Bændablaðið - 20.07.2023, Page 61

Bændablaðið - 20.07.2023, Page 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is - - - B Æ TI EF N I Aldrei hefur verið þýðingarmeira að nota bætiefni í eldsneytið, hvort sem er í bensín eða dísel. Motul framleiðir framúrskarandi efni sem hafa jákvæð áhrif á eldsneytiseyðslu og mögulegar bilanir. Á TÆKIÐ ÞITT MOTUL Á ÍSLANDI SÍM 462-4600 MOTUL@MOTULISLAND.IS Við erum einnig á Reyðarfirði Sendum vörur um land allt löggarða um tún sín og ekki viljað láta skylda sig til að byggja þá. Þessu ákvæði Jónsbókar var breytt með ,,réttarbót Eiríks Magnússonar 1294.“ Þar er lögboðið að full skaðabót skuli greiðast fyrir beit töðu, akra og engja ,,þó að eigi sé löggaður um“. Hér er hins vegar átt við að menn geti ekki komið með fénað sinn, t. d. hesta og beitt í tún eða engi, þó enginn túngarður sé. Hér nefnir Þorvaldur sem dæmi: ,,Í Reykdæla sögu kap. 15, bls. 48-49 segir svo: ,,Bóndi þóttist þurfa að láta gera garð um tún sitt fyrir þingmönnum til þess, at eigi beitti þeir upp völlinn.“ Hér er því bent á að hafi bændur ekki girðingu, garð, um tún sín séu þeir réttlausir, ekki öfugt! Það virðist því skýrt að bændur áttu, undir venjulegum kringumstæðum, að verja sín tún, og akra, sjálfir“. Nýbúar í sveitum landsins eru velkomnir. En það gerist æ algengara að jarðir séu setnar án búfjárhalds, sauðfjár. Þessir jarðeigendur líta sumir svo á að búfénaður nágrannanna megi ekki ganga til beitar á þeirra heimalöndum. Þeir vitna gjarnan til 33. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil og fl. nr.6/1986. Þar segir í IV. kafl. Um ágang afréttarpenings o. fl., 33. gr.: ,, Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. [Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.]“. Er hér átt við fé úr afrétti? Kaflinn heitir um ágang afréttarpenings o.fl. Hvað er átt við með ágangsfé? Hóp fjár, sem gengur í annars manns landi, og veldur landeiganda tjóni. Ekki eina og eina kind sem þekkir ekki landamerki og fer inn á land nágrannans. Um friðun lands segir svo í lögum nr 38/2013: ,,Umráðamanni lands er heimilt að ákveða að tiltekið og afmarkað landsvæði sé friðað svæði og er þá umgangur og beit búfjár þar bönnuð. Slík ákvörðun skal tilkynnt viðkomandi sveitarfélagi og skal liggja fyrir umsögn búnaðarsambands um að vörslulínur séu fullnægjandi og uppfylli ákvæði laga þessara, sbr. 3. gr. Sveitarstjórn skal auglýsa slíka ákvörðun í Stjórnartíðindum. Umráðamaður lands skal fyrir 15. júní á hverju vori framvísa til sveitarstjórnar umsögn búnaðar- sambands um að vörslulína sé fullnægjandi.“ Er tún, töðuvöllur, friðað land? Nei, en hver og einn eigandi túns, garðlands eða akurs má, getur, girt af sinn töðuvöll. Það gefur engum rétt til að reka fénað inn á tún eða engi í eigu annars manns, hvort sem túnið er girt eða ekki. Sé fénaður, sem rekinn er inn á annars manns land, þá er það ágangsfénaður. Hvar á fénaður í heimahögum að vera? Hann má vera í heimahögum eiganda síns, en hann má líka vera í landi nágrannans sé ekki um friðað land að ræða, samaber ákvæði laga, ef um er að ræða einstaka kindur! Það er ekki skilgreint nokkurs staðar að fénaður megi ekki fara yfir lækinn, ef ekki er fénaður þar fyrir, sem heldur aftur af fé nágrannans! Má hann fara inn á tún nágrannans? Eiginlega ekki, en ef ekki er girt með fjárheldri girðingu um túnið eða akurinn, eins og eigandi þarf að gera, ef hann vill verja sín tún, er það eiganda að verja túnið! Honum ber að að hafa löggarð um töðuvöll sinn og akra, annars getur hann ekki krafist beitartolls! Hugsunarháttur nýlendutímans Þegar,,hvíti“ maðurinn, Evrópubúar, hófu landnám í Ameríku hröktu þeir frumbyggja af löndum sínum og afnámu réttindi þeirra til að lifa af landinu eftir sínum siðum og reglum. Það sama gerðu nýlenduveldin í Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Ég verð að játa að mér finnst ,,nýbúar“ í sveitum landsins vilja hafa sama háttinn á og nýlenduveldin. Breyta þeim siðum, venjum og reglum, sem gilt hafa um aldir um réttindi og skyldur íbúa sveitanna. Bændur hafa alltaf þurft að verja sinn töðuvöll og garða sjálfir. Samkvæmt nýlegum úrskurði dómsmálaráðuneytisins (-ráðherra?) er þessi regla numin úr gildi með einu pennastriki! Púnktum! Sveitarstjórn og lögreglu sigað á fjárbændur. Í minni sveit er ástandið þannig að fjáeigendur þora ekki að sleppa fé í úthaga; Parraka fénaðinn á túnum þar til reka má á afrétt! Þetta gengur ekki, nema tilgangurinn sé að ganga endanlega að íslenskri sauðfjárrækt dauðri? Sveinn Hallgrímsson, fjárhirðir, búandi á Vatnshömrum í Andakíl.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.