Úrval - 01.11.1961, Page 61
Nýjar uppgötvanir um
elztu fϚu og
læknisdóm mannanna.
Eftir Georg J. Rosenberg'.
KKI er það ósenni-
Elegt, að l)ú hafir ein-
hvern tíma notað
ininang sem læknis-
dóm. Kynslóð eftir
kynsíóð hefur notað þessa guða-
fæðu við ræmu í hálsi, bruna,
ígerð, sárum, mari, taugaveiklun
og svefnleysi. Foreldrar kenndu
])etta börnum sínum frá ómuna-
tið.
Þessi gullna leðja er einhver
merkilegasta fæSutegund mann-
kynsins og hin elzta, sem það
notar.
Hippokrates, faðir læknis-
fræðinnar, kveður hunang gefa
gott og hraustlegt litaraft og
hvetur menn til að nota það
við ígerð og blóðkýlum. Biblían
talar um land, þar sem allt flýt-
ur í mjólk og hunangi, og herir
Davíðs konungs lifðu á hveiti
og byggi, baunum, smjöri og
hunangi.
Demokrítos, hinn gríski heim-
spekingur og lærdómsmaður,
kappkostaði að varðveita heilsu
sína og' líf með þvi að neyta
heilnæmrar fæðu. Honum tókst
það. Hann varð 109 ára gamall.
Egyptar hinir fornu höfðu bý-
kúpur á bátum og flæktust upp
og niður Níl til þess að koma
flugunum á góða blómabala.
Forn-Grikkir blönduðu saraan
hunangi, víni og pipar og töldu
bót allra innvortis meina.
Hinn læknandi kraftur liun-
angs er fólginn í þvi, hve mik-
— Úr New York Mirror Magazine —
09