Úrval - 01.11.1961, Page 54
62
ÚR VAL
stuttan tíma. En lifrin er þrátt
fyrir þetta algerlega heilbrigð.
Það er því ölium hollt að breyta
lifnaðarháttum sínum ekki of
snögglega.
Lifrin er algerlega sérstæð
meðal líffæranna, og hún er
næm fyrir öllum áhrifum utan
að. Smávegis truflanir á tíðum
kvenna geta leitt til mikilla
truflana á starfsemi lifrarinnar.
Það hefur verið sannað visinda-
lega, að gallmagnið fer eftir
hugarástandi manna. Gléði,
bjartsýni, eykur magn þess og
þó einkum dapurleiki. Aftur á
móti hverfur það hér um bil,
ef maðurinn er reiður, og eng-
inn ætti að borða, meðan hann
er í illu skapi. Viðbjóður sendir
gallið út í lifrina. Það er vegna
þessara sálrænu atriða, að menn
þola misjafnlega vel áfengi. Það
fer að mestu leyti eftir hugar-
ástandi mannsins. Þegar próf
nálgast, fá nemendur ýmiss kon-
ar meltingartruflanir. Það er
ekki fyrst og fremst lifrin, sem
veldur því, heldur sálarástandið.
Þannig er lifrin. Enn þá er
hún dularfull og margt, sem
vísindamenn hafa ekki enn upp-
götvað i sambandi við hana. En
smám saman er mönnum að
verða Ijóst, hver starfsemi henn-
ar er og hvernig hún þjónar
öllum líkamanum.
VlSINDAMENN í Sovétrikjunum hafa fundið aðferð til þess
að gera matjurtafræ og sáðkorn þannig úr garði, að það þoli
frost. Þeir láta fræið í upplausn úr eins konar áburði, sem gerð-
ur er bæði úr steinefnum og lífrænum efnum. Hann storknar
og myndar húð utan um hvert korn. Hún er þó ekki þétt. Eftir
slíka meðferð þoiir fræið veturinn, þótt því sé sáð að haust-
inu. Þegar vorsólin vermir moldina að nýju, fer það að spira
og vex ört. Alls konar matjurtir, svo sem kál og laukar, gefa
við þetta 30—50% meiri arð.
— UNESCO-Courier.
NÝRRI og nákvæmari athugun á aldri Dauðahafshandritanna
hefur leitt i ljós, að þau eru sennilega sextíu árum eldri en
talið var. Niðurstaðan er nú 20 f. K., en var áður 40 e. K.
— Science Digest.