Úrval - 01.11.1961, Side 23
TlU ÞÚSUND ÁRA HELIJSMENN
31
á fbeinum þessum, sem enn
skorti nokkuð á óyggjandi sann-
anir. í aprílmánuði 1959 var
því enn gerSur leiSangur frosk-
manna undir forystu Royals til
saltvatnasvæðisins, og var að
þessu sinni kafað í volgu vatni,
þar sem mikil leðja var á botni.
Enn fann Royal bein, að þessu
sinni djúpt niðri í leðjunni og
undir kalksteinsflögum, en það
sannaði, að ekki höfðu beinin
borizt á einhvern hátt út í
vatnið og sokkið þar, eftir að
dropsteinshellarnir og þurrlend-
ið hvarf í kaf. Og loks fann
Royal í skúta einum, fylltum
leðju, eldsviðinn viðarlurk und-
ir stórum steini ásamt neðri
kjálka úr manni og liandkjúkum.
Þetta var að því leyti hinn
merkilegasti fundur,, að finna
mátti aldur hins kolsviðna við-
arlurks með geislamagnsmæl-
ingu, sem eltki varð komið við
varðandi beinin, þar sem flest
þeirra voru að mestu leyti stein-
runnin. Mælingaraðferðin er
kennd við Nóbelsverðlaunahaf-
ann Willard Libby og er í því
fólgin, að mældar eru eftirstöðv-
ar geislavirkni kolefnis 14 í efn-
um, sem einhvern tíma hafa
verið lífræn.
Svo mikilvægur þótti viðar-
lurkur þessi, að einn af kunn-
ustu vísindamönnum, sem þeir í
Bandarikjunum eiga á að skipa
í þessari vísindagrein, fram-
kvæmdi geislavirlcnismælinguna
og komst að raun um, að lurk-
ur þessi hafði verið lagður á
bál fyrir 10.000 árum, en skakk-
að gæti þó 200 árum til eða
frá, eða 3.500 árum eldri en
elztu minjar, sem áður höfðu
fundizt um líf manna á þessum
slóðum.
Royal og froskmannaleiðang-
ur hans rannsökuðu botnleðj-
una í þessum hellisskúta síðan
betur og fundu þar enn mikið af
beinum bæði úr mönnum og
dýrum. En merkilegasti fundur-
inn var þó höfuðkúpa af
manni, óbrotin með öllu og að
öllu leyti svo vel varðveitt, að
furðu gegndi. Og þegar gægzt
var inn i heilabúið, kom í ljós,
að heilinn var þar enn á sínum
stað, hafði meira að segja furðu-
lítið látið á sjá, hversu ótrúlegt
sem það kann að virðast. Að
vísu var hann orðinn nokkuð
steinrunninn yzt, — farinn að
kalka í bókstaflegri merkingu,
■—• en það voru einmitt þessi
yztu, steingervu lög, scm orðið
höfðu til þess, að frumuvefirnir
hið innra varðveittust, það er
að segja — héldu formi sínu,
lit að nokkru og öðrum ein-
kennum, enda þótt steinefnið
hefði siazt þar inn. Elztu
frumuvefir, sem hingað til er
vitað, að varðveitzt hafi, eru