Úrval - 01.11.1961, Page 34
Kona lýsir reynslu sinni, óráði og of-
sjónum, er hún var í tilrauna skyni lokuð
inni i álgeru myrkri í átta sólarhringa.
M A R T R Ö Ð
EINVERU
OG MYRKURS
Eftir Winnifred Klem.
AUFT, rautt ljós sex
áj fetum ofar höfði
^ mér blossaði upp og
í| slokknaði, og í fyrsta
SS skipti á ævinni var
ég stödd í algeru myrkri.
Þetta var enginn skuggaheim-
ur, sem ég mundi eftir úr feluleik
í skúmaskotum, þegar ég var
barn, heldur djúpur, þykkur
sorti, sem stakk mig i augun, al-
gert myrkur, sem lokaði mig úti
frá heimi hins lifandi lífs.
Hið fyrsta, sem mér datt í hug,
var þessi spurning: Hvað ertu
að gera, að láta loka þig inni í
litlum myrkvaklefa með fyrir-
mælum um að liggja á bakinu í
heila viku, hreyfingarlaus, nema
i bráðri nauðsyn?
Ég róaði svo sjálfa mig með
því, að ég hefði boðið mig fram
til að láta gera með mig mikils
verða tilraun, sem var þáttur í
rannsóknum Manítóbaháskóla á
því, hversu menn bregðast við
langri dvöl i algeru myrkri og
þögn.
— Úr Weekend Magazine, Montreal —
42