Úrval - 01.11.1961, Page 21
TÍU ÞÚSUND ÁRA HELLISMENN
29
eiga sér eng'a hliðstæöu á sínu
sviði. Og loks er það, að ekki
er enn að vita, nema fundur
þeirra verði til þess, að mann-
fræðingar verði að endurskoða
allar kenningar sinar um upp-
upprunastað mannkynsins og
aldur þess á jörðinni.
Þarna er sem sé um að ræða
bein og höfuðkúpur manna, sem
talið er,að iifað hafi í Flórída
í Bandaríkjunum fyrir 10.000
árum, og nokkur áhöld, sem
þeir hafa gert sér úr steini og
beini, er sýna, á hvaða menn-
ingarstigi þeir hafa staðið. Og
ekki er nóg með það, — heldur
voru og leifar af heila i einni
af hauskúpunum, svo vel varð-
veittar, að vísindamönnum hef-
ur reynzt kleift að greina himn-
ur og vefi. Þetta furðulega fyr-
irbæri á rætur sínar að rekja
til þess, að leifar þessar hafa
legið í botnleðju sandvatns og
aðstæðurnar til varðveizlu
þeirra því verið eins heppilegar
og hugsazt getur.
Vísindamenn telja, að þarna
hafi verið um að ræða lcynþátt
steinaldarmanna, sem hafðist
við í kalksteinshellum í Flórída,
sem fóru í kaf, þegar sjávar-
mál hækkaði á þessum slóðum,
og hafi kynþáttur þessi þá að
ölium líkindum liðið undir lok.
Þessir hellar eru nú á allt að
áttatíu feta dýpi og hafa aldrei
verið rannsakaðir, sem ekki er
heldur við að búast *— og því
ekki að vita, nema einhverjar
leifar þessa sama kynþáttar
kunni að finnast þar, þótt ekki
sé það líklegt. Það var fyrir
hendingu eina, að fyrrnefndar
leifar fundust, en þannig hefur
lika oftast nær verið um forn-
leifafundi, sem merkilegastir
hafa reynzt og sumir hverjir
valdið straumhvörfum, að því
er varðar þeltkingu nútíma-
manna á fortíð mannkynsins og
forsögu.
Kannski má segja, að „for-
saga“ þessa furðulega fúndar
hefjist árið 1957, þegar Williain
nokkur Royal, fyrrum höfuðs-
maður í bandiaríska flughernum,
varð gripinn áhuga á íþrótt
froskmanna og tók að iðka hana
sjálfur, enda þótt hann væri þá
kominn á sextugsaldur. Ári síð-
ar fór liann að kafa i volgu
uppsprettusaltvatni á heilsu-
lindasvæðinu milli Venice og
Punta Gorda á Flórídaskaga.
Þegar Royal kafaði þarna nið-
ur á 25—80 feta dýpi, fann
hann dropasteinsdröngla, sem
héngu niður úr brúnum kalk-
steinsskúta niðri þar. Einkenni-
legt, hugsaði hann, dropasteins-
drönglar geta ekki orðið til und-
ir yfirborði vatns, heldur mynd-
ast þeir við það, að vatn lekur
stöðugt niður um þak kalksteins-