Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 LESENDARÝNI Í fréttatilkynningu Haf- rannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, rannsóknastjóra fiskeldis hjá stofnuninni, í Bænda- blaðinu hinn 9. mars kemur m.a. eftirfarandi fram: , ,Lokun fyrir laxeldi í innri hluta Ísafjarðar- djúps túlkar Valdimar sem beina aðför að hagsmunum fyrirtækja í íslenskri meirihlutaeigu.“ Margir veiðiréttaeigendur og umhverfissinnar hafa lagt áherslu á að Ísafjarðardjúp verði lokað fyrir laxeldi í sjókvíum og reyndar að eldi á norskættuðum laxi verið bannað í öllum fjörðum landsins. Skoðum fyrst fyrri ákvæði um heimildir til eldis á frjóum eldislaxi í íslenskum fjörðum og förum síðan yfir þær svæðisbundnu takmarkanir sem settar hafa verið í áhættumati erfðablöndunar. Fyrri takmarkanir Í auglýsingu nr. 460/2004 er tilgreint hvar heimilt er að vera með eldi á frjóum laxi og m.v. núverandi e l d i s t æ k n i takmarkast eldissvæðin við Austfirði, Eyjafjörð og Vestfirði. Í reglugerð nr. 105/2000 var sett ákvæði um fjarlægðarmörk laxeldis í sjókvíum við laxveiðiár, 5 km fyrir minni laxveiðiár og 15 km fyrir stærri laxveiðiár. Reglugerðin er nú fallin úr gildi en áfram stendur auglýsingin. Það voru ekki allir sáttir með auglýsingu nr. 460/2004 og í umsögnum við fiskeldisfrumvarpið á árunum 2018 og 2019 koma Landssamband veiðifélaga (LV), nokkur veiðifélög og umhverfissamtök o.fl. með athugasemdir. Þar var m.a. bent á samkomulag frá 25. október 1988 af formanni Fiskeldis- og hafbeitarstöðva og veiðimálastjóra fyrir hönd Veiðimálastofnunar um að aldrei skyldi leyft að norskur lax væri notaður í sjókvíaeldi eða hafbeit og dreifingu hans skyldi takmarka við landeldi. Áhættumatið Til að takmarka enn frekar eldi á frjóum laxi lagði Hafrannsóknastofnun til svokallað áhættumat erfðablöndunar á árinu 2017 til starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra um stefnumótun í fiskeldi. Fiskeldisfrumvarpið var fyrst lagt fram á árinu 2018 og aftur 2019 með veigamiklum breytingum að mati Landssambands veiðifélaga (LV). Fulltrúi LV sat í stefnumótunarhópnum ásamt fulltrúum fiskeldisfyrirtækja og stjórnvalda. Í umsögn LV er bent á að breytingar á áhættumatinu séu ekki til samræmis við það samkomulag sem gert var í starfshópnum. Jafnframt kemur fram í umsögn LV að ,,áhættumat erfðablöndunar verði ekki túlkað sem sátt á milli hagsmunaaðila, og að LV væri áfram á móti eldi á frjóum laxi og vísar til eldra samkomulags um að norskur eldislax verði aðeins notaður í landeldi“. Aðför að íslenskum hagsmunum Fram kemur í grein rannsóknastjórans að ,,matið gerir engan greinarmun á laxeldi eftir því hvort um innlend eða erlend fyrirtæki sé að ræða“. En er það rétt? Reiknilíkan áhættumatsins sjálft gerir ekki greinamun á þjóðerni en það gera þeir sem vinna með líkanið og koma með tillögurnar eða setja reglurnar. Áhættumatið erfðablöndunar setur takmarkanir á: • Framleiðsluheimildir til eldis á frjóum laxi. • Svæði þar sem heimilt er að vera með eldi á frjóum laxi er minna í umfram en skilgreint er í auglýsingu nr. 460/2004. Það er einkum með takmörkun á eldi í Ísafjarðardjúpi þar sem verið er að mismuna íslenskum fyrirtækjum og afleiðingin er að uppbyggingu hefur seinkað með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni. Í grein rannsóknastjórans kemur fram að ,,við gerð áhættumatsins voru varfærnissjónarmið höfð að leiðarljósi þar sem náttúran var látin njóta vafans“. Því er til að svara, eins og höfundur hefur m.a. bent á í greinum sínum í Bændablaðinu á árinu 2020, að áhættumat erfðablöndunar hefur lítið sem ekkert með náttúruvernd að gera, það snýst fyrst og fremst um að úthluta framleiðsluheimildum. Ferli málsins Það hefur alltaf verið og er enn þá mikil óánægja með áhættumat erfðablöndunar og skoðum ferli málsins er varðar takmarkanir og úthlutanir framleiðsluheimilda fyrir Ísafjarðardjúp: • Ákvörðun 2017: Hafrannsókna- stofnun lagði til að loka Ísafjarðar- djúpi þrátt fyrir auglýsingu nr. 460/2004 og svokallað reiknilíkan áhættumats erfðablöndunar gæfi möguleika á nokkurra þúsunda tonna eldi í Djúpinu. Þannig var fyrirhugað laxeldi íslensks fyrirtækis slegið út af borðinu. Hafrannsóknastofnun hefur ekki enn þá komið með fagleg handbær rök fyrir þessari ákvörðun að mati höfundar. • Ákvörðun 2018: Hafrannsókna- stofnun gaf út fréttatilkynningu um væntanlegt tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi og hafa sérfræðingar stofnunarinnar eflaust áttað sig á að ekki væri heiðarlega unnið og 3.000 tonna heimildir stóðu eftir skv. reiknilíkani áhættumatsins þegar laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila á sunnanverðum Vestfjörðum höfðu fengið allt sitt. Ekkert heyrðist meira um þetta tilraunaeldi og eflaust hefur jafnræðisreglan og skortur á lagaheimildum átt þar hlut að máli. • Ákvörðun 2019: Það voru miklir hagsmunir undir og unnið var að því að fá heimild til eldis á frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi af laxeldisfyrirtækjum, sveitarstjórnar- mönnum og fleirum og sendar voru fjölmargar umsagnir og athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið áður en það var lögfest á Alþingi Íslendinga. Ísafjarðardjúp var áfram lokað og með samþykkt fiskeldisfrumvarpsins voru miklir fjárhaglegir hagsmunir erlendra fjárfesta og íslenskra fulltrúa þeirra tryggðir á kostnað íslenskra fyrirtækja. • Ákvörðun 2020: Við endur- skoðun á áhættumatinu var Ísafjarðar- djúp utan Æðeyjar opnað fyrir eldi á frjóum laxi. Það fól m.a. í sér að sjókvíaeldi á frjóum laxi sem íslenskt fyrirtæki hafði lagt upp með að stunda innar í Ísafjarðardjúpi varð ekki að veruleika en gerði öll fyrirhuguð áform laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila möguleg. Hafrannsóknastofnun hefur ekki enn þá komið með fagleg handbær rök fyrir þessari ákvörðun. • Ákvörðun 2023: Endurskoðun á áhættumatinu sem átti að gera fyrrihluta þessa árs hefur dregist verulega af einhverjum ástæðum. Að lokum Það má alltaf deila um hvort heimila eigi eldi í sjókvíum með norskættuðum laxi í Ísafjarðardjúpi eða íslenskum fjörðum. LV bendir á að samkomulag við ríkisvaldið hafi verið brotið tvisvar sinnum. Það verður að teljast óheppilegt og er eingöngu til að skapa meiri ósátt. Hafrannsóknastofnun með sínum vinnubrögðum við innleiðingu áhættumats erfðablöndunar bætir um betur með aðför að íslenskum fyrirtækjum, með ófaglegum og óheiðarlegum vinnubrögðum, fyrst með lokun Ísafjarðardjúps og síðan opnun utan við Æðey. Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur. Valdimar Ingi Gunnarsson. Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum Aftaka íslenskra sauðfjárbænda með ráðuneytisúrskurði Hvaða hömlur voru á búfjáreign fyrr á öldum hér á landi? Frá Færeyjum höfum við ,,Seyjabrevet“ sem segir hversu stóran bústofn grasbíta hvert býli mátti hafa (mátti halda, eiga), til að ofgera ekki beitilandinu. Hér, á Íslandi, var ekki nein opinber skrá um beitaþol einstakra jarða, en jarðamatið var vegvísir, kúgildamatið. Það var einnig mælikvarði annarra auðlinda en aðeins um magn og gæði jarðargróða, beitilands. Í bók sinni KELTAR eftir Þorvald Friðriksson (2022) segir á bls. 69: ,,Í kúgildakerfinu er ein kýr sama og eitt hundrað á landsvísu, en það jafngildir sex ám, loðnum og lembdum í fardögum á vori, eða 120 álnum vöruvaðmáls, eða eitt hundrað í jörð, þ. e. jörð sem framfleytti einni kú eða sex ám.“ Þetta sýnir að forfeður okkar hugsuðu um gæði landsins og að ofbeita ekki. Skildu að hæfileg beit er eina leiðin til að viðhalda verðmæti landsins og tryggja afkomu til lengri tíma. Sauðfé hefur alltaf gengið frjálst um heimalönd Reglur um smalanir heimalanda, þar sem gert er ráð fyrir að allir fjáeigendur í sömu ,,sveit“, sama svæði, smali samtímis, sýna að gert var ráð fyrir að fé nágranna gæti gengið á þínu landi, eins og þitt fé gæti verið í högum nágrannans. Enda sé fjárfjöldi í samræmi við b u r ð a r g e t u landsins. Í kerfinu er gert ráð fyrir að fjárfjöldi hvers og eins miðaðist við beitarþol j a r ð a r i n n a r . Innbyggt í þetta kerfi var ,,ásetningur“, forðagæslan. Hver fjáreigandi þurfti að eiga ákeðið magn fóðurs fyrir hverja ásetta kind. Þetta fóðurmagn var mismunandi eftir sveitum og jörðum: Frá einni sátu upp í 2 hestburði. Þá var gert ráð fyrir að allir ættu kindur, að allir nýttu beitarréttinn. Margar jarðir eiga einnig upprekstrarrétt á afrétt, en það er sér kapítuli. Á stórum svæðum á Íslandi eru hins vegar, aðeims heimalönd, eins og t.d. algengast er í Strandasýslu. Bændur á Ströndum samræma smalamennskur með bændum í Reykhólasveit, þar sem heimalönd þeirra liggja saman. Það gera bændur vegna þess að fénaðurinn gengur ekki eingöngu á sínu heimalandi, frekar en fénaður nágrannanna. Lýsing Íslands Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um Ísland á árunum 1876 og (aftur) 1881–1898. Hann kynnti sér landbúnað á Íslandi og fjallar um hann í þriðja bindi bókar sinnar, Lýsing Íslands. Í eftirfarandi grein mun ég vitna í Þorvald, enda eru lýsingar hans taldar nákvæmar og ábyggilegar. Hér verður vitnað í þriðja bindi af Lýsingu Íslands og aðeins nefndar blaðsíður. Á bls. 99: Í Jónsbók segir: ,,Garður er granna sættir“ og ,,hver maðr skal löggarð gjöra um töðuvöll sinn“. Þá er lýst hvað átt er við með löggarði. Enn fremur segir Þorvaldur: ,,Eftir Jónsbók voru menn þannig réttlausir fyrir ágangi fjár, ef menn höfðu ekki löggarða um tún sín.“ Þegar Jónsbók var lögtekin á Alþingi 1281, voru bændur óánægðir með þessi ákvæði, og bendir það til þess að þeir muni ekki allir hafa haft Sveinn Hallgrímsson. Nýbúar í sveitum landsins eru velkomnir. En það gerist æ algengara að jarðir séu setnar án búfjáhalds, sauðfjár. Þessir jarðeigendur líta sumir svo á að búfénaður nágrannanna megi ekki ganga til beitar á þeirra heimalöndum. Mynd / ghp TIL LEIGU Atvinnuhúsnæði í Lindunum til leigu Snyrtilegt atvinnu húsnæði á jarðhæð í Askalind 4, Kóp. til leigu frá 1. ágúst. Stærð 222 m2, stórir salir ásamt skrifstofuherbergi. 2 innkeyrsludyr og 1 göngudyr í vestur. Hentugt undir léttan rekstur/iðnað eða geymslur. Upplýsingar í síma 896-4494 • Askalind 4, 200 Kóp. • Atvinnuhúsnæði • Stærð 222 m2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.