræktunarreitum en einnig var m.a. stafafuru sáð vísvitandi í hálendissvæði til að koma í veg fyrir landrof og uppblástur. Aðgerðin „War against weeds“ hefur meðal annars náð til upprætingar sedruss, furu, grenis, sýpruss, lerkis og grenis utan ræktunarsvæða. Ýmis samtök, ríkisstyrkt og/eða sjálfboðaliðasamtök, starfa að því að uppræta þessar tegundir hvar sem til þeirra sést í villtri náttúru. „Villibarrtré eru ágengt illgresi sem getur breytt hinu einstaka landslagi sem aðeins er að finna á Nýja-Sjálandi varanlega,“ segir á vef náttúruverndarstofnunar nýsjálensku ríkisstjórnarinnar. „Barrtré voru flutt inn til Nýja-Sjálands árið 1880 og hafa síðan breiðst út frá skógum, skjólbeltum og rofgróðri. Verði ágangi þeirra ekki stjórnað munu þau mynda þétta skóga sem gætu haft skaðleg áhrif á upprunalegt vistkerfi landsins, taka til sín vatn sem er af skornum skammti og breyta ásýnd landsins varanlega,“ segir á vefnum. Meðlimir hérlendra náttúru- verndarsamtaka, svo sem Vina íslenskrar náttúru og Landverndar, hafa lýst svipuðum áhyggjum fyrir Íslands hönd varðandi að verið sé að gróðursetja sumar áðurnefndra tegunda, m.a. stafafuru, án tak- markana. Hvatt er til varkárni og að horft sé til reynslu Nýsjálendinga. „Stafafura er ekki ágeng af því að til að teljast ágeng þarf hún að leiða til rýrnunar á líffjölbreytni að því marki að til vandræða horfi. Hún er hvergi að gera það og það verða árhundruð ef ekki -þúsund þangað til að það gerist, ef það gerist nokkurn tímann,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur búgreinadeildar skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann segir tegundina lítið gróðursetta á Nýja-Sjálandi. Stafafuran þrífist þó vel í háfjöllum landsins þar sem engar innlendar trjátegundir séu aðlagaðar vetrarríki. Hins vegar sé önnur furutegund, geislafuran, hryggjarstykkið í öflugum skógariðnaði landsins og einhverjar áhyggjur séu meðal Nýsjálendinga af að hún sái sér þar út í villta náttúru. /sá Skógar: Nýsjálendingar skera upp herör gegn villibarri Nýsjálendingar berjast gegn sjálfsánu villibarri (hér í Kawekas) og segja það eyðileggja náttúru landsins. Mynd / Dave Hansford Hér áður fyrr var talað um að besti umhverfishiti kúa séu 5-10 gráður og að þeim líði þó ágætlega frá -15 og upp í +25 gráður. Þessar tölur byggja þó á gömlum rannsóknum og í dag er margt sem bendir til að kjörhitastig umhverfis fyrir kýr hafi lækkað þó nokkuð. Þetta kemur til af því að hver kýr framleiðir í dag miklu meiri mjólk en fyrir nokkrum áratugum og fyrir vikið er hitaframleiðsla þeirra sjálfra mun meiri í dag vegna gerjunar fóðurs í vömb. Hitaorka frá vömb er nánast hrein umframorka sem kýr þurfa að losna við og því meiri sem umhverfishiti kúa er, því erfiðara er fyrir kýrnar að losna við þennan hita. Í ofanálag skiptir rakastigið einnig máli, því með hækkandi rakastigi verður enn erfiðara fyrir kýrnar að losna við þessa orku. Sænsk rannsókn á áhrifum umhverfishita á hámjólka kýr, þ.e. kýr sem innbyrða mikið magn fóðurs, sýnir að þegar við 15 gráðu umhverfishita fara að sjást áhrif á kýrnar með því að þær draga úr áti og við 20 gráðu hita eru áhrifin mjög skýr. Í dag er algengast að miðað sé við 20 gráðu umhverfishita þegar byrja ætti að bjóða kúm upp á kælingu og skugga, þ.e. þær ættu að hafa tryggt aðgengi að skugga svo sólin nái ekki að skína beint á þær. Þetta er ein meginástæða þess að fleiri og fleiri kúabú í norðurhluta Evrópu eru farin að setja upp kælikerfi í fjósunum, þ.e. setja upp viftur sem sjá um að blása á kýrnar og gera nærumhverfi þeirra ákjósanlegt – rétt eins og fólk gerir í hita með blævæng, nú eða viftum. /SNS Viðkvæmari fyrir útihita Þekking: Hvað veistu í raun um heiminn sem þú býrð í? Gapminder er sjálfstæð, sænsk stofnun sem miðar að því að hjálpa fólki að losa sig við algengar, kerfisbundnar ranghugmyndir um alþjóðlega þróun. Stofnendurnir, hin sænsku Hans Rosling, Ola Rosling og Anna Rosling Rönnlund, segja Gapminder án pólitískra, trúarlegra og efnahagslegra tengsla og hafi að markmiði að berjast gegn hrikalegri fáfræði með staðreyndabyggðri heimsmynd sem allir geti skilið. Vonir séu bundnar við að fólk taki betri ákvarðanir ef það skilji betur heiminn í kringum sig og sjái alþjóðlega þróun í sönnu ljósi. Gapminder, sem stofnað var árið 2005, heldur úti aðgengilegum fræðsluvef (gapminder.org) og framleiðir ókeypis kennsluefni byggt á áreiðanlegri tölfræði frá öllum helstu alþjóðastofnunum, auk fyrirlestrahalds og útgáfu fræðslubóka. Uppfæra gamlar upplýsingar „Tilgangur Gapminder er að koma í veg fyrir fáránlega alþjóðlega að- ferðafræði byggðri á staðal- ímyndum og úreltum skoðunum á heiminum, einhverju sem var mögulega rétt fyrir kannski sjötíu árum en er það ekki lengur,“ segir á vefsíðu Gapminder. „Heimurinn tekur stöðugum breytingum og er þróaðri en nokkru sinni fyrr, með víðtæku alþjóðlegu samstarfi og stofnunum. Aldrei hafa verið til jafn miklar upplýsingar til að læra af. Við ættum, vopnuð staðreyndum, á heimsvísu að vera fær um að knýja fram sjálfbærar framfarir, takast á við alþjóðlegar áskoranir og koma í veg fyrir helstu alþjóðlegu kreppurnar. Við eigum að geta átt alþjóðlegt samstarf um að koma í veg fyrir stríð, heimsfaraldra, loftslagskreppu og um að hjálpa fólki úr örbirgð.“ Fáfræðiverkefnið Ein helsta aðferð Gapminder er að spyrja fólk í fjölmörgum löndum þúsunda spurninga um hvernig það haldi að heimurinn sé. Síðan eru skoðuð áreiðanleg og staðfest gögn til samanburðar og greint í hverju hugmyndir fólks eru fjærstar raunveruleikanum, þ.e.a.s. mestu ranghugmyndirnar. Verkefnið hefur það að markmiði að reyna að komast að því um hvað fólk hefur rangar upplýsingar og hvers vegna. Mynd / Uday Mittal - Unsplash Gapminder Markmið: Að berjast gegn hrika- legum ranghugmyndum með stað- reyndabyggðri heimsmynd sem allir geta skilið. Sýn: Heimur þar sem allt fólk getur notað staðreyndir til að skilja heiminn, til að taka betri ákvarðanir um jákvæðar breytingar. Aðferð: Með víðtækri þekkingar- prófun eru greindar kerfisbundnar ranghugmyndir um heiminn og þróað ókeypis gagnvirkt upp- lýsingaefni og kennsluefni til að brjóta þær á bak aftur. www.byko.is BLÁ BOSCH RAFHLÖÐU- GARÐVERKFÆRI FÁST Í BYKO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.