Úrval - 01.11.1961, Side 59
I'YRSTA ÁRIÐ ERFIÐASTA ÁR ÆVINNAR
G7
Ne'ðri tanngarðurinn vex hrað-
ast allra andlitsbeinanna. BarniS
er að búa sig undir að taka
á móti harðari fæðu og þarfn-
ast neðri gómsins til að geta
tuggið.
Barnið fer að fá vald yfir
handleggjunum; það getur náð
i pelann sinn, — og það kemst
að því, að það getur notað fæt-
urna. Um 5 eða 6 mánaða gam-
alt hefur það orðið nógu mikið
vald yfir fótum og handleggjum
til þess að geta staðið á fjórum
fótum, að vísu mjög óstöðugt
í fyrstu. Nú er litli maðurinn
orðinn ferðamaður. Þegar hann
er orðinn leiður á því útsýni,
sem hann fær af fjórum fótum,
vill hann gjarnan láta taka sig
upp, svo að hann geti séð meira
af heiminum í kringum sig.
Eftir tvo mánuði starfa limir
hans i samræmi við sjónina.
Hann sér hringluna sina og
tekur hana upp. Við lítum á
þetta sem tilviljun, en þetta er
þó mjög mikilvægt starf, sem
þarfnast nákvæmrar samstarfs-
tækni vöðvanna.
Um þetta leyti segja stórvið-
burðir til um, að bráðlega muni
hann geta tekið til sín harðari
fæðu. Fyrsta tönnin, — yfirleitt
framtönn í neðri góm, — kem-
ur i ljós.
Sjö mánaða gamall getur liann
setið einn án þess að þreytast,
og á 8. mánuðinum hefur hann
lært að þekkja fjölda orða. Með
mjög mikilli áreynslu getur
hann haft eftir hið mikilvæg-
asta þeirra: mamma.
Níu eða 10 mánaða er hann
orðinn duglegur að skríða. Og
nú getur hann sjálfur reist sig
upp í leikgrindinni sinni. Með
því að halda sér fast getur liann
staðið. Hann er uppréttur borg-
ari.
Seinustu mánuðina fyrir af-
mælið notar hann aðallega til
að þjálfa sig betur í þeim undir-
stöðuatriðum, sem hann nú þeg-
ar hefur aflað sér. Hann er orð-
inn heilmikill maður, 80—90
cm langur og hefur þrefaldað
þunga sinn. Áður fór allur tími
hans í harða lífsbaráttu, en nú
hefur hann tíma til að leika
sér. Hann finnur upp á alls
konar skemmtilegum leikjum,
svipuðum og t. d. boltaleik og
feluleik. Fæturnir eru ekki leng-
ur bara gagnslaus leikföng,
þeir gegna nú því hlutverki að
standa á þeim — fremur en
ganga. Framtakssemi hans er
merkilega mikil, og hann finnur
upp á að henda hlutum til.
Síðan gerir hann enn fleiri til-
raunir til yfirráða, ■— hann fær
hendur, handleggi og andlit til
að vinna í sameiningu að því