Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023
Seinnipartinn í júní var hin fræga
og margrómaða landbúnaðarsýning
Royal Highland Show haldin rétt
utan við Edinborg eins og venja er.
Þessi sýning er nokkuð frábrugðin
hefðbundnum landbúnaðarsýn-
ingum, þar sem Skotar leggja mikla
áherslu á að sameina sýninguna við
árlegt uppgjör í ótal keppnisgreinum.
Úr verður eins konar blanda af
landbúnaðarsýningu og því sem við
á Íslandi þekkjum líklega best sem
landsmót. Einkar góð blanda og
áhugaverð. Sýninguna sóttu heim
217 þúsund manns og þar af þónokkrir
Íslendingar, m.a. hópur nýnema frá
Hvanneyri sem var í útskriftarferð í
Skotlandi á sama tíma.
Á sýningunni, sem stóð yfir í fjóra
daga, bar margt fyrir augu eins og vera
ber. Sýningu sem þessari er líklega
einna best gerð skil með myndum
og skýringartextum og þó hér sé
einungis gripið niður í örfá atriði,
gefa myndirnar og textarnir nokkuð
góða mynd af því sem fyrir augu bar
á þessari skemmtilegu sýningu.
Fjölbreytt úrval tækja
Á sýningunni voru rúmlega 800
sýnendur að kynna vörur sínar og
þjónustu og mátti í raun sjá þarna
alla tækni og tæki sem bændur í
hefðbundnum búskap gætu þurft á að
halda, allt frá handverkfærum og upp
í stærstu vinnutæki.
Á svona sýningum er alltaf eitthvað
sem stendur upp úr og vekur meiri
athygli greinarhöfundar en annað,
eins og Mitsubishi dráttarvélin sem
hér má sjá. Það eru til fleiri tegundir
dráttarvéla í heiminum en margir
halda!
Gömul tæki - en ný!
Á sýningum sem þessum er yfirleitt
verið að skarta nýjum tækjum
og tólum og árlega koma fram
einhverjar nýjungar sem vekja
áhuga sýningargesta. Það eru þó enn
framleidd sígild tæki, sem hafa verið
framleidd í áratugi og gott dæmi um
það var þessi keðjudreifari frá skoska
fyrirtækinu Marshall. Þarlendum
bændum stendur til boða svona
dreifari, sem hefur verið framleiddur
nánast í sömu útfærslu í 40 ár, á rétt
rúma milljón íslenskra króna!
Stærsta sláttuvélasamstæða
í heimi
Á sýningunni var sýnd stærsta
sláttuvélasamstæða í heimi en um
var að ræða svokallaða tvöfalda
fiðrildauppsetningu frá fyrirtækinu
SIP, þ.e. dráttarvélin er með fram-
sláttuvél og svo tvær sláttuvélar á
hvora hönd!
Hver vél er með rúmlega þriggja
metra vinnslubreidd og með skörun
þeirra er heildar sláttubreiddin hvorki
meira né minna en 14,55 metrar. Þessi
samstæða þarf hraustlega dráttarvél
eða að lágmarki 350 hestafla vél.
Eins og sjá má af myndinni, þá er
vélasamstæðan svo stór að greinar-
höfundur gat einungis tekið mynd af
tæplega helmingi hennar!
Handavinnukeppni
Á sýningunni í ár voru til sýnis rúmlega
150 verðlaunagripir Skotlands-
meistaramóts í handverki, en þegar
kemur að keppnisgreinum á því
sviði eru hreint ótrúlega fjölbreyttir
möguleikar til þátttöku. Veitt voru
brons-, silfur- og gullverðlaun í
hverjum flokki og voru flokkarnir
eiginlega hver öðrum ótrúlegri.
Þannig höfðu keppendur m.a.
sent inn ullarvettlinga af alls konar
gerðum og stærðum sem voru
dæmdir af fagfólki, þarna voru
útskornar tréskálar, heklaðir dúkar,
jólaleikföng, útsaumur og margt
fleira mætti nefna.
Þá voru keppnisflokkar fyrir árið
2024 einnig kynntir til sögunnar
en alls verður hægt að taka þátt í
61 keppnisgrein í handverki í 11
mismunandi flokkum það ár! Þeir
voru athyglisverðir handgerðu
fjár- og göngustafirnir, en alls höfðu
verið sendir inn stafir í 16
mismunandi og eiginlega ótrúlega
sérhæfðum flokkum.
Þannig var til dæmis gerður
munur á fjárstöfum með handfangi
úr slípuðu kindahorni og útskornu
kindahorni svo dæmi sé tekið og sjá
má á meðfylgjandi mynd.
Heimsmeistaramótið í rúningi
Á sýningunni í ár var haldið heims-
meistaramótið í rúningi og tóku
alls 350 þátt í keppninni og voru
þátttakendurnir frá alls 30 löndum.
Þá var ekki síður áhugavert að
fylgjast með keppni í ullarfrágangi.
Þar komu saman öflugir
keppendur sem sáu um að ganga
frá ullarreifum frá tveimur
rúningsmönnum og snerist keppnin
um að ganga rétt frá ullinni, flokka
tvíklippur og óhreina ull frá og
halda gólfinu við rúningsmanninn
hreinu. Þetta var svo gert á tíma og
var einstakt að vera í salnum þar
sem viðburðinum var lýst beint af
íþróttafréttamanni sem tókst að gera
keppnina enn meira spennandi og
skemmtilega.
Fjölbreytt búfjárkyn
Á Royal Highland Show koma
bændur einnig með gripi sína
til sýningar og keppa þarna
eigendur hesta, geita, kinda og
nautgripa um vegleg verðlaun á
Skotlandsmeistaramóti búfjár. Auk
verðlauna skiptir titillinn líklega
Skoska landbúnaðarsýningin engri lík
Snorri Sigurðsson
snorri.sigurdsson@outlook.com
Á FAGLEGUM NÓTUM
Mitsubishi framleiðir ýmislegt annað en bíla eins og sjá má. Mynd /Snorri
Marshall keðjudreifarinn sem enn er hægt að kaupa í Skotlandi. Mynd /Snorri
Hluti af stærstu sláttuvélasamstæðu heims. Mynd /Snorri
Mikill fjöldi ólíkra kúakynja var sýndur á Royal Highland Show. Mynd /Snorri
Á sýningunni voru m.a. kynbótagripir af skosku tegundinni Highland Cattle
eins og hér má sjá. Mynd /RHSa
Á sýningunni var einnig keppt í margs konar hestaíþróttum. Mynd /RHS