Úrval - 01.11.1961, Qupperneq 30
38
ÚR VAL
starfaði hjá lögreglunni, þóttist
hún viss um, að þetta væri mað-
urinn.
Nú vaknar spurningin:
Ef þetta var hinn seki, hvers
vegna hafði stúlkan ekki þekkt
hann í tvö fyrri skiptin? Var
hugmyndin um, að þetta væri
hann komin í vitund hennar frá
lögreglunni?
Dómarinn, sem með málið
fór, kallaði þetta „hókus-pókus-
vitnaleiðslu“ og maðurinn var
ekki fundinn sekur.
Menn greinir mjög á um það
í Bandaríkjunum, hversu margir
tannlæknar, læknar og sálfræð-
ingar beiti dáleiðslu i starfi
sínu. Sumir gizka á 10 þúsund.
En vitað er það, að hundruð
manna þar fyrir utan iðka dá-
leiðslu. Flestir hafa fálmað sig
áfram. Enn í dag er engin við-
urkennd fræðsla eða þjálfun til
fyrir dávalda. Nokkrir lækna-
skólar kenna dáleiðslu, en sú
kennsla fer algerlega eftir kenn-
aranum, en ekki neinum viður-
kenndum meginreglum. Ekki er
heldur neitt cftirlit með beit-
ingu dáleiðslu við lækningar.
Nú er reynt að ráða bót á
þessu.
Dr. Harold Rosen i Baltimore,
sein er formaður læknanefndar
um dáleiðslu, segir:
-—- Það er unnt að kenna
hverjum lækni dáleiðslutæknina
á 15—30 mínútum, en sé hann
ekki vel að sér i sálarfræði, er
dáleiðslan stórháskaleg. Enginn
ætti að beita dáleiðslu í sam-
bandi við aðgerir, sem hann er
vanur að gera á ódáleiddum
sjúklingum. Annars er hann að
leika sér með dýnamít.
Bandarískir læknar vilja, að
þeir einir hafi rétt til að beita
dáleiðslu við lækningar, sem
hlotið hafa sérstaka þjálfun
og réttindi. Telja þeir, að fólk
muni fremur leita til sérfræð-
inganna en fúskaranna, þegar
það hefur orðið þess áskynja,
að slík réttindi séu til..
Nauðsyn á eftirliti sést bezt
af því, að allt veður uppi i
ævintýralegum auglýsingum.
Þetta er úr auglýsingu í blaði:
„Engin kona er of gömul til að
láta endurlífga kirtlastarfsem-
ina. Þér þyngizt, verðið bústn-
ari. Hrukkur og húðlýti hverfa
oft. Bót fæst á svefnleysi og
höfuðverk. Skilnaður er ekki
ráðið. Látið dáleiðslu hjálpa
yður til að verða fríðari og ást-
hneigðari."
Jafnvel 15 ára dóttir mín svar-
aði auglýsingu á gulu blöðunum
í símaskránni og fékk tilboð um
að læra dáleiðslu á tíu auðveld-
um kennslustundum fyrir 1,25
dali.