Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 meira máli fyrir bændurna enda getur verð á grip hækkað um margar milljónir króna við það að geta skartað þeim titli að vera Skotlands- meistari í sínum flokki. Staurahlaup Enn ein keppnisgreinin á sýningunni var stauraklifur en það er sérstök keppni sem felst í því að klifra upp 30 metra háan staur á sem stystum tíma. Keppnisbúnaður er gaddaskór og svo reipi sem sveiflað er um sveran trjábolinn og þeir sem eru fremstir í þessari grein nánast hlaupa upp staurana á ekki nema 10 sekúndum! Áhersla á andlega heilsu Að síðustu má svo nefna að bresku samtökin Change Mental Health voru með áhugaverðan kynningarbás á sýningunni en samtökin hafa starfað í fimm áratugi og alla tíð lagt áherslu á að efla vitund fólks á andlegum sjúkdómum. Jim Hume, kynningarstjóri sam- takanna, var á básnum og sagði þau nú vera með í gangi sérstakt verkefni í Skotlandi þar sem horft er fyrst og fremst til íbúa í dreifbýli og hvernig gera megi þeim auðveldara fyrir að takast á við andleg veikindi. Að hans sögn er það nándin og sú staðreynd að „allir þekkja alla“ í dreifbýli að oft á fólk sem þar býr erfitt með að tjá sig um andleg veikindi og/eða leita sér síður hjálpar en fólk sem býr í þéttbýli. Verkefnið snýst því fyrst og fremst um það að vekja athygli á andlegum veikindum, einkennum þeirra og hvaða úrræði séu til staðar til að takast á við þau o.s.frv. Þá er hlutverk samtakanna ekki síður að opna umræðuna um andleg veikindi og berjast gegn fordómum sem oft virðast koma upp þegar um andleg veikindi er að ræða. Samtökin aðstoða einnig fólk við að komast í samband við rétta fagaðila, sé þörf á slíku, og hjálpa þeim sem þurfa að vera opnir í kringum andleg veikindi. Mjög áhugaverð starfsemi í alla staði. Nokkrir af keppnis-fjárstöfunum, hver öðrum flottari. Mynd /Snorri Þeir sýndu snör handtök keppendurnir í rúningi. Mynd /RHS Það er alltaf jafn áhugavert að sjá hve þæg nautin eru. Hér er Hereford verðlauna- tarfur sem er vel á annað tonn að þyngd leiddur af verðandi bónda. Mynd /RHS Það voru ekki einungis knaparnir sem voru vel búnir til keppni, hestarnir voru margir hverjir einkar vel búnir eins og sjá má. Mynd /RHS Jim Hume fyrir framan kynningarbásinn þar sem var lögð áhersla á mikilvægi þess að huga að andlegri heilsu fólks í dreifbýli. Mynd /Snorri Hér er keppandi kominn vel af stað upp keppnisstaurinn. Mynd /Snorri Nánari upplýsingar arborgir@arborgir.is, 482 4800 Eignarlóðir til sölu! Mosabraut 9 - 6.230 fm Mosabraut 11 - 5.710 fm Samliggjandi lóðir. Fallegt útsýni til Heklu, stutt í náttúru- perlur og á golfvöllin á Hellu. Mosabraut 9 - 6.230 fm r t 11 - 5.710 f Samliggjandi lóðir. Fallegt útsýni til Heklu, stutt í náttúruperlur og á golfvöllinn á Hellu. Gott byggin armag húsa á lóð, hagstætt verð. ari up lýsingar orgir@arborgir.is, . 482- 00 Hús fasteignasala, s. 497-1155 Snorri Sigurfinnsson, s. 868-8090 Hífa, lyfta, slaka Vökvadælur, mótorar, tjakkar, tankar, lokar. HMF bílkranar. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS LAUSNIR Á LAGER Power to lift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.