Úrval - 01.11.1961, Page 60
G8
Ú H VA L
i
að koma matnum upp í hann.
Auðvitað fer heilmikið af matn-
um í eyrun á honum, en samt
er það staðreynd, að hann hitt-
ir markið, — munninn, — og
þar með er allt fullkomið.
I lok ársins hefur hann kom-
izt yfir mikla erfiðleika og hætt-
ur. Öll þau vandamál, sem full-
orðna fóikið á við að stríða,
verða að engu i samanburði
við það, sem hann hefur orðið
að sigrast á. Hann var í fyrstu að-
eins lítill gólandi villimaður, en
er nú orðinn vingjarnlegur og
kurteis einstaklingur mannlegr-
ar fjölskyldu. Þetta hefur verið
ár stórkostlegra atburða. Það
mun aldrei koma annað þessu
líkt.
Selur í langferð.
Hinn 4. des. 1960 var maður að ganga við kindur úti með
norðanverðum Stöðvarfirði. Rakst hann Þá á kóp í fjörunni, sem
hann rotaði umsvifalaust.
Þegar maðurinn var að flá selinn, tók hann eftir því, að
merki var fest við dindil hans. Merkið var stór, hvít ebonítplata
með númeri og auðkenni London Zoo. Merkið var sent til Fiski-
félagsins, sem sendi það áfram til The Zoological Society of Lond-
on. Nú hefur Fiskifélaginu borizt bréf frá þeirri stofnun. 1 bréf-
inu er skýrt frá Því, að Bretar hafi undanfarið merkt kópa til
þess að fræðast um ferðir selanna, aldur þeirra o.fl. Kóp þann,
sem ræðir um, merktu brezkir vísindamenn við Orkneyjar 31.
okt. sl. Ferð kópsins þaðan til Stöðvarfjarðar hefur þvi tekið rösk-
an mánuð í hæsta lagi.
Kópurinn vó 16 kg. en gera má ráð fyrir, að hann hafi verið
búinn að missa nokkurt blóð, þegar hann var veginn.
•— Ægir.
Ef þú verður oft andvaka ... ?
Charles Dickens gat ekki sofnað, nema rúmið sneri þannig,
að hann hefði fæturna í norður. Sumir drekka svart kaffi eða
heita mjólk til að geta sofnað, aðrir lesa Ijóð, ævintýrafrásagnir
eða skop. Hafirðu enga slíka aðferð til að geta sofnað, skaltu
fá einhverja lánaða hjá kunningja þínum. Ef hún dugar ekki,
skaltu bara vera rólegur; slakaðu á taugunum, og svefninn mun
sækja þig heim. — Today's Health.