Úrval - 01.11.1961, Síða 50
58
ÚR VAL
sem dönsku stjórnarvöldin i
Kaupmannahöfn hefur vart
dreymt um, að leyst yrðu við
Húnaflóa, og liklega hafa verið
alls fjarri huga þeirra.
í þann tíð var sjór aðeins
sóttur á árabátum, og margir
slitu þrelti sínu við árina. Ör-
fáa menn dreymdi um það að
létta þeim þrældómi af mönn-
um, og einn þeirra var Gunn-
laugur Magnússon. I meðmæla-
bréfi, sem séra Sæmundur Odds-
son á Tjörn skrifaði með .Birni,
syni Gunnlaugs, er frá því skýrt,
að þessi bóndi hafi fundið upp
og smíðað róðrarstráka eða með
öðrum orðum einhvers konar
róðrarvél, sem sennilega hefur
verið knúin af vindi, þvi að
„strákarnir" reru þeim mun
knálegar sem meira blés. Ein-
hverjir vankantar hafa þó lik-
lega verið á þessari smið, þvi
að ekki fór síðan sögum af
henni, og hvergi mun hún hafa
orðið að gagni til langframa,
enda segir sagan, að eitt sinn,
þegar Gunnlaugur hreppti hvass-
viðri, hafi strákarnir hamazt
svo við róðurinn að þeir ætluðu
að færa bátinn í kaf, og liafi
honum þá ekki litizt ráð að
treysta á þá.
En Gunnlaugur vildi ekki að-
eins sigra sjóinn, þvi að hann
reyndi einnig að komast leiðar
sinnar í loftinu. Sú saga er höfð
eftir gömlum mönnum, sem vel
máttu muna þá, er voru i æsku
á efstu dögum Gunnlaugs, að
hann hafði gert sér flugham, er
raunar virðist hafa verið ein-
hvers konar sviffluga. Ham
þennan eða svifflugu gerði
hann úr fuglsvængjum, sem
hann njörvaði saman, og á
þessu á hann að hafa komizt á
loft. En stjórnbúnaðinum hefur
verið áfátt, því að lakar gekk
að stjórna fluginu. Hermir sag-
an, að eitt sinn hafi Gunnlaugur
borizt í ham sinum um í fjall,
og þótti um skeið vanséð, nema
þetta yrði hans hinzta för. Lét
hann þá af flugtilraunum, því
að „hann vildi ekki freista drott-
ins guðs síns.“
VEÐURSKIPIN á Atlantshafi eru ekki bara veðurathugunar-
skip. Á árinu 1959 björguðu þau níu manns, hjálpuðu 47 sinnum
sjúkum sjófarendum, svöruðu 10 neyðarskeytum frá flugvélum
og 574 frá skipum.
— UNESCO-Courier.