Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 STÁLGRIND TIL SÖLU! 495 fm2 (18x27,5m) Nánari upplýsingar veitir Gísli Már 842-5462 | gislia@veritas.is < < < < 6 m < < 6 m < < 6 m < < 3 .2 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 5.5 m < < 18 m 27.5 m < < 4 .1 m 5. 5. 5. 5. Eitt af fyrstu þroskaverkefnum okkar er að halda höfðinu stöðugu eða eins og sagt er í daglegu máli að „halda haus“. Þetta orða- tiltæki hefur einnig aðra merkingu eins og að halda andlitinu eða með öðrum orðum að láta ekki tilfinningar í ljós. Alveg sama á hverju gengur. Innra með okkur bærist þó ólgusjór og stormviðvörun sem fyllir á stundum tilfinningaskalann. Við höldum samt andlitinu og þjálfum okkur markvisst í að þjappa tilfinningum saman eins og gert var þegar síld var söltuð í tunnu. Þjappa og þjappa, svo skellum við lokinu á. Líkaminn fær að kenna á tilfinningapressunni, því við höldum stöðugri spennu, erum eins og spennt teygja til að koma í veg fyrir að það komi leki. Áhrifin eru líkust því sem við sjáum í aflraunakeppnum þar sem haldið er á þungum hlut í útréttri hönd sem reynist ótrúlega mikil áreynsla. Fylgikvilli stöðugrar spennu er þreytutilfinning sem fólk áttar sig oft ekki á eða tengir við orsökina. En tunnan getur brostið á böndunum og þá gusast út vökvinn og það sama gerist í tilfinningagosinu þegar við ausum úr okkur með hávaða og orðaflaumi sem við ráðum bara ekki við því það kom jú leki í tunnuna. Afleiðingarnar geta verið slæmar, við missum út úr okkur eitthvað sem við sjáum eftir og upplifum slæmar tilfinningar á eftir. Og þá kemur að iðruninni eða að gangast við sínum tilfinningabrestum. Það getur verið hægara sagt en gert því orðin sem sögð voru eru ekki aftur tekin og fyrirgefning ekki alltaf gefin. Þá hefst viðgerðarvinnan sem tekst sisvona, allt eftir því hvað við getum verið heiðarleg gagnvart tilfinningum og tekist á við grunnvandann eða bara nota gömlu aðferðina og þjappa í tunnuna. Þegja þetta bara af sér. En besta leiðin er sennilega sú að hætta að troða í tunnuna, mæta sínum áskorunum og læra að takast á við tilfinningaágjöfina. Fyrir þá sem ekki eru reiðubúnir til þess, að þá eru til leiðir sem markvisst geta dregið úr spennu sem eru fólgnar í líkamlegri áreynslu, teygjum eða djúpslökun. Að kenna gömlum hundi að sitja Það reynist mörgum fullorðnum verulega erfitt að breyta um lífsstíl eða lífsmáta til hins betra. „Ég er bara svona“ eru í raun ákveðin skilaboð um að við treystum okkur ekki til eða sjáum ekki fram á að við getum breytt neinu til batnaðar. Við búum til hindranir eða höft til að takast á við óþægilegar tilfinningar, af því við viljum það ekki, getum það ekki eða vitum ekki hvernig á að gera það. Dómharkan gagnvart okkur sjálfum er mun meiri en til dæmis gagnvart vinum, við fyrirgefum þeim, umberum og styðjum þá. En gagnvart eigin breyskleika setjumst við gjarnan í dómarasætið og gefum okkur sjálfum falleinkunn og niðurbrot. Okkar eigin mistök sæta oft meiri gagnrýni frá okkur sjálfum, eitthvað sem við myndum sjaldnast gera gagnvart vinum. Þetta er eitthvað sem nánast allir kannast við og þú, lesandi góður, manst örugglega eftir atviki þar sem dómgæslan í leiknum var ekki alveg sanngjörn. Þroski og umburðarlyndi Lífshlaupið er eitt þroskaverkefni með öllum sínum áskorunum sem við ýmist leitum eftir eða færast í hendur okkar óumbeðið. Að vera ábyrgur fyrir lífi annarra sem foreldri, forráðamaður eða bóndi er stórt þroskaverkefni sem færir okkur í fang ótrúlegar áskoranir sem geta haft meiri tilfinningaleg áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Þroskinn felst meðal annars í að gangast við þessum tilfinningum, reyna að skilja þær, sýna umburðarlyndi í stað dómhörku í eigin garð og stækka þar með persónuna sem við viljum vera. Í landi þar sem ekki er alltaf sumar og sól þó að dagatalið segi annað, er lífið stundum erfitt á drungalegum degi og við leitum leiða til að bæta okkar geð. Vanlíðan er hægt að deyfa með lyfjum og áfengi og sú leið er vel þekkt og enda telja sumir sig ná mjög góðum árangri í að svæfa sínar tilfinningar á þann hátt. Sú leið er hins vegar öfug við það sem ég áður nefndi með þroskann því svo einkennilegt sem það virðist þá erum við að taka út þroska allt lífið enda er skóli lífsins eilífur. Lífsgjöfin sem okkur var gefin við fæðingu er á okkar ábyrgð að rækta og hlúa að svo vöxturinn verði sem bestur og gefi góðan ávöxt. Halla Eiríksdóttir, stjórnarmaður BÍ, hjúkrunarfræðingur og sauðfjárbóndi. Bændageð: Að halda haus Halla Eiríksdóttir. AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA Allir kannast við það að kaupa sér eitthvað, annaðhvort eitthvað sem þá vantar eða eitthvað sem þá langar í. Það er samt fátt leiðinlegra en að uppgötva svo þegar heim er komið og tekið er upp úr pokunum að maður keypti óvart eitthvað annað sem e i n v ö r ð u n g u svipar til þess sem stóð til að kaupa – en alls ekki það sama. Maður var hreinlega að kaupa köttinn í sekknum. Bændur hafa um nokkra hríð haft áhyggjur af merkingaróreiðu sem sé allsráðandi á búvörum; innflutt kjöt í umbúðum frá íslenskum kjötvinnslum með íslenska fánanum og innflutt grænmeti með íslenskum texta þótt upprunaland sé allt annað en Ísland. Þegar stóra samkeppnisforskot íslenskra búvara er uppruninn er til lítils að tala um samkeppnishæfni íslenskra afurða gagnvart innflutningi þegar þessi staða er uppi. „Ég reyndi alltaf að kaupa bara erlent á öllum „íslenskt, já takk!“ dögum af því mér finnst hugmyndin um að ég eigi að versla við einhvern eingöngu vegna þjóðernis vera fráleit hugmynd,“ skrifaði einn í þráð á Twitter. Þetta snýst ekki um þjóðrembing eða ófullnægjandi vöru. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um réttindi neytenda á upplýstu vali og að fá það sem þeir telja sig vera að kaupa. Í Gallup-könnunum fyrir árin 2020–2022 um kauphegðun Íslendinga kemur fram skýr vilji landsmanna til að versla íslenskt. Það sé hins vegar upplifun margra að þeir séu blekktir til að kaupa innfluttar vörur vegna bágra merkinga. Þannig eru 72% óánægð með að erlendar kjötvörur séu seldar undir íslenskum vörumerkjum og 63% svarenda óska þess að innlendar matvörur verði upprunamerktar. Drifkraftur neytenda Mælingar Gallup síðustu ár benda til þess að meira en helmingur Íslendinga hafi breytt daglegum neysluvenjum sínum nokkuð eða mikið til að minnka umhverfisáhrif. Þá sýna tölur erlendis frá að hjá dagvöruframleiðendum er vöxturinn mikill hjá þeim sem selja sjálfbæra og umhverfisvæna vöru. Er þetta í takt við það sem kannanir erlendis sýna og eru neytendur reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir umhverfisvænu vöruna. Allt eru þetta áherslur neytenda sem ná þvert á alla hópa og litlar breytingar eru á viðhorfi eftir t.d. aldri, menntun, búsetu eða kyni. Drifkraftur framleiðslunnar kemur þannig frá neytendum þar sem þarfir viðskiptavina munu til framtíðar ráða miklu um vöruúrval. Þannig þurfi að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif matvæla, ásamt því að finna leiðir til að upplýsa neytendur og fyrirtæki betur um réttindi og skyldur. Það er sameiginlegt hagsmunamál neytenda, stjórnvalda, verslunarinnar, framleiðenda og innflytjenda að bæta enn frekar merkingar á matvælum og tryggja þannig betur rétt neytenda til upplýsinga, sérstaklega þegar neytendur vilja beina kaupum sínum að innlendri framleiðslu þar sem þeir telja sig nokkuð kunnuga um framleiðsluhætti innlendra búfjárafurða. Þörf er á vottun Í anda góðra tengsla milli framleiðenda og neytenda þarf að stefna markvisst að því að innleiða upprunamerkið Íslenskt staðfest á alla frumframleiðslu matvæla hér á landi og sem fylgir vörum gegnum framleiðslu og söluferli, því neytendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum um uppruna og innihald matvæla; í verslunum, kjötborðum, á veitingahúsum og í mötuneytum. Meðvitund og áhugi forsvars- manna fyrirtækja og samtaka neytenda, um þær kröfur sem gerðar eru í löggjöf tengdri matvælum og rétti neytenda til upplýsinga, mætti þannig vera meiri. Því er eðlilegt að kröfurnar fái nánari kynningu, leiðbeiningar liggi fyrir, auk þess sem nauðsynlegt er að virkt eftirlit sé með framfylgd þeirra. Neytendur eiga ekki að þurfa að sætta sig við að krydd á kjötsneið þurrki út þörfina á upprunamerkingu, en þannig var innleiðing á evrópsku reglunum um upprunamerkingar. Þess vegna hefur skapast þörf fyrir upprunamerki fyrir íslenskar búvörur. Sú viðurkennda vottun sem upprunamerkið Íslenskt staðfest felur í sér er mikilvægur liður í að tryggja áreiðanleika upplýsinga um matvæli. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Að kaupa köttinn í sekknum Vigdís Häsler. Bændablaðið kemur næst út 24. ágúst Fátt er leiðinlegra en að uppgötva þegar úr búðarferð er komið að maður keypti óvart eitthvað annað sem einvörðungu svipar til þess sem stóð til að kaupa – en alls ekki það sama. Mynd / ghp Okkar eigin mistök sæta oft meiri gagnrýni frá okkur sjálfum, eitthvað sem við myndum sjaldnast gera gagnvart vinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.