Úrval - 01.11.1961, Side 32
40
U II VAL
rúmslofti gamalgróinnar bók-
menntaliefðar, og þar af leið-
andi verða skrif þeirra persónu-
legri og stíll þeirra frískari en
hinna, sem hafa flúraðar vanga-
veltur viðurkenndrar rithefðar
að leiðarljósi.
Þess utan og það, sem gerði
þennan hóp amerískra höfunda
athyglisverðan, var sú stað-
reynd, að þeir voru það virð-
ingarlausir fyrir rituðu máli,
að flestir þeirra byrjuðu á því
að setjast niður og gera sér
Ijósa hina tæknilegu blið máls-
ins, en trúðu hugljómuninni
varlega.
Mestur páfi þessa hóps var
Sherwood Anderson, sem lok-
aði búð sinni í Ohio fertugur að
aldri og' byrjaði að skrifa bæk-
ur og tala við unga menn, sem
vildu hlusta á hann. Þeir Hem-
ingway og hann urðu miklir
vinir um tíma.
Hemingway hefur notið
mestrar frægðar þeirra skáld-
bræðra sinna, ameriskra sem
evrópskra, sem fetuðu sömu
slóðir og hann á árunum milli
stríða, þegar einna mestar hrær-
ingar voru með ungum, alvar-
lega skrifandi mönnum. Þeir
mynduðu um tíma eins konar
höfuðstöðvar í Páris, — sóttu
Gertrude Stein Iieim, — hlust-
uðu á Ezra Pound og lásu vand-
lega það, sem Sherwood Ander-
son skrifaði, og börðu dóna, sem
slógust upp á James Joyce, Anda
þessara ára hefur Hemingway
gert sér far um að lýsa í bók-
inni Og sólin rennur upp.
En þótt Hemingway nyti
þannig andlegs samfélags við
gott fólk, hafði hann áráttur,
sem skiptu leiðum.
Hann fór innan við tvítugt til
Ítalíu sem sjálfboðaliði i heims-
styrjöldinni fyrri og særðist þar
illa. Gagnrýnendur hafa haldið
því fram með nókkrum rökum,
að þetta Ítalíusár hafi síðan
skotið upp kollinum í einni eða
annarri mynd í flestum sagna
hans. Hvað sem því líður, þá
er hitt staðreynd, að upp frá
því setti Hemingway sig ekki úr
færi að vera til staðar, þar sem
dauðinn var á næsta leiti. Yopn-
in kvödd og Hverjum klukkan
glymur eru alveg eins svallbæk-
ur um dauðann eins og þær eru
stórar bækur um ástir og lífs-
nautn.
Reynsla virðist hafa verið
honum sem öðrum mönnum er
lífsviðurværi. Lif hans sjálfs
fór oft og tíðum út fyrir æsi-
legustu kaflana i bókum hans,
og þegar svo við bætist, að
hann og böfundar, sem áttu með
honum sálufélag, lögðu alla á-
herzlu á að segja satt, má geta