Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Múlaþing: „Voðalega pirrandi dýr“ – Mæðgur laumuðu geitum í bústofninn meðan bóndinn var á sjó VIÐTAL Á Refsmýri í Fellum, Fljótsdals- héraði, er stundaður býsna litríkur búskapur en geitur eru nýjasta viðbótin og stendur til að gera veg þeirra meiri. Þarna búa hjónin Agnes Klara Ben Jónsdóttir og Björgólfur Jóns- son ásamt dóttur sinni, Glódísi Teklu, fimm ára, og senn er von á nýjum fjölskyldumeðlim í heiminn. Agnes og Björgólfur eru bæði fædd og uppalin á Stöðvarfirði en fluttu árið 2014 til Egilsstaða, og um tíma Svíþjóðar, en keyptu Refsmýri árið 2020. Hann er sjómaður og vinnur fulla vinnu á sjó með búskapnum en hún menntuð í lögreglufræði og hefur verið að taka ýmsan starfa að sér með búskapnum, þar sem Björgólfur er ekki heima nema um það bil hálft árið í heildina. Agnes hefur auk þess verið í hundarækt í rúman áratug. „Því miður sér maður ekki að það verði hægt að lifa af búskap neitt á næstunni meðan hlutirnir halda áfram að þróast eins og þeir hafa gert þessi þrjú ár síðan við keyptum,“ segir hún og á þar við alræmda afkomuerfiðleika íslenskra bænda. Refsmýringar hafa verið í heyönnum og þótt jörðin sé ekki stór þarf að heyja vetrarforða fyrir skepnurnar og kennir þar ýmissa grasa: „Við erum með um 350 kindur, þrjár merar og þrjár geitur en þær verða fleiri í haust þar sem við höldum nú huðnunni sem fæddist og eigum eftir að fá okkur nýjan hafur fyrir stofninn,“ upplýsir Agnes og heldur áfram: „Hér eru líka einhver 20-30 hænsn þar sem ég ungaði út í vor og við eigum eftir að kyngreina þá viðbót og sjá hvað verða margar hænur hjá okkur eftir það. Einnig erum við með þrjár tegundir af hundum.“ Kiðlingarnir eru eins og gæludýr Fjölskyldan elskar dýr og samvistir við þau. Nágrannahjón og bændur í Fellum, Heiðveig Agnes og Helgi Hjálmar á Setbergi, höfðu ítrekað hvatt til að Refsmýrarfólk tæki hjá þeim geitur en Björgólfur þrjóskaðist við. Næst þegar hann fór á sjó notuðu mæðgurnar tækifærið og sóttu sér geitur í Setberg. Björgólfur spurði við heimkomu hvað yrði þá næst komið í húsin þegar hann kæmi heim eftir sjóferð og sú stutta fimm ára svaraði að bragði: „Kannski kengúrur!“ „Síðan þá hafa geiturnar verið hjá okkur og Björgólfur tuðað mismikið yfir þeim en samt geri ég ekki annað en að ná myndum af honum vera að knúsast í henni Gæfu, að greiða á henni hökutoppinn og ég veit ekki hvað,“ segir Agnes hlæjandi. „Þegar ég fór að tala um að gera almennilegt svæði fyrir þær og benti á neðsta hornið í fjárhúsunum, sagði hann: „Já, það væri nú alveg hægt að hafa einhverjar tíu geitur þarna.“ Svo hann er ekki svo ósáttur við þær. Ef þið spyrjið hann eru þetta voðalega pirrandi dýr en svo fer hann að tala um hvað geiturnar séu nú skemmtilegar inn á milli!“ segir Agnes, létt í tali. Hún segist sjá mikinn mun á kiðlingum og lömbum. „Kiðlingar eru meira eins og gæludýr. Meðan flest lömb eru ekkert spennt fyrir klappi eða að láta elta sig, elta kiðin mann út um allt.“ Geiturnar séu þó misjafnar. „Dóra vill t.d. ekkert með klór eða klapp hafa en Heiðdís er aðeins forvitnari. Hún er dóttir Gæfu sem elskar allt klapp og klór. Kiðið hennar Gæfu, hann Geitungur, mætti t.d. oft inn á kaffistofu til okkar í sauðburði og reyndi að troða sér alls staðar þar sem við, og sérstaklega Glódís, vorum. Þau hlupu í eltingarleik allan ganginn í fjárhúsunum ásamt því að hún var á hjóli og hann hlaupandi á eftir henni.“ Til stendur að fjölga geitunum á komandi árum og nýta kjötið til heimabrúks. Litli dýrahvíslarinn Áður hefur verið minnst á Glódísi Teklu, fimm ára heimasætu á Refsmýri. Hún hefur alveg sérstaka tengingu við dýr og hefur verið kölluð „dýrahvíslari“ þótt ung sé að árum. Hún hefur verið innan um hunda og hvolpa frá öndverðu og er sögð hafa einstakt lag á öllum skepnum. „Hún Glódís er ótrúlegt barn þótt við segjum sjálf frá,“ segir móðirin stolt. „Hún er hlédræg, róleg og mjög þroskuð, með rosalega tengingu við dýr.“ Hún eigi t.d. yndislegt samband við féð sitt. „Hún gerir gemsana gæfa eins og ekkert sé, beint af fjalli. Hún labbar í hrútahólfinu og þeir flykkjast að henni í klapp og dekur. Kindin Gæla kemur heim að bæ um það bil annan hvern dag til að heilsa upp á Glódísi og fá smá brauðskorpu. Það er yndislegt að horfa á hana dröslast um, kró eftir kró, innan um allar kindurnar og hvernig hún laðar þær að sér. Hún hikar líka ekki orðið við að skamma þær sem eru óþekkar og sama með hundana. Hún er ljúf og góð en setur dýrunum samt líka mörk sem er fyndið að sjá barn sem er að verða fimm ára gera. Hún er einnig að byrja í hestunum og hún er svo slök á baki Mánadísar að hún geispar á baki.“ Merarnar Mánadís, Heilladís og Grádís eru allar í miklu uppáhaldi en tvær þær síðarnefndu eru tveggja vetra gömul tryppi, gæfar og mannelskar, og stendur til að setja þær í tamningu. „Við erum að fara að fá okkur fleiri tamda hesta svo fjölskyldan geti farið að njóta saman á baki. Því verður bara fjölgun á dýrum hér frekar en hitt,“ hnýtir hún við. Agnes kveður dýrin á bænum Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is Geiturnar Gæfa, Heiðdís og Skeggi, sem er þó ekki lengur í tölu lifenda en var faðir Refsmýrarkiðlinganna í ár. Myndir / AKBJ Það er sannarlega líflegt á Refsmýri og geiturnar sjá ekki hvað síst um að halda uppi fjörinu ásamt heimalningunum Höskuldi og Þröskuldi. • Íslenski geitastofninn er landnámsstofn án þekktra utan- aðkomandi áhrifa. • Íslenska geitin hefur strý og fiðu. Hún er ýmist hyrnd, kollótt eða hníflótt. Dindill er stuttur og loðinn. Neðan á kjálkanum er hártoppur eða skegg. Gæran er nefnd staka. • Geitur voru algengar hér á landi fyrstu árhundruð byggðar en fækkaði eftir 1200. • Geitur voru stundum nefndar kýr fátæka mannsins því þær gátu lifað á rýru landi og þurftu kjarnminna hey. Einnig vegna nytja, svo sem mjólkur- og kjöts, fiðu, skinna, horna og fitu. • Íslenska geitin er flokkuð sem dýr í útrýmingarhættu. 4.200 vetrarfóðruð kvendýr þurfa að vera í stofninum til að svo sé ekki. Stofninn hefur á stundum farið undir 100 dýr en allt upp undir 3.000 dýr framan af tuttugustu öldinni. Um 1.700 geitur eru nú á Íslandi. • Um 1965 var farið að veita stofnverndarstyrk fyrir vetrarfóðraðar, skýrslufærðar geitur. • Söguleg þróun stofnsins hefur verið tekin saman og Erfðanefnd landbúnaðarins stutt við bakið á því verkefni. • Stefnt er að því að ná heildar stofnstærð upp fyrir hættu- mörk og tryggja lágmarksfjölda dýra til lengri tíma. Jafnframt á að draga úr skyldleikarækt innan stofnsins. • Í verndaráætlun fyrir íslenska geitastofninn er sett fram það markmið að nýta geitastofninn með markvissari hætti svo hann öðlist hlutverk sem framleiðslukyn. Jafnframt að geitfjárræktendur standi jafnfætis öðrum bændum varðandi styrkjakerfi í landbúnaði og þjónustu fagaðila. • Geitfjárræktarfélag Íslands var stofnað árið 1991. Markmið þess er að stuðla að verndun íslensku geitarinnar og markaðs- setningu geitaafurða. • Heiðrún er kerfi frá árinu 2016 sem heldur utan um skýrslur geitfjárræktar. Þannig er m.a. ætternisupplýsingum geita haldið til haga. • Nú til dags eru nytjar af íslenskum geitum kjöt, mjólkur- vörur, snyrtivörur og ull, en í litlu mæli. • Engin íslensk afurðastöð kaupir geitakjöt enn sem komið er. Geitabændur annast því slátrun og afurðasölu sína sjálfir. Íslenska geitin (Capra hirsus)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.