Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 FRÉTTASKÝRING Það sem okkur finnst skipta máli er að við vöndum þá stjórnsýslu sem við eigum að framfylgja. Við erum í stökustu vandræðum, af því að menn eru að túlka þetta eins og þeim hentar. Ég get því ekki með góðri samvisku sagt hvort okkur beri sannarlega að smala eða ekki,“ segir Kristinn. Ótal spurningar og vafamál „Það er rosalega erfitt að ætlast til þess að sveitarfélögin eigi að vera einhver hlaupatík, án þess að um þetta séu skýrar reglur eða lög,“ segir Kristinn. Aðspurður segist hann ekki hafa mikla skoðun á því hvernig regluverkið verði, aðra en þá að það verði að vera mjög skýrt. Hann segir fjölmargar spurningar hafa vaknað hjá sveitarfélaginu sem þurfi að skýra. Á sveitarfélagið að hafa forgöngu að því að smala ágangsfé? Á sveitarfélagið fyrst að hafa samband við eigendur fjárins og hvað gerist ef sá sem haft var samband við reynist svo ekki eiga kindurnar? Er sveitarfélagið bótaskylt ef sá sem tekur að sér smölun fyrir hreppinn skaðar féð? Á sveitarfélagið að smala alla daga og skiptir fjöldi fjárins máli? „Það er endalaust hægt að halda áfram,“ segir Kristinn. Dómsmál líkleg niðurstaða Kristinn segir tvær niðurstöður líklegar í þeirri stöðu sem komin er upp. Að allir hlutaðeigandi aðilar setjist niður og myndi skýrar reglur, eða að á þetta verði reynt fyrir dómsstólum, þar sem báðir hagsmunahópar telja sig hafa rétt fyrir sér. Kristinn vonast til að hægt sé að leysa stök deilumál með beinu samtali beggja aðila. Þetta mál sé þó það stórt að Kristinn telur að stjórnvöld þurfi að móta stefnu um það hvernig skuli haga sauðfjárbúskap almennt á Íslandi. Breytt landnýting „Þetta er alltaf að verða flóknara og flóknara, sérstaklega núna þegar margar jarðir eru að seljast til annars en landbúnaðar. Þá er fólk oft að horfa til þess hver eignarrétturinn er, frekar en hvar það keypti viðkomandi jörð,“ segir Kristinn. Hann telur eðlilegt að gera ráð fyrir ágangi sauðfjár í landbúnaðarhéruðum þar sem lausaganga er ekki bönnuð og þeir sem vilji vera án þess þurfi hugsanlega að girða sínar jarðir. Sjónarmið margra landeigenda, sem segja eðlilegra að búfjáreigendur girði sitt fé inni, skipti þó líka máli. „Það sem ég óttast mest í þessu, sem framkvæmdastjóri sveitarfélags, er ósættið sem er að grassera upp núna á milli þeirra sem búa og hafa atvinnu af landbúnaði og þeirra sem eiga land, en hvorki búa á svæðinu né stunda landbúnað,“ segir Kristinn. Lausaganga ekki bönnuð Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda- samtaka Íslands, segir að á meðan gildandi lög í landinu séu eins og þau eru og Vegagerðin sinni ekki girðingum meðfram þjóðvegum landsins, þá verði áfram deilur um beit og ágang búfjár. Gunnar telur ekki ólíklegt, þar sem vafi er á túlkun laganna, að aðilar muni leita til dómstóla. „Lausaganga búfjár er ekki bönnuð á Íslandi. Það eru sveitarfélögin sem ákveða hvort lausaganga er bönnuð eður ei. Svona hefur þetta verið frá örófi alda. Eins og lögin eru í dag, þá stendur hvergi að það eigi að girða kindurnar inni,“ segir Gunnar. „Sumt er ómögulegt“ „Ég skil marga af þessum einstaklingum þar sem sauðfé gengur á milli jarða þar sem eru engar girðingar. Þá þurfa menn að sjá sóma sinn í að girða einkalönd. En að girða afréttargirðingu í heilu sveitarfélagi, sem eru fleiri tugir kílómetra, er ekki einfalt. Að öllu jöfnu ertu að girða í þannig landi að það þarf að girða einu sinni á ári, því girðingin fer í drasl á veturna. Ég held að þetta sé langerfiðast þar sem landslagið er erfitt, til dæmis ef þú átt land í sjó fram. Hvernig leysum við það ef það er ómögulegt að girða á mörkum? Sumt er ómögulegt,“ segir Gunnar og nefnir sem dæmi Vestfirði, þar sem landamörk geta verið um snarbratta fjallshlíð. „Kindurnar rölta bara niður í fjöru eða upp fyrir girðinguna.“ Göt með ógirtum vegum „Í mínum huga er vandinn meðal annars sá að þjóðvegir landsins eru ekki afgirtir en þar er Vegagerðin að þvera einkalönd ábúenda. Hvernig eiga menn að bregðast við lausagöngumálum á meðan Vegagerðin getur farið í gegnum einkalönd manna án þess að girða? Það er ekki bóndans að girða meðfram þjóðvegi,“ segir Gunnar. Þó svo að landeigendur séu sammála um að girða á mörkum, þá sé enn opið meðfram vegum og Vegagerðin reynir að komast hjá notkun ristahliða. „Það á ekki að veita framkvæmdaleyfi í gegnum bújarðir manna nema að girða beggja vegna vegarins. Þá er ekkert mál að girða meðfram landamerkjum.“ Engum lögum breytt Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir álit umboðsmanns Alþingis ekki fela í sér neina umturnun, enda hafi engum lögum verið breytt. „Okkar skilningur er skýr og enn þá sá sami, að lausaganga búfjár á Íslandi er heimil, nema stjórnvaldsfyrirmæli kveði á um annað,“ segir Trausti.Hann bætir við að landeigendur hafi skýra heimild samkvæmt lögum um búfjárhald að friða sitt land. Þeir þurfa þó að gera það með réttum hætti. „Bændum verður ekki metið það til sakar að búfé gangi laust á meðan lausaganga búfjár er heimil,“ segir Trausti. Fjallskilasamþykktir misítarlegar Trausti segir að eitt mikilvægasta atriðið í þessu samhengi sé að skipulag á landnotkun sé í höndum sveitarfélaga og það sé undir þeim komið að langmestu leyti hvernig úr þessum málum sé unnið. „Lausaganga búfjár er hluti af skipulagsmálum sveitarfélaga og þar spila fjallskilasamþykktir meginhlutverk. Sveitarfélögin þurfa að rísa undir þeirri ábyrgð sem er á þeirra herðum.“ Trausti segir það koma fram í lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. að sveitarfélögunum beri að gera fjallskilasamþykktir. Þær taka á og skilgreina þau atriði sem ekki eru skilgreind í lögum, meðal annars hvað sé ágangur og hvenær hann megi teljast verulegur. Þær séu þó misítarlegar milli sveitarfélaga og taki ekki alltaf á þeim málum sem þeim ber. Trausti telur að best færi á því ef sveitarfélögin yfirfæru sínar fjallskilasamþykktir og gættu að því að hugtök séu vel skilgreind. Sýnum tillitssemi og umburðarlyndi „Ég held að til þess að skapa frið, þá þurfi allir að vera tilbúnir að skapa friðinn. Þá ætla ég engan að fría, hvorki búfjáreigendur né landeigendur. Ég vil hvetja alla hlutaðeigandi aðila, hvar sem þessi deilumál eru, að sýna hvert öðru tillitssemi og umburðarlyndi. Lausagangan er heimil og við þurfum að hafa okkar samskipti við nágrannana sem allra best. Þar þurfa allir að gefa eftir, en við erum ekki að fara að standa í stórvægilegum breytingum á þessari réttarheimild búpenings á Íslandi. „Garður er grannasættir“ eins og oft hefur verið sagt og girðingar geta leyst ótrúlegustu vandamál,“ segir Trausti. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir sveitarfélögin kalla eftir skýrum leiðbeiningum, því þau vilja vanda þá stjórnsýslu sem þau eiga að framkvæma. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands benda á að það sé sveitarfélaga að banna lausagöngu búfjár innan síns svæðis. Mynd / Áskell Þórisson Gunnar Þorgeirsson. Eins og lögin eru í dag, þá stendur hvergi að það eigi að girða kindurnar inni.“ Trausti Hjálmarsson. Ég vil hvetja alla h lutaðeigandi aðila til að, hvar sem þessi deilumál eru, að sýna hvert öðru tillitssemi og umburðarlyndi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.