Úrval - 01.11.1961, Side 22
30
hella, dropinn þornar fyrir á-
hrif loftsins, áður en hann fell-
ur, en kalkið, sem hann var
mengaður, situr eftir. Þessir
drönglar geta því aðeins mynd-
azt í lofti, en alls ekki í vatni.
Dr. H. K. Brooks, jarðfræSi-
prófessor viS Flórídaháskóla,
var sömu skoSunar, en hann
rannsakaSi dropasteinsdröngl-
ana, sem Royal hafSi fundið, og
komst aS raun um, aS þeir voru
„ósviknir" meS öllu. Eina hugs-
anlega skýringin á þessu fyrir-
bæri var þvi sú, að skútar þess-
ir hefðu áður fyrr verið á þurru
landi og dropasteinsdrönglarnir
myndazt þá, -— með öðrum orð-
um, að þar hefði áður verið þurr-
lendi, sem nú var botn salt-
vatnsins, og þá sennilega ein-
hvern tima á síðustu isöld.
Royal ákvað nú að kafa til
botns í fleiri slikum vötnum og
vita, hvers hann yrSi visari.
Hann kafaði næst í svokölluðu
Litla Saltvatni áriS 1959, þar
sem hann fann ekki aSeins slík-
ar dropasteinsmyndir, heldur og
fótlegg af manni! Honum fannst
þá tími til kominn að kalla sér-
fræðinga á vettvang. Næst þegar
liann kafaði, voru þeir í fylgd
með honum, dr. Eugenie Clark,
kunnur líffræðingur og for-
stöðumaður Cape Haze sjófræði-
rannsóknarstofnunarinnar í
Flórída, og dr. Luanna Pettav
Ú R V A L
mannfræðingur, — en þeir eru
báðir þjálfaðir froskmenn.
Þriðji froskmaðurinn var og í
fylgd með Royal, Bill Stephens.
Er skemmst frá því aS segja,
að för þeirra félaga niður í
saltvatn þetta varð svo merkileg,
að hennar mun lengi verSa
minnzt i sögu mannfræðirann-
sókna. Þeir köfuðu þarna hvað
eftir annað, fundu marga hellis-
skúta á allt að sjötiu feta dýpi
og inni í þeim mikið af manna-
beinum, — meðal annars fann
Royal þar heila beinagrind und-
ir kalksteinshellu, —• en ekki
hreyfðu þeir við beinum þessum
að sinni, til þess að aðrir vis-
indamenn gætu einnig séð þau
óhreyfð og i þvi umhverfi, sem
þau fundust. En þó höfðu þeir
um fimmtíu mismunandi manna-
bein upp með sér til nánari
athugunar.
Fyrir þessar athuganir varð
vísindamönnum brátt ljóst, að
þarna gæti ekki verið um neitt
fornt grafsvæði útdauSra Indí-
ánakynþátta að ræSa, ekki held-
ur gamlan vigvöll. ÞaS, sem
Royal hafði fundið þarna •—-
fyrir hendingu, — var hvorki
meira né minna en dvalarstaður
elztu frumbyggja Bandaríkjanna,
hellisbúa, sem uppi höfðu verið
fyrir 10.000 árum.
En þó þótti visindamönnunum,
er unnið höfðu að rannsóknum