Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 10

Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 FRÉTTIR                      Borun er hafin við Reyki fyrir hita- veitu Blönduóss og Skagastrandar. Byrjað var að bora fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki laust fyrir síðustu mánaðamót, að því er kemur fram á vef RARIK. Er farið í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar þar sem afkastageta núverandi svæðis er um það bil fullnýtt. Segir að ætlunin sé að bora fjórar rannsóknarholur, allt að 500 m djúpar, og út frá þeim gögnum sem fást úr holunum verði ný vinnsluhola staðsett. Að tillögu ÍSOR er borað austan og vestan við núverandi vinnslu- svæði og er ætlunin að leggja mat á stærð svæðisins, athuga hvort líkur séu á að finna heitt vatn utan við núverandi nýtingarsvæði og sem fyrr segir að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholuna sjálfa. „Verktaki við borunina er Finnur ehf. á Akureyri en það fyrirtæki hefur nýlega flutt inn nýjan öflugan beltabor sem hentar vel í umrætt verk,“ segir í tilkynningu RARIK. „Ummerki á landi ættu því að vera í lágmarki, auk þess sem nauðsynleg loftpressa er höfð á vörubíl sem getur í þessu verkefni staðið á vegslóðum sem þegar eru til staðar og þaðan lagðar loftslöngur að bornum.“ /sá Vantar nýja vinnsluholu Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Mynd / RARIK Nýjar tvíbreiðar brýr voru nýlega vígðar austan Kirkju- bæjarklausturs. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mættu ásamt gestum í Skaftafellssýsluna til að klippa þar á borða vegna vígslu nýrra tvíbreiðra brúa yfir Núpsvötn og Hverfisfljót austan Kirkjubæjarklausturs. Með til- komu þessara brúa fækkar ein- breiðum brúm og verða því 29 á hringveginum. Umferðaröryggi eykst til muna með nýju, tvíbreiðu brúnum og þær stuðla að greiðari samgöngum. Áður var brúin yfir Núpsvötn sú brú þar sem flest slys hafa orðið við einbreiða brú á hringveginum. /mhh Einbreiðum brúm fækkar Loftmynd af nýju brúnni og gömlu brúnni yfir Núpsvötn. Fjöldi íslenskra geita fer hægt vaxandi og eru nú skráðar 1.886 geitur í landinu. Þeim fjölgar að meðaltali um 8% á ári um þessar mundir. Samkvæmt mælaborði land- búnaðarins stækkaði íslenski geita- stofninn um 214 geitur milli áranna 2021 og 2022, að sögn Brynjars Þórs Vigfússonar, formanns Geitfjár- ræktarfélags Íslands. Segir hann þar væntanlega um sjálfbæra stækkun stofnsins að ræða. Frá 2002 hefur stofninn stækkað reglulega ár hvert. „Líklega má helst þakka stækkun stofnsins óeigingjörnu framlagi geitabænda í að viðhalda honum,“ segir Brynjar. „Ef vel á að vera þarf stofninn að komast upp í um 4.800–7.200 kvendýr til að forðast útrýmingu. Við eigum töluvert eftir í land þar. En verði áfram sú fjölgun sem hefur verið getur þess ekki verið langt að bíða.“ Ná þarf afurðum á markað Til þess að stofninn nái almennilegri fótfestu segir hann búum með 50 eða fleiri geitum þurfa að fjölga. „Svo það geti orðið að veruleika þarf að ná að koma afurðum á markað þannig að góð afkoma verði af ræktuninni. Þar hefur mikið og gott starf verið unnið af frumkvöðlum víðs vegar um landið. Mögulega þurfa að koma á sviðið aðilar sem kaupa afurðir af bændum og koma þeim á markað. Nú eru flestar, ef ekki allar, geitaafurðir á markaði vegna einstaklingsframtaks sem bæði hefur sín tækifæri og takmörk.“ Geitin gefur af sér þrenns konar afurðir: kjöt, mjólk og fiðu. Allt eru þetta afurðir sem eru verðmætar. Brynjar segir mögulega þurfa að auka aðgengi að styrkjum fyrir geitabændur, bæði fyrir frumkvöðla og rannsóknir á afurðum og ræktun. „Þróunarfé fyrir geitur og fagráð geitfjárræktar á fullan rétt á sér, líkt og í öðrum greinum. Þar þarf lítið annað en viljann að vopni og hann skortir ekki hjá geitabændum. Allt getur þetta hjálpað til við að stækka stofninn og efla ræktun og komið honum á góðan stað.“ Hækkun áskriftar letjandi Formaðurinn telur að greinin hafi orðið fyrir miklu bakslagi þegar gjaldskrá hækkaði hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins, RML, varðandi skýrsluhaldsforritið Heið- rúnu. Þar hafi gjaldskrá hækkað á bilinu 130–400% á einu bretti fyrir bændur. „Árlegur kostnaður fór úr um 1.000 kr. í 4.700 kr. að meðaltali á skýrslufærða geit miðað við þau gögn sem ég hef. Ég held því miður að þar muni einhverjir hugsa sig vandlega um þegar kemur að endurnýjun áskriftar. Er það er mjög miður þar sem skýrsluhald er mikilvægt, sér í lagi þegar kemur að því að lágmarka skyldleikarækt og halda utan um lítinn stofn. Eftir samtal við RML tel ég að þessu verði ekki breytt, þótt ágóðinn af þessari hækkun sé mögulega ekki marktækur í bókhaldi RML. En þetta er þungt fyrir geitabændur ofan á allar aðrar hækkanir,“ segir Brynjar. /sá Geitur: Um 8% fjölgun milli ára Íslenski geitastofninn stækkar frekar hægt en örugglega þó. Mynd / Jón Eiríksson Laugardaginn 24. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin að byggingu nýs parhúss á Kópaskeri. Ekki hefur verið byggt nýtt hús á Kópaskeri í áratugi og því um sögulegan viðburð að ræða. Húsið verður við Drafnargötu 4 og er byggt fyrir Leigufélagið Bríet, óhagnaðardrifið leigufélag. Markmið félagsins er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar, sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og í samstarfi við sveitarfélögin í landinu. „Það hefur verið unnið að þessu verkefni frá árinu 2020 og því stór stund að loksins sé búið að taka fyrstu skóflustunguna. Það hefur líka verið vöntun á húsnæði á staðnum í nokkur ár og það hefur staðið atvinnulífinu og vexti staðarins fyrir þrifum,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings. Ríflega 120 manns búa á Kópaskeri. Reiknað er með að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á vordögum árið 2024. /mhh Kópasker: Fyrsta skóflustungan í áratugi Fv. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Marinó Eggertsson, Eggert Marinósson byggingarverktaki, Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs og Elvar Árni Lund, sviðsstjóri hjá Norðurþingi. Marinó, faðir Eggerts, byggði síðasta íbúðarhúsið sem reist var á Kópaskeri á níunda áratug síðustu aldar. Mynd / Haukur Snorrason Hampsteypa fellur ekki undir samhæfðan staðal um byggingar- vörur sem innleiddar eru af Staðla- ráði Íslands. Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir og leggja mat á notkunar- hæfni hampsteypu við íslenskar aðstæður til að nota hana í auknum mæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um hampsteypu á Alþingi. Hampsteypa er ekki nothæf sem berandi byggingarefni en er í flestum tilvikum notuð sem einangrunarefni eða sem innveggjahleðslur, mest þá sem forsteyptir hleðslusteinar. Mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á efniseiginleikum hamp- steypu er að hljóðísog sé gott, hún hafi nokkuð lága rúmþyngd og ágæta einangrunarhæfni. Efnið sé mjög gufuopið og rakadrægt, hafi góða varmarýmd og ágæta efniseiginleika til að geyma raka og sleppa honum aftur til baka í umhverfið. „Rannsóknir hafa sýnt að hamp- steypa er viðkvæm fyrir hita- breytingum í þornunarferli, sem hefur áhrif á eiginleika hennar, og þar er kuldi einna helst áhrifaþáttur,“ segir jafnframt í svari innviðaráðherra. Framleiðsla við stýrðar aðstæður er einn besti kosturinn til að hámarka gæði hennar. Segir í svarinu að telja verði að staðsteypa eða önnur hrávinnsla á verkstað sé vandasöm við íslenskar aðstæður ef tryggja eigi gæði hamp- steypunnar. „Efnið hefur langan útþornunar- tíma og gæti haft í för með sér lengri framkvæmdatíma. Rannsóknir á hentugri efnisblöndu fyrir íslenskt veðurfar hafa ekki verið gerðar enn sem komið er, svo vitað sé.“ Í Bændablaðinu í apríl sl. kemur fram að byggja eigi tilraunahús með hampsteypu á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. HMS fylgist með rannsókninni og fær niðurstöður hennar til rýni og til að meta frekari rannsóknarþörf. /ghp Innviðaráðuneyti: Rannsókna þörf á hampsteypu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.