Úrval - 01.11.1961, Síða 37
MÁRTRÖÐ EINVERU OG MYRIWRS
45
Eftir að ég hafði tjáð mig fúsa
að dveljast lengur en sjö daga i
kúlunni, var skammturinn gerð-
ur fjölbreyttari. í staðinn fyrir
nærfellt bragðlaust gutl fékk ég
ávaxtasafa og kaffi og stundum
eitthvað, sem kjöt var í.
Utan við klefann voru tveir
athugunarmenn á verði daga og
nætur. En ég hafði samt í raun-
inni ekkert samband við þá, enda
þótt ég væri daglega prófuð í 45
mínútur hverju sinni. Og til þess
að koma i veg fyrir, að ég gæti
talið dagana eftir prófunum eða
hvað klukkan væri hverju sinni,
voru prófin höfð á óreglulegum
tímum.
Þegar rauða Ijósið blossaði
upp, átti ég að seilast í töflu úr
matarlúkunni. Á henni voru
nokkrar skrifaðar spurningar.
Ég átti að leysa úr einföldum
verkefnum, reikningsdæmum,
skrifa niður orð, sem ég myndi
eftir og byrjuðu áll á einhverj-
um tilteknum staf o. s. frv.
Önnur próf, sem áttu að reyna
á aðra hæfileika, voru fólgin í
því að setja einn depil í þrí-
hyrning eða ferhyrning. Venju-
lega var ég beðin að lesa niu
þriggja stafa orð og átti að fara
með listann utan að.
Svo kom það.
Ég var sofandi, en vaknaði örg
í skapi og illa fyrir kölluð. Þeg-
ar rauði bjarminn kom í klef-
ann og tilkynnti mér, að ég ætti
að taka til við prófin, lét ég fólk-
ið fyrir utan vita það skýrt og
skorinort, að það gæti prófað
einhvern annan en mig. — Þetta
var ólíkt mér.
Þá fannst mér ég heyra kven-
rödd segja mér í gegnuin lieyrn-
artækin, að ég ætti að klifa niðtir
um útgöngulúguna.
í fyrstu hélt ég, að tilrauninni
væri lokið. Ef til vill hafði þetta
allt reynzt miklu auðveldara en
ég hugði. Mér féll stórilla, að
Harold var ekki við. Niðri komu
tveir sálfræðiathugunarmenn á
móti mér og ýttu órólegir til stóli.
Ég þekkti annan þeirra, Wilmu
Sansom. — Hún var búin að
fara i gegnum þessa eldraun
sjálf. Þau sýndust vera stutt í
spuna, og ég hélt, að þau væru
reið við mig fyrir, hve snúðugt
ég hafði svarað þeim.
Þá sagði annað þeirra, ég held
Wilma, að leigubill biði eftir mér.
„Maðurinn þinn varð fyrir slæmu
bílslysi fyrir um klukkustund og
liggur á sjúkrahúsi.
Það, sem á cftir kom, er mjög
ljóst í vitund minni.
Ég fór á slysavarðstofuna í
sjúkrahúsinu. Einhver kom, —
tók mig við hönd sér og leiddi
mig að skurðarborðinu, þar sem
Harold lá. Ég var rennblaut i