Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Hestaíþróttir: Hross og knapar til reiðu búnir Hinrik Þór Sigurðsson, verkefnastjóri afreks- og mótamála, Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH, Erlendur Árnason, járningamaður landsliðsins, Guðni Halldórsson, formaður LH, Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar, Elvar Þormarsson, Benedikt Ólafsson, Sara Sigurbjörnsdóttir, Teitur Árnason, Herdís Björg Jóhannsdóttir, Jakob Svavar Sigurðsson, Glódís Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir, Páll Bragi Hólmarsson, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Þorgeir Ólafsson, Hans Þór Hilmarsson, Guðmundur Björgvinsson, Ingibergur Árnason, Árni Björn Pálsson, Jón Ársæll Bergmann, Benjamín Sandur Ingólfsson, Hekla Katharína Kristinsdóttir U21 landsliðsþjálfari og Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari. Mynd / HF Farsælt keppnispar í hesta- íþróttum mun ljúka ferli sínum saman á heimsmeistaramóti sem fram fer í Oirschot í Hollandi dagana 7.–13. ágúst. Jóhanna Margrét Snorradóttir segist ekki finna fyrir aukinni pressu en veit að fram undan er erfið kveðjustund þeirra Bárðar frá Melabergi. Landsliðsþjálfarar kynntu liðið föstudaginn 14. júlí sl. í sýningarsal Öskju við hátíðlega athöfn. Íslendingar senda frá sér fullskipað lið ásamt þremur ríkjandi heimsmeisturum, Benjamín Sandi Ingólfssyni, Guðmundi Björgvinssyni og Teiti Árnasyni. Mikil ólga hefur verið í kringum landsliðsmálin undanfarin misseri en tveir ríkjandi heimsmeistarar hafa verið settir úr liðinu vegna agabrota. Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi hafa verið í mikilli uppsveiflu í vor og í sumar. Þau urðu þrefaldir Íslandsmeistarar á nýafstöðnu Íslandsmóti og eru miklar væntingar bundnar við árangur þeirra á mótinu. Aðspurð hvort Jóhanna finni fyrir aukinni pressu segir hún það ekki vera. „Ég finn bara fyrir þeirri pressu sem ég set á mig sjálf. Mig langar að gera vel og markmiðið er að standa mig vel og gera betur en á síðasta móti.“ Það var ekkert launungarmál að Jóhanna stefndi á að komast með Bárð á Heimsmeistaramótið og tók hún ákvörðun snemma í vetur að sleppa því að taka þátt í Meistara deildinni en þau hafa átt farsælan feril í deildinni. „Það var rétt ákvörðun hjá mér. Hesturinn hefur aldrei verið jafnferskur og í eins miklu stuði á þessum tíma og nú. Mikið álag um veturinn, eins og hefur verið á honum, hefur stundum orðið til þess að hann mætir aðeins þreyttur inn í vorið.“ Þetta er sjötta keppnistímabilið þeirra Jóhönnu Margrétar og Bárðar og kveðjustundin í Hollandi verður eflaust erfið hjá þessu frábæra pari. „Bárður mun fara til Sviss og er ég búin að plana nokkrar helgar næsta haust og vetur að hjálpa nýjum eiganda svo þetta er engin endastöð fyrir okkur. Ég reyni að hugsa ekki mikið um kveðjustundina og einbeiti mér frekar að verkefninu sem er fram undan. Gera okkar allra besta á mótinu og svo kemur að kveðjustund sem verður erfið.“ Sterkt landslið Jóhanna og Bárður munu keppa í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum. Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum keppa í gæðingaskeiði, Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli í fimmgangi, Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili, Hvítársíðu keppa í fimmgangi, tölti, gæðingaskeiði og samanlögðum fimmgangsgreinum og Páll Bragi Hólmarsson og Vísir frá Kagaðarhóli í fjórgangi og tölti. Á skeiðvængnum verða Ingibergur Árnason á Sólveigu frá Kirkjubæ og Hans Þór Hilmarsson á Jarli frá Þóroddsstöðum. Miklar vonir eru bundnar við U21 landsliðið en óhætt að segja að aldrei hafi verið sendur áður jafnöflugur hópur. Í hópnum eru þau Benedikt Ólafsson á Leiru-Björk frá Naustum en þau eru þrefaldir Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði, Glódís Rún Sigurðardóttir og Salka frá Efri-Brú, Íslandsmeistarar, sem hlutu 7,60 í fimmgangi, Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu sem hafa farið yfir 8,00 í tölti, Jón Ársæll Bergmann og Frár frá Sandhóli, sem eru Íslandsmeistarar í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum og að lokum Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir á öskufljótri Ylfu frá Miðengi. Að auki verða kynbótahross í öllum flokkum. Ársól frá Sauðanesi verður sýnd af Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur í flokki 5 vetra hryssna, Hrönn frá Fákshólum verður sýnd af Jakobi Svavari Sigurðssyni í flokki 6 vetra hryssna og í elsta flokki hryssna sýnir Árni Björn Pálsson Kötlu frá Hemlu II. Hann sýnir jafnframt Geisla frá Árbæ í flokki 6 vetra stóðhesta. Höfði frá Bergi verður sýndur í flokki 5 vetra stóðhesta af Þorgeiri Ólafssyni og í elsta flokki stóðhesta er það Hersir frá Húsavík, sýndur af Teiti Árnasyni. /hf Enn að átta sig Ingibergur Árnason var valinn í lands- lið Íslands korter í kynningu, en hann og Sólveig frá Kirkjubæ eru eitt alfljótasta parið á heims vísu í skeiðgreinunum og hafa verið um árabil. „Ég fékk að vita af þessu klukkan ellefu í morgun svo ég er kannski aðeins að átta mig enn þá á þessu en ég er spenntur fyrir verkefninu,” sagði Ingibergur við blaðamann eftir kynningu landsliðsins. Það sem er skemmtilegt við val Ingibergs og Sólveigar er að Ingibergur er áhugamaður úr hestamanna- félaginu Sörla sem stundar útreiðar af kappi en er ekki atvinnu maður í faginu. Hann hefur verið duglegur að keppa í skeiði og náð eftirtektar verðum árangri. „Markmiðið mitt er alltaf að gera eins vel og ég get. Það er auka bónus að fá þetta tækifæri. Þetta er samt ekki auðveld ákvörðun. Þú þarft auðvitað að selja hrossið og getur ekki haldið áfram með það. Sólveig á mörg ár eftir og mér finnst hún ekki hafa toppað sig enn. Þetta verður erfitt en tækifæri sem maður grípur.” Bárður frá Melabergi mun fara til Sviss að móti loknu. Jóhanna Margrét mun fylgja honum eftir á nýjum heimaslóðum fyrst um sinn. Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands er hækkun á dilkakjöti milli ára 17%. Árið 2022 var reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt 748 kr/kg en er nú 876 kr/kg. Verð á kjöti fyrir fullorðið hækkar aðeins um 3% milli ára. Ekki hefur verið birt afurðaverð hjá Fjallalambi og Sláturfélagi Vopnafjarðar og miða útreikningar við afurðaverð þessara sláturleyfishafa árið 2022. Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ, segir ánægjulegt að afurðaverð komi fram svo snemma. „Þessi hækkun er þó minni en mínar væntingar stóðu til. Við hjá Bændasamtökunum teljum að framleiðslukostnaður á dilkakjöti sé ríflega 2.000 kr/kg. Miðað við það vantar okkur nærri 300 kr/kg upp í þann kostnað þegar tekið hefur verið tillit til stuðnings úr búvörusamningum.“ Afkoman verri þrátt fyrir hækkun Árið 2022 fengu bændur viðbótar- stuðning sem nam um 111 kr/ kg samkvæmt rekstrargreiningu RML. Ekki verður greiddur neinn viðbótarstuðningur til bænda á þessu ári. Þá er ljóst að ýmsir kostnaðarliðir hafa hækkað talsvert milli ára. Trausti segir því allt stefna í að afkoma sauðfjárbúa versni milli ára, þrátt fyrir hækkun afurðaverðs. „Við megum alls ekki við því að sjá framleiðsluna dragast meira saman. Ég á von á því að við sjáum frekari hækkun afurðaverðs og síðan stendur yfir endurskoðun búvörusamninga. Þar hlýtur ríkið að horfa til stöðu greinarinnar og koma til móts við hana.“ /uss-ghp Sláturleyfishafi 2022 2023 Hækkun Fjallalamb 746 Kaupfélag Skagfirðinga svf 753 903 20% Norðlenska ehf 746 886 19% SAH Afurðir ehf 746 886 19% Sláturfélag Suðurlands svf 754 890 18% Sláturfélag Vopnfirðinga hf 748 Sláturhús KVH ehf 753 903 20% Reiknað meðalverð sláturleyfishafa og hækkun milli ára. Sláturhús KVH og Kaupfélag Skagfirðinga greiða hæst verð samkvæmt þessum útreikningum, 903 kr/kg. Heimild: Bændasamtök Íslands Reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar um 17% milli ára. Heimild: BÍ Afurðaverð fyrir dilkakjöt hækkar Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.